Fleiri fréttir

Leit hætt, Þjóðverjarnir taldir látnir

Leitin að Þjóðverjunum Matthiasi Hinz og Thomasi Grundt hefur staðið yfir undanfarna viku og hafa sjálfboðaliðar lagt sig í mikla hættu á Öræfajökli. Aðstæður til leitar hafa verið með þeim erfiðustu sem björgunarmenn hafa kynnst hér á landi sagði þyrluflugstjórinn Benóný Ásgrímsson.

Tveimur stúlkum bjargað úr eldsvoða með snarræði reykkafara

Tveimur heimilismönnum á meðferðarheimilinu á Stuðlum í Reykjavík var bjargað með snarræði reykkafara slökkviliðsins í dag. Slökkviliðsstjórinn í Reykjavík telur að brunakerfi hafi bjargað fólkinu. Ekki er útilokað að um íkveikju hafi verið að ræða. Stuðlar eru meðferðarheimili fyrir unglinga.

Ólympía úr hættu

Rústir forna helgistaðarins Ólympíu á Grikklandi eru úr hættu. Svo virðist sem svæðinu þar sem fyrstu Ólypíuleikarnir voru haldnir hafi verið þyrmt í skógareldum sem brenna nú víða í Grikklandi. Logar munu aðeins hafa sleikt jaðar svæðisins þar sem þekkt menningarsöguleg verðmæti er að finna. Slökkviliðsmenn segja Ólypíu úr hættu.

Þrír á sjúkrahús vegna umferðarslyss í Hvalfjarðargöngum

Þrír slösuðust þegar bílar rákust saman í Hvalfjarðargöngunum á fjórða tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var fólkið flutt á sjúkrahúsið á Akranesi. Meiðsl þeirra eru ekki talin alvarleg. Loka þurfti Hvalfjarðargöngunum vegna slyssins. Þau hafa verið opnuð aftur.

Konan sem leitað var að við Kverkfjöll er fundin

Konan sem leitað var að í Kverkfjöllum er fundin. Hún kom að Sigurðarskála um fjögurleytið í dag. Hátt í þrjátíu björgunarsveitarmenn leituðu að 25 ára gamalli ísraelskri konu sem var saknað í rúman sólarhring..

Eldur á Stuðlum

Nú er að mestu búið að slökkva eldinn sem kviknaði á meðferðarheimilinu Stuðlum í Grafarvogi á þriðja tímanum. Samkvæmt heimildum Vísis voru þrír fluttir á slysadeild með reykeitrun, einn starfsmaður og tveir unglingar. Ekki er vitað um eldsupptök.

Aron Pálmi segir ólýsanlegt að vera kominn til landsins

Aron Pálmi Ágústsson sem setið hefur í fangelsi í Texas fylki í Bandaríkjunum í 10 ár kom til landsins í morgun ásamt móðurfjölskyldu sinni. Hann segir ólýsanlegt að vera loksins kominn til landsins í fyrsta sinn í rúman áratug og þungu fargi sé af sér létt.

Fluttir á slysadeild eftir líkamsárásir

Karlmaður um fimmtugt var fluttur á sjúkrahús eftir að hann varð fyrir árás í Sandgerði í nótt. Hann slasaðist töluvert en er á batavegi að sögn lögreglu. Árásarmaðurinn var handtekinn og bíður yfirheyrslu. Þá var ráðist á tuttugu og fimm ára gamlan mann í Hafnargötu í Keflavík í nótt og tvær tennur slegnar úr honum. Árásarmaðurinn var handtekinn á staðnum og verður yfirheyrður í dag.

Þýsku ferðamennirnir taldir af

Þýsku ferðamennirnir sem leitað hefur verið að síðastliðna viku eru taldir af. Slysavarnarfélagið Landsbjörg boðaði til blaðamannafundar í morgun. Þar var greint frá atburðarrás leitarinnar. Hún hefur engan árangur borið og er formlegri leit hætt.

Allt tiltækt slökkvilið kallað að Lynghálsi 11 í nótt

Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað að Lynghálsi 11 á þriðja tímanum í nótt. Mikill eldur logaði þar á vélaverkstæði. Talsverð olía er geymd á staðnum. Að sögn slökkviliðsins voru 6 reykkafarar sendir inn í bygginguna til að kanna aðstæður.

Fangageymslur fylltust í nótt

Fangageymslur fylltust á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Meðal þess sem bókað er í dagbók lögreglunnar er að dyravörður á Gauki á Stöng var laminn með glasi í andltið. Hópslagsmál brutust út á Sportbarnum í Hafnarfirði og maður varð fyrir árás í Hlégarði í Mosfellsbæ.

Ráðist að lögreglu á Stuðmannadansleik

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi vegna óláta á Stuðmannadansleik. Þegar lögreglan kom á staðinn voru dyraverðir búnir að yfirbuga þrjá. Hópur fólks veittist að lögreglu þegar hún kom á staðinn.

