Fleiri fréttir Tók fyrstu skóflustungu að vatnsverksmiðju við Þorlákshöfn Fyrsta skóflustungan að nýrri vatnsverksmiðju við Þorlákshöfn var tekin nú rétt fyrir hádegið. Það var Jón Ólafsson, stjórnarformaður Icelandic Water Holdings, sem tók skóflustunguna. 24.8.2007 12:20 Söluandvirði kókaíns allt að 70 milljónir króna Tveir Íslendingar, kona og karlmaður, sitja í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn eftir að hafa verið tekin þar með tæp tvö kíló af kókaíni. Söluandvirði þess hér á landi hefði getað numið allt að 70 milljónum króna. 24.8.2007 12:15 Urðu að hætta við Hvannadalshnjúk vegna veðurs Björgunarsveitarmenn urðu að hætta við að klífa Hvannadalshnjúk í nótt vegna veðurs en nú viðrar vel á svæðinu þar sem leitað er að tveimur týndum ferðamönnum í grennd við Svínafellsjökul. 24.8.2007 12:00 422 eiga von á sekt fyrir hraðakstur á Hringbraut 422 ökumenn eiga nú sekt yfir höfði sér fyrir að virða ekki 60 km leyfilegan hámarkshraða á Hringbraut í Reykjavík í gær og fyrradag. Lögregla segir að umrædd vöktun hafi hafist klukkan 15.15 á miðvikudag og lauk henni klukkan 9.50 á fimmtudag. Þessir 422 ökumenn voru því staðnir að verki á um það bil 19 klukkustunda tímabili. 24.8.2007 11:55 Húsin standa auð Svokölluð Búmannshús á Klaustri standa auð þar sem þau þykja of dýr. Húsin voru byggð fyrir eldri borgara á sínum tíma en eru nú til sölu. Búið var í húsunum í vetur en síðan þá hafa þau staðið auð. Algengt verð fyrir svipað húsnæði á Klaustri eru 4 til 5 milljónir en þessi hús eru meira en tvöfalt dýrari. 24.8.2007 11:47 Íslendingar taka þátt þegar byssurnar þagna „ Íslendingar munu ekki skorast undan ábyrgð við friðargæslu í Darfúr" sagði Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, í samtali við Vísi. Ástandið í Súdan var til umræðu á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í síðustu viku. 24.8.2007 11:43 Iceland Express hunsar talsmann neytenda Flugfélagið Iceland Express hefur neitað að verða við tilmælum talsmanns neytenda um að neytendur velji sjálfir sérstaklega hvort þeir vilji greiða forfallagjald þegar þeir kaupa flugmiða á Netinu. Talsmaður neytenda segir að aukagjöld samkvæmt forvali feli í sér neikvæða samningsgerð, sem hann segir óheimila. 24.8.2007 11:43 Enginn nýr hvalveiðikvóti eftir 31. ágúst Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir í viðtali við hina alþjóðlegu fréttastofu Reuters í dag, að ekki verði gefinn út neinn nýr kvóti til hvalveiða fyrr en markaðseftirspurn aukist og Ísland fái innflutningsleyfi í Japan. Núgildandi kvótatímabili lýkur hinn 31. þessa mánaðar. Einar segir í viðtalinu við Reuters að það sé ekkert vit í að gefa út nýjan kvóta ef markaðurinn sé ekki nógu sterkur. 24.8.2007 11:32 Góðkunningjar teknir á stolnum bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöldi hendur í hári tveggja góðkunningja sem voru á stolnum bíl. Mennirnir voru handteknir í Súðarvogi en fyrr um daginn hafði borsit tilkynning þess efnis að aðilar á sama bíl hefðu í frammi ósæmilega hegðun. 24.8.2007 11:30 Sauðfjárréttir að hefjast Fyrstu sauðfjárréttir haustsins verða á morgun þegar Mývetningar rétta í Auðkúlurétt en flestar réttir verða aðra og þriðju helgi í september. Alls verður réttað á hátt í 40 stöðum en sumstaðar er harla fátt fé og á nokkrum stöðum ekkert, þar sem allt fé hefur verið skorið vegna riðuveiki. 