Innlent

Ráðist að lögreglu á Stuðmannadansleik

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan handtók sjö manns á Stuðmannadansleik í nótt. Myndin er tekin á Kaupþingstónleikunum sem haldnir voru fyrr í mánuðinum.
Lögreglan handtók sjö manns á Stuðmannadansleik í nótt. Myndin er tekin á Kaupþingstónleikunum sem haldnir voru fyrr í mánuðinum. Mynd/ Visir.is

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi vegna óláta á Stuðmannadansleik. Þegar lögreglan kom á staðinn voru dyraverðir búnir að yfirbuga þrjá. Hópur fólks veittist að lögreglu þegar hún kom á staðinn. Einn gerði sig líklegan til að henda grjóti í lögreglu. Þegar lögregluþjónn reyndi að stöðva manninn sló hann grjótinu í lögregluþjóninn. Sjö voru handteknir á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×