Aron Pálmi kominn til landsins

Aron Pálmi Ágústsson sem setið hefur í fangelsi í Texas fyllki í Bandaríkjunum í 10 ár, eða frá því hann var 13 ára, kom til landsins klukkan hálf sjö í morgun ásamt þremur móðursystrum sínum og fjölskyldum þeirra.

Hæstaréttardómarar vilja ekki taka afstöðu

Hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Jón Steinar Gunnlaugsson telja það ekki í verkahring Hæstaréttar að raða umsækjendum í hæfnisröð. Skipað verður í embætti hæstaréttardómara frá og með 1. september næstkomandi. Hæstiréttur hefur skilað umsögn um umsækjendur.

Glæsileg aðstaða í notkun að Hlíðarenda með vígslu Vodafone-vallarins

Valsmenn gengu fylktu liði úr Hlíðahverfinu yfir á óðal sitt að Hlíðarenda í dag til að fagna nýjum og einkar glæsilegum mannvirkjum sem þar voru vígð. Mikið fjör var í höfuðstöðvum Vals enda hafa margir lagt mikið á sig til að gera aðstöðuna eins glæsilega og raun ber vitni. Nýju mannvirkin eru býsna ólík gömlu útihúsunum að Hlíðarenda.

Bati á mörkuðum og krónan að styrkjast á ný

Fjármálaskýrendur segja að batinn á mörkuðunum í Bandaríkjunum gær gefi fyrirheit um að það versta sé yfirstaðið. Þó sé of snemmt að fagna. Sala á íbúðarhúsnæði í Bandaríkjunum hefur aukist á ný samkvæmt nýjustu tölum sem hefur slegið talsvert á áhyggjur af húsnæðiskreppunni þar í landi.

Hefur reist gaddavírsgirðingu til að loka af drukkna nátthrafna í miðborginni

Oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn segir að miðborgin sé ekki einungis fyrir menn í stroknum skyrtum og pússuðum skóm en borgarfulltrúar Samfylkingarinnar stóðu vaktina með lögreglunni í miðborginni í nótt. Íbúi í miðborginni hefur reist girðingu til að verjast ágangi drukkinna nátthrafna.

Landlæknir hyggst funda með Lyfjastofnun og Lyfjanefnd

Landlæknir hyggst funda með Lyfjastofnun ríkisins og lyfjanefnd um hvort taka eigi svefnlyfið Flunitrazepam af lyfjaskrá. Talið er að lyfið hafi ítrekað verið byrlað fólki og því síðan nauðgað. Verulega hefur dregið úr framvísunum lyfsins en landlæknir segir fulla ástæðu til að taka málið alvarlega.

Verið að yfirheyra flugdólginn

Verið er að yfirheyra manninn sem var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í morgun, eftir að flugmenn Lufthansa lentu flugvél félagsins þar vegna óláta í manninum.

Þúsund manns teknir fyrir hraðakstur á Hvolsvelli í sumar

Lögreglan á Hvolsvelli tók 43 ökumenn fyrir of hraðann akstur í sérstöku umferðarátaki í gær. Sá sem hraðast fór ók á tæplega 140 kílómetra hraða á klukkustund. Frá 1. júní síðastliðinn hafa 1050 verið teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Hvolsvallarlögreglunnar, eða að meðaltali um 13 á dag.

Enn leitað að Þjóðverjunum

Leit að þýsku ferðamönnunum hefur enn ekki borið árangur, en hún heldur áfram í dag. Að sögn Ólafar Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörgu, verður leitað í grennd við svæðið þar sem tjöld mannanna fundust, á Öræfajökli og Svínafellsjökli.

Íbúar við Keilugranda ósáttir við fyrirhugaða byggingu háhýsis

Á fimmta hundrað íbúa í nágrenni við Keilugranda hafa mótmælt fyrirhugaðri byggingu níu hæða húss við Keilugranda eitt. Talsmaður íbúanna segir að háhýsið muni skyggja á aðrar byggingar í kring og umferð á svæðinu stóraukist. Fjöldi íbúða sé langt umfram það sem lagt hafi verið upp með í fyrstu.

Rafmagn fór af í Reykjavík

Rafmagnslaust varð í Vogum, Heimum og hluta af Kleppsholti um klukkan hálf níu í morgun vegna háspennubilunar. Rafmagn er nú komið á að nýju en ástandið varði í 45 mínútur. Grafið var í háspennustreng á framkvæmdasvæði í Holtagörðum.

Flugdólgur tekinn í Keflavík

Flugvél frá þýska flugfélaginu Lufthansa lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan hálf níu í morgun vegna óláta í farþega um borð. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum var maðurinn mjög ölvaður. Hann hafði meðal annars slegið til annarra farþega og áreitt flugfreyjur.

Vestmannaeyjabær kynnir mótvægisaðgerðir

Velta Vestmannaeyjabæjar minnkar um ellefu milljarða króna á næstu þremur árum vegna skerðingar á aflaheimildum. Bæjarstjórnin kynnti í dag tillögur um að gjörbreyta fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunar.

Algert umferðaröngþveiti í Kópavogi

Algjört umferðaröngþveiti ríkir á tímum í Kópavogi vegna lokunar hluta Nýbýlavegar á meðan framkvæmdir standa þar yfir. Margir villast og dæmi eru um að menn sitji fastir í umferðarhnútum í allt að klukkustund.

