Innlent

Ríkisendurskoðun fann lítið misjafnt hjá Fjöliðjunni

Ríkisendurskoðun sendi nýlega frá sér greinargerð um fjármál Fjöliðjunnar á Akranesi en grunur lék á að ekki væri allt með felldu í bókhaldi hjá fyrrum forstöðumanni þessa vinnustaðar fyrir fatlaða.

Þór Garðar Þórarinsson skrifstofustjóri félagsmálaráðuneytisins segir að í greinargerðinni komi fram að svo virðist að nokkur lausatök hafi verið í nokkrum innkaupum fyrir starfsemina samkvæmt bókhaldinu. Ekkert saknæmt hafi þó komið fram og er málinu lokið af hálfu ráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×