24.8.2007 11:21 Unnið að því að senda rannsóknarskip til Austur-Grænlands "Við erum að skoða þetta mál mjög alvarlega og vinna þá undirbúningsvinnu sem þarf," segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið í fréttum hér hefur LÍÚ hvatt til þess að hafrannsóknarskip verði sent hið fyrsta til Austur-Grænlands til að kanna mikið magn af þorski sem þar hefur fundist. 24.8.2007 11:16 Helguðu sér land að fornum sið Hópur nemenda og starfsmanna Háskólans í Reykjavíkur helgaði sér í morgun land að fornum sið á þeim stað þar sem skólinn hefur fengið úthlutað lóð við rætur Öskjuhlíðar. Um leið var tekin fyrsta skóflustungan að nýbyggingu háskólans. 24.8.2007 10:54 Ók börnunum í leikskóla undir áhrifum fíkniefna Þrír karlar á þrítugsaldri voru teknir fyrir aka undir áhrifum fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu í gær. Eftir því sem lögregla segir í tilkynningu var sá fyrsti var stöðvaður í Kópavogi í gærmorgun en viðkomandi átti mjög erfitt með að halda bíl sínum á veginum. 24.8.2007 10:25 Kennslu- og prófdagar færri en reglugerð gerir ráð fyrir Kennslu- og prófdagar í framhaldsskólum reyndust vera færri en 175 í 13 skólum á síðasta kennsluári samkvæmt tölum sem Hagstofan birtir í dag. Það stangast á við reglugerð um starfstíma framhaldsskóla sem segir að kennslu- og prófdagar skuli ekki vera færri 175. Tófl skólar uppfylltu ekki þessi ákvæði skólaárið 2005-2006. 24.8.2007 09:51 Taka lán fyrir menningarhúsinu Bæjarráð Akureyrar samþykkti í dag að taka eitt hæsta lán sem bærinn hefur tekið. Lánið, sem er upp á liðlega sjöhundruð milljónir króna, fer að mestu í að byggja menningarhús. 23.8.2007 22:03 Fornleifaskóli fyrir börn í Þingeyjarsveit Fornleifaskóli barna hefur tekið til starfa í Þingeyjarsveit. Mikil vakning er um fornleifar og uppgröft í héraði að sögn heimamanna. 23.8.2007 22:02 Maraþonið gaf 41 milljón Alls nutu um 130 líknar- og góðgerðarfélög góðs af sprikli landsmanna í dag, þegar Glitnir greiddi út áheitin í Reykjavíkurmaraþoninu 2007, alls 41,3 milljónir króna, við hátíðlega athöfn í Háskólabíói í dag. 23.8.2007 19:57 Dæmdir á Vog Hægt verður að skylda dæmda menn í meðferð á Vogi gerist þess þörf. Meðferðin kæmi í stað skilorðsbundinnar refsingar. Vilji menn ekki una þessu, verða þeir að afplána í fangelsi. 23.8.2007 18:55 Reykingabannið veldur meiri drykkjulátum í miðborginni Formaður sambands ungra sjálfstæðismanna telur að reykingabannið hafi neikvæð áhrif á mannlíf í miðborginni. Fólk dvelji lengur heima hjá sér um helgar við drykkju þar sem það getur reykt í friði. Hann segir að lögin banni nú mönnum að reykja og drekka samtímis á almannafæri. 23.8.2007 18:45 Hver einasti Íslendingur skuldar 250 þúsund í yfirdrátt Hver einasti Íslendingur skuldar um tvöhundruð og fimmtíu þúsund krónur í yfirdrátt í bönkum og borgar fimmtíu þúsund krónur á ári í vexti. Heildaryfirdráttur landsmanna hefur aldrei verið hærri. Yfirdráttarlán landsmanna nema nú 75,6 milljörðum króna. 23.8.2007 18:45 Heimsóknum vegna ofbeldisverka fækkar á bráða- og slysadeild Heimsóknir á slysadeild vegna ofbeldisverka hafa dregist saman segir yfirlæknir á Slysa- og bráðadeild. Hann segir að hugafarsbreyting hafi orðið hjá almenningi í framhaldi af mikilli umræðu í fréttum Stöðvar 2 um neikvæð áhrif ofbeldis. 