Lágmarkslaun hækki um að minnsta kosti 30%

Forysta Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði telur að lágmarkslaun verði að minnsta kosti að hækka um 30% í næstu kjarasamningum. Erlendum félagsmönnum hefur fjölgað mikið í Hlíf á undanförnum árum og eru þeir nú um þriðjungur félagsmanna.

Þorskurinn er hjarðdýr

Þorskurinn er hjarðdýr samkvæmt rannsóknum sem gerðar voru í Arnarfirði. Þetta gefur mönnum vonir um að í framtíðinni verði hægt ala þar upp sjálfbæra hjörð þorsks og rækju.

Leit enn engan árangur borið

Leitin að þýsku ferðamönnunum sem staðið hefur yfir á Svínafellsjökli hefur enn ekki borið árangur. Björgunarsveitarmenn fundu í dag slóð sem lá þvert yfir jökulinn, upp að Hrútsfjallstindum, og fylgdu þeir honum eftir þar til hann hvarf.

Hefði máske átt að fara fyrir Alþingi

Samkomulag ríkisins við Landsvirkjun um nýtingu ríkisjarðar við neðri Þjórsá hefði mögulega átt að fara fyrir Alþingi segir fjármálaráðherra. Það hafi hins vegar ekki verið tímabært þegar samkomulagið var gert þremur dögum fyrir kosningar.

Heimilin neydd til að taka dýr yfirdráttarlán

Hærri afborganir af húsnæðislánum og almennar verðhækkanir hafa neytt heimilin til að taka dýr yfirdráttarlán. Ríkissjóður og bankarnir hafa tekið til sín mest af góðæri undanfarinna ára, að mati lektors í hagfræði.

Kanna slóð upp að Hrútsfjallstindum

Björgunarsveitarmenn kanna nú hvort slóð, sem þeir fundu á Svínafellsjökli og liggur upp að Hrútsfjallstindum, sé eftir Þjóðverjana tvo sem leitað hefur verið að við Vatnajökul undanfarna daga. Hrútsfjallstindar eru norður af Svínafellsjökli. Að sögn Víðis Reynissonar, fulltrúa Ríkislögreglustjóra á svæðinu, er erfitt að greina hversu gömul slóðin er en ákveðið hafi verið að fylgja henni.

Forsetinn tók Lexus fram yfir Benz

Þeir sem hafa áhuga á kolsvörtum Mercedes Benz S500 L, með statífum fyrir flaggstangir á stuðaranum, geta skellt sér í bílaumboðið Öskju og ekið á honum heim í dag. Bíllinn var fluttur inn með það í huga að selja hann forsetaembættinu en af því varð ekki því forsetinn festi kaup á Lexus LS600 H tvinnbíl á dögunum, fyrstur evrópskra þjóðhöfðingja.

Vilja afnema byggðakvóta og veiðigjald

Efling á stoðkerfi sjávarútvegsins, auknar rannsóknir á þorski, afnám byggðakvóta og veiðigjalds og hraðari uppbygging á samgöngum til Vestmannaeyja eru meðal mótvægisaðgerða sem Vestmannaeyjabær leggur til, til að bregðast við niðurskurði á þorskkvóta.

Platar sig inn á gamalt fólk og stelur frá því

Lögreglan á Suðurnesjum leitar ungrar konu sem hefur platað sig inn á eldra fólk í Reykjanesbæ og stolið frá því fjármunum. Að sögn Skúla Jónssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Suðurnesjum, er vitað um tvö tilvik til þessa, í gærkvöld og í morgun.

Rak út á mitt Skorradalsvatn í fiskikari

Ellefu ára strákur þykir hafa sloppið vel eftir að fiskikar sem hann var að leika sér að rak út á mitt Skorradalsvatn eftir hádegið í dag. Strákurinn var þar að leik ásamt fleiri krökkum og hafði hann rekið út mitt vatn áður en forráðamenn hans og lögregla náðu til hans í karinu, en þau höfðu tekið árabát í nágrenninu og róið á eftir dengsa.

Þrennt flutt á slysadeild eftir árekstur í Njarðvík

Þrennt var flutt á slysadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eftir árekstur á Njarðarbraut í Njarðvík í morgun. Að sögn lögreglu varð óhappið við hringtorg á götunni þar ók einn bíll aftan á annan og sá þriðji þar aftan á.

Bráðnandi jöklar gætu leyst hættulegar örveirur úr læðingi

Í Ekstra Bladet í dag er umfjöllun um þær hugsanlegu afleiðingar bráðnandi og hopandi jökla að slíkt muni leysa úr læðingi hættulegar örveirur og bakteríur eins og Spænsku veikina eða Svarta dauða. Sigurður B. Þorsteinsson yfirlæknir og formaður Sóttvarnaráðs segir að vissulega sé þessi fræðilegi möguleiki til staðar en benda verði á að engin dæmi séu um að þetta hafi raunverulega gerst.

Sjá næstu 50 fréttir