Innlent

Varað við hálku og þungri færð á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan varar við mikilli hálku á öllu höfuðborgarsvæðinu. Að hennar sögn hefur fólk lent í vandræðum í færðinni. Bílar hafa verið að renna hver utan í annan í hálkunni. Lögregla segir að færðin sé að þyngjast og biður fólk að hafa varann á nú þegar það streymir heim úr vinnunni.

Þá er veður versnandi veðri á Hellisheiði og í Þrengslum. Vegagerðin segir að búast megi við hríðarbyl og kófi fram undir kvöldmat. Vegagerðarmenn vinna að mosktri á heiðinni en færðin er engu að síður þung. Engin óhöpp hafa verið tilkynnt til lögreglunnar á Selfossi en hún segir að fólk eigi ekki að vera að ferðast að óþörfu.

Búið er að aflýsa flugi til Vestmannaeyja í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×