Innlent

Hæstaréttardómarar vilja ekki taka afstöðu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hæstiréttur fjallar um hæfni umsækjenda samkvæmt lögum.
Hæstiréttur fjallar um hæfni umsækjenda samkvæmt lögum. Mynd/ GVA

Hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Jón Steinar Gunnlaugsson telja það ekki í verkahring Hæstaréttar að raða umsækjendum í hæfnisröð. Skipað verður í embætti hæstaréttardómara frá og með 1. september næstkomandi.

Hæstiréttur hefur skilað umsögn um hæfni umsækjenda, eins og lög gera ráð fyrir. Jón Steinar og Ólafur Börkur skiluðu séráliti. Þeir telja alla þá sem sóttu um hæfa til að gegna stöðunni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu.

Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður segist sammála áliti minnihlutans. Hann segir að gert sé ráð fyrir því í lögum að Hæstiréttur meti hvaða umsækjendur séu hæfir. Það sé hins vegar ekki gert ráð fyrir því að þeim sé raðað í röð eftir því hver sé hæfastur. Hann bendir á Hæstiréttur þurfi að vera skipaður fjölbreyttum hópi einstaklinga. Það þurfi huglægt mat til að meta kosti þeirra. Ekki gangi að nota hlutlæg viðmið til að meta umsækjendurna.

Morgunblaðið segir að meirihluti Hæstaréttar telji þá Viðar Má Matthíasson, Þorgeir Örlygsson og Pál Hreinsson vera hæfasta umsækjenda til að gegna stöðu hæstaréttadómara. Auk þeirra þriggja sótti Sigríður Ingvarsdóttir, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, um stöðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×