23.8.2007 18:45 Fyrsta skóflustungan tekin á morgun Fyrsta skóflustungan að nýrri háskólabyggingu Háskólans í Reykjavík í Öskjuhlíðinni verður tekin á morgun. Húsið verður fullklárað um 35 þúsund fermetrar að stærð og því ein stærsta bygging höfuðborgarsvæðisins. 23.8.2007 18:29 Níutíu björgunarsveitamenn leita Þjóðverjanna Um níutíu björgunarsveitarmenn taka nú þátt í leitinni að Þjóðverjunum tveimur sem saknað hefur verið undanfarna daga. Leit verður haldið áfram til myrkurs að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, en leitað er við erfiðar aðstæður nærri Svínafellsjökli en þar fundust tjöld mannanna um hádegisbil. 23.8.2007 16:42 Útvarpsstjóri ekur á tvöfalt dýrari bíl en ráðherra Glæsibifreiðin sem Páll Magnússon útvarpsstjóri ekur er meira en tvöfalt dýrari en bifreiðin sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur til umráða. Útvarpsstjóri ekur um á Audi Q7 en ráðherra á Audi A6 frá árinu 2004. 23.8.2007 16:38 Lögga borgar 200 þúsund króna sekt Dómsátt hefur verið gerð í máli varðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem ákærður var fyrir að hafa misnotað stöðu sína og látið aka sér í forgangsakstri út á Keflavíkurflugvöll. Maðurinn þarf að greiða 200 þúsund krónur í sekt fyrir athæfið. 23.8.2007 16:25 Lögreglan varar við skartgripaþjófum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar starfsmenn skartgripaverslana við óprúttnum aðilum sem hafa þegar stolið skartgripum úr einni verslun í Reykjavík og gert tilraun til þjófnaðar í annarri verslun í borginni. Lögregla segir að um sé að ræða karl og konu af austur-evrópskum uppruna „en þau eru bæði dökk yfirlitum,“ eins og segir í tilkynningu. 23.8.2007 16:05 Vilja sjá kælisbréf borgarstjóra Samfylkingin krefst þess að borgarstjóri leggi fram bréf sem hann skrifaði til ÁTVR á dögunum þar sem hann mæltist til að bjórkælir búðarinnar yrði tekinn úr sambandi. Flokkurinn kallar einnig eftir upplýsingum um hvort borgarstjóri hafi staðið í fleiri bréfaskiptum við dagvöruverslanir í miðborginni. 23.8.2007 15:58 Fengu rabarbara- og njólavendi við heimkomuna „Ég man það eftir leikinn að við öfunduðum mjög Keflvíkingana sem voru að fara í Evrópukeppnina beint og þurftu ekki að fara heim. Við vorum alla vega sex sem framlengdum dvölina til þess að lenda ekki í ljósmyndurunum heima. En Akureyringarnir, þeir fóru beint heim. Það var tekið á móti þeim á Akureyrarflugvelli með búketta, rabarbara og njóla," segir Jóhannes Atlason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, sem tók þátt í sögulegum leik Íslendinga og Dana á Idrætsparken fyrir sléttum 40 árum. 23.8.2007 15:44 Dæmd fyrir innflutning á 1 kg af kóki Tveir Hollendingar voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir innflutning á rúmu kílógrammi af kókaíni. Henry De Weever var dæmdur í 16 mánaða fangelsi en .Appolonia Safira Djasmin í 14 mánuði. 23.8.2007 15:35 Íslendingur handtekinn í Namibíu fyrir drykkjulæti Íslenskur maður var handtekinn fyrir drykkjulæti í Namibíu á þriðjudaginn var. Maðurinn mun vera atvinnulaus og án landvistarleyfis og verður honum að öllum líkindum vísað úr landi. 