Hvöttu flokksbróður sinn til að setja Sundabraut í forgang 16. janúar 2008 15:26 MYND/Pjetur Samgönguráðherra býst við að framkvæmdir við Sundabraut geti í fyrsta lagi hafist á næsta ári. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns Vinstri - grænna, á Alþingi í dag. Flokkssystur samgönguráðherra hvöttu hann til þess að setja málið í forgang og að taka þá einu vitrænu ákvörðun að ráðast í svokallaða gangaleið. Árni Þór benti á í fyrirspurn sinni að tímabært væri að koma Sundabraut í framkvæmd þar sem rætt hefði verið um hana í mörg ár. Þá sagði Árni að þverpólitísk samstaða væri í borgarstjórn um leiðaval, það er að velja svokallaða gangaleið frá Laugarnesi. Sömu afstöðu hefðu íbúar sem framkvæmdin snerti. Mikið hefði verið rætt um kostnað við þá leið en þar væri aðeins hálf sagan sögð. Þannig væri ekki tekið tillit til umferðaröryggis og kostnaðar vegna umhverfis og verri lífsgæða sem fælist í öðrum leiðum. Árni spurði hvenær mætti búast við að endanleg lega Sundabrautar yrði ákveðin, hvort ráðherra væri sammála borgaryfirvöldum um að jarðgöng væru besti kosturinn og hvenær mætti búast við að framkvæmdir hæfust. A lokum spurði hann hvaða stefnu ráðherra hefði fjármögnun verkefnisins. Borgin hefur ekki ákveðið legu brautarinnar Kristján L. Möller svaraði því til að Reykjavíkurborg hefði ekki ákveðið legu brautarinnar á skipulagi sínu og enn væri unnið að umhverfismati vegna gangaleiðar og að hluta til þriðju leiðar. Þegar þetta lægi fyrir þyrfti að fara fram umræða um þá kosti sem væru í stöðunni. Samráðshópur Vegagerðarinnar, sem í sætu meðal annars fulltrúar íbúa á framkvæmdasvæðinu, myndi halda fund þar sem málin yrðu skýrð og spurningum svarað. Þá vildi ráðherra ekki svara því hvort hann væri sammála borgaryfirvöldum um að jarðgangaleið væri best. Sagði hann að ráðherra gæti þurft að úrskurða um legu brautarinnar og því gæti hann ekki tjáð sig. Um upphaf framkvæmda sagði ráðherra að gert væri ráð fyrir átta milljörðum til framkvæmdarinnar á samgönguáætlun áranna 2008-2010 en framkvæmdir gætu í fyrsta lagi hafist árið 2009. Enn fremur sagði hann að við endurskoðun samgönguáætlunar á næstu árum yrði farið yfir það hvernig verkið yrði fjármagnað. Ráðherra dragi ekki lappirnar Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, benti á að síðasta ríkisstjórn hefði talið Sundabraut eitt af brýnustu samgönguverkefnunum, bæði til að koma í veg fyrir þunga umferð og slys. Mikilvægt væri að ráðherra setti kraft í málið og drægi ekki lappirnar því Reykjavíkurborg hefði markað sína stefnu. Þær Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, flokkssystur samgönguráðherra, sögðu Sundabraut eitt brýnasta verkefnið í samgöngumálum. Bentu þær á að málið hefði verið rætt og undirbúið í áratug og nú væri komið að því að taka af skarið um legu brautarinnar. Hvatti Steinunn Valdís ráðherra að taka þá einu vitrænu ákvörðun að velja gangaleið. Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslyndra, varaði hins vegar við því að stjórnmálamenn færu inn á þann uppboðsmarkað að telja þá einu lausn besta sem væri dýrust. Mjög dýr verkefnibitna á úrbótum um allt land. Árni Þór Sigurðsson sagðist vonsvikinn með svör ráðherra við spurningum hans. Benti hann á að Reykjavíkurborg hefði ákveðið legu brautarinnar fyrir löngu, að fara ystu leið, en aðeins ætti eftir að taka sérstaka ákvörðun um göngin. Þá gangrýndi hann þau orð ráðherra að hann gæti ekki svarað spurningu um legu brautarinnar þar sem ráðherra gæti þurft að úrskurða í málinu. Sú fullyrðingu þýddi í raun að ráðherra gæti ekki tjáð sig um nokkurn veg því hann gæti þurft að úrskurða um hann. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Samgönguráðherra býst við að framkvæmdir við Sundabraut geti í fyrsta lagi hafist á næsta ári. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns Vinstri - grænna, á Alþingi í dag. Flokkssystur samgönguráðherra hvöttu hann til þess að setja málið í forgang og að taka þá einu vitrænu ákvörðun að ráðast í svokallaða gangaleið. Árni Þór benti á í fyrirspurn sinni að tímabært væri að koma Sundabraut í framkvæmd þar sem rætt hefði verið um hana í mörg ár. Þá sagði Árni að þverpólitísk samstaða væri í borgarstjórn um leiðaval, það er að velja svokallaða gangaleið frá Laugarnesi. Sömu afstöðu hefðu íbúar sem framkvæmdin snerti. Mikið hefði verið rætt um kostnað við þá leið en þar væri aðeins hálf sagan sögð. Þannig væri ekki tekið tillit til umferðaröryggis og kostnaðar vegna umhverfis og verri lífsgæða sem fælist í öðrum leiðum. Árni spurði hvenær mætti búast við að endanleg lega Sundabrautar yrði ákveðin, hvort ráðherra væri sammála borgaryfirvöldum um að jarðgöng væru besti kosturinn og hvenær mætti búast við að framkvæmdir hæfust. A lokum spurði hann hvaða stefnu ráðherra hefði fjármögnun verkefnisins. Borgin hefur ekki ákveðið legu brautarinnar Kristján L. Möller svaraði því til að Reykjavíkurborg hefði ekki ákveðið legu brautarinnar á skipulagi sínu og enn væri unnið að umhverfismati vegna gangaleiðar og að hluta til þriðju leiðar. Þegar þetta lægi fyrir þyrfti að fara fram umræða um þá kosti sem væru í stöðunni. Samráðshópur Vegagerðarinnar, sem í sætu meðal annars fulltrúar íbúa á framkvæmdasvæðinu, myndi halda fund þar sem málin yrðu skýrð og spurningum svarað. Þá vildi ráðherra ekki svara því hvort hann væri sammála borgaryfirvöldum um að jarðgangaleið væri best. Sagði hann að ráðherra gæti þurft að úrskurða um legu brautarinnar og því gæti hann ekki tjáð sig. Um upphaf framkvæmda sagði ráðherra að gert væri ráð fyrir átta milljörðum til framkvæmdarinnar á samgönguáætlun áranna 2008-2010 en framkvæmdir gætu í fyrsta lagi hafist árið 2009. Enn fremur sagði hann að við endurskoðun samgönguáætlunar á næstu árum yrði farið yfir það hvernig verkið yrði fjármagnað. Ráðherra dragi ekki lappirnar Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, benti á að síðasta ríkisstjórn hefði talið Sundabraut eitt af brýnustu samgönguverkefnunum, bæði til að koma í veg fyrir þunga umferð og slys. Mikilvægt væri að ráðherra setti kraft í málið og drægi ekki lappirnar því Reykjavíkurborg hefði markað sína stefnu. Þær Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, flokkssystur samgönguráðherra, sögðu Sundabraut eitt brýnasta verkefnið í samgöngumálum. Bentu þær á að málið hefði verið rætt og undirbúið í áratug og nú væri komið að því að taka af skarið um legu brautarinnar. Hvatti Steinunn Valdís ráðherra að taka þá einu vitrænu ákvörðun að velja gangaleið. Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslyndra, varaði hins vegar við því að stjórnmálamenn færu inn á þann uppboðsmarkað að telja þá einu lausn besta sem væri dýrust. Mjög dýr verkefnibitna á úrbótum um allt land. Árni Þór Sigurðsson sagðist vonsvikinn með svör ráðherra við spurningum hans. Benti hann á að Reykjavíkurborg hefði ákveðið legu brautarinnar fyrir löngu, að fara ystu leið, en aðeins ætti eftir að taka sérstaka ákvörðun um göngin. Þá gangrýndi hann þau orð ráðherra að hann gæti ekki svarað spurningu um legu brautarinnar þar sem ráðherra gæti þurft að úrskurða í málinu. Sú fullyrðingu þýddi í raun að ráðherra gæti ekki tjáð sig um nokkurn veg því hann gæti þurft að úrskurða um hann.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira