Innlent

Fraktflugvél frá Atlanta fór útaf flugbraut í Frakklandi

Hér má sjá hvernig aðstæður voru á Roissy flugvelli í dag eftir að Atlanta vélin fór útaf.
Hér má sjá hvernig aðstæður voru á Roissy flugvelli í dag eftir að Atlanta vélin fór útaf.

Betur fór en á horfðist þegar flugvél frá flugfélaginu Atlanta rann út af flugbraut Roissy flugvallarins í Frakklandi í dag. Vélin var nýlent og náði ekki að stöðva sig áður en flugbrautin var á enda runninn.

Þriggja manna áhöfn frá Atlanta var um borð en engir farþegar enda um fraktflug að ræða. Vélin var í leiguflugi fyrir Air France flugfélagið.

Að sögn Guðmundar Hafsteinssonar hjá Atlanta voru slæm skilyrði á flugvellinum í Frakklandi í dag. Hann sagðist þó ekki hafa fengið skýringar á því hvað það var nakvæmlega sem olli því að vélin fór útaf flubrautinni. Guðmundur segir að engin hætta hafi verið á ferðum og að sáralitlar skemmdir séu á vélinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×