23.8.2007 15:28 Samkeppniseftirlitið sektar Sund Samkeppniseftirlitið hefur sektað félagið Sund um eina milljón króna vegna þess að fyrirtækið svaraði ekki ítrekaðri beiðni stofnunarinnar um gögn. Eftirlitið sendi Sundum bréf þann 15. maí þar sem óskað var eftir gögnum í tengslum við viðskipti með hlutabréf í Glitni sem mikið hafði verið fjallað um í fjölmiðlum. 23.8.2007 15:22 Ríkissjóður gaf Seðlabanka sínum 44 milljarða króna Í nýju vefriti fjármálaráðuneytisins er að finna tölur um afkomu ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins og samanburð við síðasta ár. Þar er að finna sláandi mun á hreinum lánsfjárjöfnuði sem helgast að stórum hluta af því að ríkissjóður gaf Seðlabankanum 44 milljarða króna til að styrkja gjaldeyrisforða sinn. 23.8.2007 15:17 Fleiri konur vildu reyna aftur Næstum helmingi fleiri konur en karlar óska þess að þær hefðu fundið sér annan lífsförunaut, samkvæmt nýrri könnun sem birt hefur verið í Bretlandi. Og það er ekki það eina sem þær iðrast. Konurnar virðast óánægðari en karlmennirnir með næstum alla stóru áfangana í lífi sínu. 23.8.2007 14:45 Segir stöðu Vegagerðarinnar jákvæða um 630 milljónir Staða Vegagerðarinnar gagnvart ríkisstjóði er jákvæð um 630 milljónir króna. Þetta segir Vegagerðin í tilkynningu sem send er vegna umræðu um Grímseyjarferjumálið og ásakana þess efnis að Vegagerðin hafi farið fram úr fjárheimildum sínum. 23.8.2007 14:40 Óttast að skólabílar hrúgist inn í íbúðahverfi Nágrannar skóla hafa nokkrar áhyggjur af þeim þönkum borgaryfirvalda að setja upp stöðumæla á bílastæðum skólanna. Þeir sjá framá að við það muni bílar nemenda hrúgast inn í nærrliggjandi íbúðahverfi. Mörg dæmi eru um að það hafi gerst þegar bílastæðum skóla hefur verið lokað tímabundið vegna einhverra framkvæmda. 23.8.2007 14:08 Ónýttar fjárlagaheimildir nema hátt í 20 milljörðum Nú er lokið fundi fjárlaganefndar um Grímseyjarferjuna og viðtölum við fulltrúa fjármálaráðuneytisins. Gunnar Svavarsson formaður nefndarinnar segir að m.a. hafi verið rætt um ónýttar fjárlagaheimildir sem fluttar eru á milli ára og nema nú hátt í 20 milljörðum króna. Raunar er talan mun hærri ef lífeyrisskuldbindingar eru teknar með eða um 28 milljarðar króna. 23.8.2007 14:04 Sérveitarmaður og sporhundur taka þátt í leitinni Sérsveitarmaður frá lögreglunni og sérþjálfað björgunarsveitarfólk ásamt sporhundi frá höfuðborgarsvæðinu er á leið til Vatnajökuls til þess að taka þátt í leitinni að Þjóðverjunum tveimur sem saknað hefur verið undanfarna daga. 23.8.2007 13:56 Borgin vill annað "Byrgi" Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að borgaryfirvöld vilji að komið sé á fót öðru "Byrgi" í nágrenni borgarinnar. Nú standi yfir viðræður við félagsmálaráðuneytið um að það fé sem rann til Byrgisins á sínum tíma verði áfram nýtt undir svipaða starfsemi. Borgin er einnig að leita að öðru húsnæði fyrir útigangsmenn til viðbótar við þau sem fyrir eru. 23.8.2007 13:18 Vinna að útbreiðslu og lögleiðingu pókers Nýstofnað Pókersamband Íslands opnaði formlega í dag heimasíðu sína en sambandið vinnur að útbreiðslu pókers og lögleiðingur mótapókers. Forseti sambandsins segir inni í myndinni að sækja um aðild að ÍSÍ. 23.8.2007 13:01 Ríkisútvarpið greiðir 200 þúsund krónur á mánuði fyrir bifreið útvarpsstjóra Páll Magnússon útvarpsstjóri ekur um á rúmlega níu milljón króna Audi Q7 drossíu. Bílinn tók hann á rekstrarleigu í apríl á síðasta ári. Eftir að Ríkisútvarpinu var breytt í hlutafélag yfirtók fyrirtækið skuldbindingar vegna bílsins. Í dag greiðir Ríkisútvarpið 202 þúsund krónur á mánuði miðað við tveggja ára rekstraleigu. 