Fleiri fréttir

Sjálfstæðismenn ánægðir með Össur

Á félagsfundi í Sjálfstæðisfélagi Húsavíkur og nágrennis sem haldinn var í gær var mikilli ánægju lýst með heimsókn Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra til bæjarins og ummæli hans um fyrirhugað álver á Bakka við Húsavík. Fundurinn ályktaði eftirfarandi:

Björgunarsveitir kallaðar út að Laugarvatni

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út að Laugarvatni vegna bíla sem sitja fastir þar. Slæm færð er í uppsveitum Árnessýslu að sögn Bjarna Daníelssonar hjá björgunarsveitinni Ingunni. Hann varar fólk við því að vera á ferli að óþörfu. Ekki er vitað til að alvarleg slys hafi orðið í umferðinni það sem af er degi, þrátt fyrir mikla snjókomu og hálku á suð-vestanverðu landinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að umferðaróhöpp séu að minnsta kosti þriðjungi fleiri en á meðaldegi.

Í þriggja vikna varðhald vegna misheppnaðs ráns

Starfsmaður Sunnubúðar sem handtekinn var í gær fyrir að sviðsetja rán í búðinni ásamt félaga sínum var í dag úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald og síbrotagæslu að sögn lögreglu.

Þrautþjálfaðir slagsmálahundar áfram í gæsluvarðhaldi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer fram á það við dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur að gæsluvarðhald yfir fimm mönnum sem réðust á fíkniefnalögreglumenn í miðborginni á aðfararnótt föstudagsins síðasta. Mennirnir réðust að lögreglumönnunum sem voru við hefðbundið fíkniefnaeftirlit með þeim afleiðingum að fjórir þeirra slösuðust.

Um tuttugu sagt upp því Samherji hættir rækjuvinnslu á Akureyri

Rúmlega 20 manns verður sagt upp hjá Samherja í kjölfar þeirrar ákvörðunar fyrirtækisins að hætta rækjuvinnslu á Akureyri. Fram kemur í tilkynningu á heimasíðu félagsins að fundur hafi verið haldinn með starfsmönnunum og þeim tilkynnt um ákvörðunina.

Sögðu Sultartangavirkjun faglegan ruslahaug

Forsvarsmenn Rafiðnaðarsambandsins bentu á það árið 2000 að Sultartangavirkjun væri faglegur ruslahaugur. Á þetta benti Gunnar Svavarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Borgarbúar duglegir að flokka ruslið

Minna magn af óflokkuðu heimilissorpi mældist í tunnum borgarbúa árið 2007 heldur en 2006 að því er fram kemur í tilkynningu frá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar. „Þetta eru tíðindi því magnið hefur aukist ár frá ári þangað til núna," segir Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri Skrifstofu neyslu og úrgangs á Umhverfissviði.

Engin alvarleg slys

Ekki er vitað til að alvarleg slys hafi orðið í umferðinni það sem af er degi, þrátt fyrir mikla snjókomu á suð-vestanverðu landinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að umferðaróhöpp séu 21 talsins frá því klukkan sjö í morgun, sem er um þriðjungi meira en á meðaldegi. Lögreglan á Selfossi segir að færðin sé ákaflega slæm og vill beina þeim tilmælum til fólks að vera ekki á ferðinni að óþörfu.

Telur ráðherra hafa verið innan valdaheimilda sinna

Geir H. Haarde telur að bæði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Árni Mathiesen, settur dómsmálaráðherra, hafi verið vel innan sinna valdheimilda þegar þeir hafi veitt þremur einstaklingum embætti nýlega. Hann átelur orð Sigurðar Líndal lagaprófessors í Fréttablaðinu í dag um dómaraskipan Árna. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á alþingi í dag.

Stjórn Faxaflóahafna ósammála áliti Sundabrautarnefndar

Stjórn Faxaflóahafna sf. er ekki sammála því að nauðsynlegt sé að efna til útboðs vegna Sundabrautar eins og kemur fram í niðurstöðum starfshóps ríkisstjórnarinnar og Faxaflóahafna. Í dag var til umræðu hjá stjórninni ný skýrsla starfshópsins og var samþykkt einróma eftirfarandi ályktun vegna málsins:

Enn á gjörgæslu eftir vinnuslys

Starfsmaður í vöruhúsi Jóhanns Rönning við Klettagarða í Reykjavík slasaðist alvarlega þegar hann féll fjóra metra ofan á steingólf í húsi fyrirtæksins á sjöunda tímanum í gærkvöldi.

Álit mannréttindanefndar SÞ ber að taka alvarlega

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að taka beri álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna vegna fiskveiðistjórnunarkerfisins alvarlega. Í stjórnarsáttmálanum sé kveðið á um að kvótakerfið verði endurmetið og sú vinna þurfi að fara sem fyrst á stað.

Rán í Hlíðunum tengist ránum í 11-11

Ræningjarnir tveir sem skipulögðu rán í verslun í Hlíðunum í gær gengu beint í flasið á lögreglu sem var á staðnum þegar þeir réðust til atlögu. Ránið tengist tveimur öðrum ránum í verslunum 11-11.

Þing saman á ný eftir jólafrí

Alþingi kemur saman á ný í dag eftir mánaðarlangt jólafrí. Þingfundur hefst klukkan hálftvö og er fyrsta mál á dagskrá óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra.

Aukin svartsýni hjá fyrirtækjum landsins

Stjórnendur fyrirtækja á landinu eru mun svartsýnni en áður á aðstæður í efnahagslífinu samkvæmt könnun sem Capacent Gallup hefur gert og greint er frá á vef Samtaka atvinnulífsins

Kæra Ástþórs bjargar leiðinlegum janúar hjá Þórunni

„Ég sem hélt að janúar yrði langur og leiðinlegur en þessi kæra bjargar honum alveg," segir Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður. Ástþór Magnússon hefur kært Þórunni fyrir brot á hegningarlögunum í kjölfar fréttar hér á Vísi undir þeirri fyrirsögn að forsetaframboð hans síðast hefði verið nauðgun á lýðræðinu.

Háþróuð kannabisrækt á Akranesi

Lögreglan á Akranesi lagði í gær hald á 18 kannabisplöntur sem voru á lokastigi framleiðslu í húsi í bænum. Þar fundust einnig tæki og tólum til fíkniefnaneyslu.

Ástþór vill fá Þórunni dæmda til refsivistar

Ástþór Magnússon, fyrrverandi og mögulega verðandi forsetaframbjóðandi, hefur kært Þórunni Guðmundsdóttur hæstaréttarlögmann og fyrrverandi oddvita yfirkjörstjórnar í Reykjavík, fyrir ummæli sín á Vísi og í fréttum Stöðvar 2. Þórunn sagði þá að það væri misnotkun á lýðræðinu ef Ástþór byði sig á ný fram til embættis forseta Íslands. Ástþór vekur athygli á kærunni með heilsíðu auglýsingu í Fréttablaðinu í dag.

Snjókoma veldur vandræðum í Eyjum

Snjó kyngdi niður í Vestmannaeyjum í nótt, sem er fremur fátítt þar. Árrisulir eyjamenn lentu í vandræðum á bílum sínum og var björgunarsveit kölluð út til að aðstoða fólk á ferð.

Þungt haldinn eftir vinnulslys

Iðnaðarmaður slasaðist alvarlega þegar hann féll fjóra metra ofan á steingólf í húsi við Klettagarða í Reykjavík á sjöunda tímanum í gærkvöldi.

Segir dómaraskipan ólöglega

Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður segir skipan Þorsteins Davíðssonar í stöðu héraðsdómara hafa verið ranga, ómálefnalega og ólögmæta. Árni Mathiesen, settur dómsmálaráðherra í málinu, hafi ekki haft vald til að taka stjórnvaldsákvörðun sem byggð sé á ómálefnalegum sjónarmiðum. Verulegar líkur séu á því að dómstólar ógildi ráðninguna ef málið verði borið undir þá.

Varar við falli krónu og harðri lendingu

Sérfræðingur hjá fjármálafyrirtækinu Merrill Lynch & Co. telur að fjárfestar kunni að selja íslenskar krónur og að hætta sé á harðri lendingu í hagkerfinu.

Vilja halda öryrkjablokkum í Hátúni

„Næsta ómögulegt er að vinna að endurhæfingu fólks sem býr í íbúðum Öryrkjabandalags Íslands í Hátúni 10,“ segir Svavar Knútur Kristinsson, frístunda- og félagsauðsráðgjafi hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, en hann er einn þriggja skýrsluhöfunda sem unnu álitsgerð um aðstæður þeirra 300 manns sem búa í húsnæði Öryrkjabandalagsins að Hátúni 10 og skilað var 2007.

Mynd af 25 milljón króna bílnum sem skemmdist um helgina

Myndin hér til hliðar gengur nú ljósum logum manna á milli en hún sýnir Porsche af gerðinni 911 GT3RS. Hann skemmdist illa þegar hann fór út af Grindavíkurvegi um helgina. Kunnugir segja Vísi að bíllinn, sem aðeins hafði verið ekinn um 300 kílómetra og er nú gjörskemmdur, hafi verið verðmetinn á um 25 milljónir króna.

Ekki hlutverk lífeyrissjóða að vera í viðskiptapólitík

Það er ekki hlutverk lífeyrissjóða að vera í viðskiptapólitík, segir Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs Group. Hann setur spurningarmerki við fjárfestingastefnu Lífeyrissjóðs verslunarmanna, sem hann segir hafa fjárfest vel í samkeppnisfyrirtækjum Baugs

Maðurinn á bakvið dómarann

Þorstein Davíðsson kannast líklega flestir við eftir umræðu síðustu vikna um skipan hans í embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands. Persónuna á bakvið umræðuna þekkja líklega mun færri, því Þorsteinn er ekki einn þeirra sem tranar sér fram eða hefur áhuga á að láta bera á sér. Hann er fluggáfaður og þykir með skemmtilegri mönnum, hefur dálæti á breskum húmor og elskar ermahnappa.

Segir málið klúðurslegt

Formaður Húsafriðunarnefndar segir mál húsanna að Laugavegi 4 og 6,sem í dag fengu skyndifriðun, vera klúðurslegt. Hefði Reykjavíkurborg gripið fyrr í taumana hefði það farið á allt annan veg.

Miklar umferðartafir vegna slyss á Reykjanesbraut

Umferðartafir eru á Reykjanesbrautinni eftir að slys varð milli afleggjaranna til Voga og Grindavíkur á sjötta tímanum í dag. Lögreglan verst allra fregna af málinu að svo stöddu.

Afstýrðu miklu tjóni í fiskeldi í Grindavík

Björgunarsveitin Þorbjörn afstýrði tugmilljóna tjóni í dag þegar meðlimir hennar börðust í gegnum ófærð með súrefnisbirgðir fyrir fiskeldið Íslandsbleikju utan við Grindavík.

Sjá næstu 50 fréttir