Innlent

Miklar tafir á ferðum Strætós

MYND/GVA

Mjög miklar tafir hafa orðið á ferðum Strætós í dag, ekki síst vegna færðarinnar í borginni.

Snjó hefur kyngt niður í allan dag og varar lögregla fólk við bæði hálku og þungri færð í borginni. Hjá Strætó fengust þær upplýsingar að miklar seinkanir væru á vögnum félagsins. „Það verða oft seinkanir í eftirmiðdaginn í umferðinni og í dag leggst færðin ofan á það," sagði starfsmaður í upplýsingasíma Strætós. Honum var þó ekki kunnugt um að ferðir hefðu fallið niður vegna færðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×