23.8.2007 12:53 Eiga sömu rök við um nektardansstaði í borginni og í Kópavogi? Borgarráð samþykkti í morgun að beina því til lögreglustjóra hvort þær ástæður sem lágu að baki sviptingu heimilda til nektarsýninga á Goldfinger eigi einnig við um nektardansstaði í Reykjavík. 23.8.2007 12:45 Búið að bora fjörutíu prósent Héðinsfjarðarganga Bergþéttingu er að ljúka í Héðinsfjarðargöngum og styttist í að menn komist á beinu brautina. Búið er að grafa tæp 40 prósent af göngunum. 23.8.2007 12:18 Reynt áfram að koma Grímseyjarferjunni á flot Haldið verður áfram að reyna að koma Grímseyjarferjunni á flot segir Vegamálastjóri. Hann sat fyrir svörum á fundi fjárlaganefndar í morgun þar sem farið var yfir málefni ferjunnar. 23.8.2007 12:14 Fundu tjöld Þjóðverjanna sem leitað er að á Svínafellsjökli Þyrla frá Landheglisgæslunni fann nú á tólfta tímanum tjöld ofarlega í Svínafellsjökli og björgunarsveitarmenn, sem eru komnir á vettvang, staðfesta að þau tilheyri þýsku ferðamönnunum, sem leitað er að. Ekkert hefur hinsvegar sést til þeirra. 23.8.2007 11:31 LÍÚ vil að sjávarútvegsráðherra sendi rannsóknarskip strax til Grænlands Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ segir að senda eigi hafrannsóknarskip strax til Grænlands til að kanna ástand þorskstofnsins þar. Fram hefur komið í fréttum í vikunni að Hafrannsóknarstofnun eigi ekki fé til að fjármagna slíkan leiðangur. Friðrik bendir á að rannsóknarskipið Árni Friðriksson liggi nú við bryggju og verði þar allan næsta mánuð. 23.8.2007 10:56 Sjá næstu 50 fréttir
Tók fyrstu skóflustungu að vatnsverksmiðju við Þorlákshöfn Fyrsta skóflustungan að nýrri vatnsverksmiðju við Þorlákshöfn var tekin nú rétt fyrir hádegið. Það var Jón Ólafsson, stjórnarformaður Icelandic Water Holdings, sem tók skóflustunguna. 24.8.2007 12:20
Söluandvirði kókaíns allt að 70 milljónir króna Tveir Íslendingar, kona og karlmaður, sitja í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn eftir að hafa verið tekin þar með tæp tvö kíló af kókaíni. Söluandvirði þess hér á landi hefði getað numið allt að 70 milljónum króna. 24.8.2007 12:15
Urðu að hætta við Hvannadalshnjúk vegna veðurs Björgunarsveitarmenn urðu að hætta við að klífa Hvannadalshnjúk í nótt vegna veðurs en nú viðrar vel á svæðinu þar sem leitað er að tveimur týndum ferðamönnum í grennd við Svínafellsjökul. 24.8.2007 12:00
422 eiga von á sekt fyrir hraðakstur á Hringbraut 422 ökumenn eiga nú sekt yfir höfði sér fyrir að virða ekki 60 km leyfilegan hámarkshraða á Hringbraut í Reykjavík í gær og fyrradag. Lögregla segir að umrædd vöktun hafi hafist klukkan 15.15 á miðvikudag og lauk henni klukkan 9.50 á fimmtudag. Þessir 422 ökumenn voru því staðnir að verki á um það bil 19 klukkustunda tímabili. 24.8.2007 11:55
Húsin standa auð Svokölluð Búmannshús á Klaustri standa auð þar sem þau þykja of dýr. Húsin voru byggð fyrir eldri borgara á sínum tíma en eru nú til sölu. Búið var í húsunum í vetur en síðan þá hafa þau staðið auð. Algengt verð fyrir svipað húsnæði á Klaustri eru 4 til 5 milljónir en þessi hús eru meira en tvöfalt dýrari. 24.8.2007 11:47
Íslendingar taka þátt þegar byssurnar þagna „ Íslendingar munu ekki skorast undan ábyrgð við friðargæslu í Darfúr" sagði Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, í samtali við Vísi. Ástandið í Súdan var til umræðu á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í síðustu viku. 24.8.2007 11:43
Iceland Express hunsar talsmann neytenda Flugfélagið Iceland Express hefur neitað að verða við tilmælum talsmanns neytenda um að neytendur velji sjálfir sérstaklega hvort þeir vilji greiða forfallagjald þegar þeir kaupa flugmiða á Netinu. Talsmaður neytenda segir að aukagjöld samkvæmt forvali feli í sér neikvæða samningsgerð, sem hann segir óheimila. 24.8.2007 11:43
Enginn nýr hvalveiðikvóti eftir 31. ágúst Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir í viðtali við hina alþjóðlegu fréttastofu Reuters í dag, að ekki verði gefinn út neinn nýr kvóti til hvalveiða fyrr en markaðseftirspurn aukist og Ísland fái innflutningsleyfi í Japan. Núgildandi kvótatímabili lýkur hinn 31. þessa mánaðar. Einar segir í viðtalinu við Reuters að það sé ekkert vit í að gefa út nýjan kvóta ef markaðurinn sé ekki nógu sterkur. 24.8.2007 11:32
Góðkunningjar teknir á stolnum bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöldi hendur í hári tveggja góðkunningja sem voru á stolnum bíl. Mennirnir voru handteknir í Súðarvogi en fyrr um daginn hafði borsit tilkynning þess efnis að aðilar á sama bíl hefðu í frammi ósæmilega hegðun. 24.8.2007 11:30
Sauðfjárréttir að hefjast Fyrstu sauðfjárréttir haustsins verða á morgun þegar Mývetningar rétta í Auðkúlurétt en flestar réttir verða aðra og þriðju helgi í september. Alls verður réttað á hátt í 40 stöðum en sumstaðar er harla fátt fé og á nokkrum stöðum ekkert, þar sem allt fé hefur verið skorið vegna riðuveiki. 24.8.2007 11:21
Unnið að því að senda rannsóknarskip til Austur-Grænlands "Við erum að skoða þetta mál mjög alvarlega og vinna þá undirbúningsvinnu sem þarf," segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið í fréttum hér hefur LÍÚ hvatt til þess að hafrannsóknarskip verði sent hið fyrsta til Austur-Grænlands til að kanna mikið magn af þorski sem þar hefur fundist. 24.8.2007 11:16
Helguðu sér land að fornum sið Hópur nemenda og starfsmanna Háskólans í Reykjavíkur helgaði sér í morgun land að fornum sið á þeim stað þar sem skólinn hefur fengið úthlutað lóð við rætur Öskjuhlíðar. Um leið var tekin fyrsta skóflustungan að nýbyggingu háskólans. 24.8.2007 10:54
Ók börnunum í leikskóla undir áhrifum fíkniefna Þrír karlar á þrítugsaldri voru teknir fyrir aka undir áhrifum fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu í gær. Eftir því sem lögregla segir í tilkynningu var sá fyrsti var stöðvaður í Kópavogi í gærmorgun en viðkomandi átti mjög erfitt með að halda bíl sínum á veginum. 24.8.2007 10:25
Kennslu- og prófdagar færri en reglugerð gerir ráð fyrir Kennslu- og prófdagar í framhaldsskólum reyndust vera færri en 175 í 13 skólum á síðasta kennsluári samkvæmt tölum sem Hagstofan birtir í dag. Það stangast á við reglugerð um starfstíma framhaldsskóla sem segir að kennslu- og prófdagar skuli ekki vera færri 175. Tófl skólar uppfylltu ekki þessi ákvæði skólaárið 2005-2006. 24.8.2007 09:51
Taka lán fyrir menningarhúsinu Bæjarráð Akureyrar samþykkti í dag að taka eitt hæsta lán sem bærinn hefur tekið. Lánið, sem er upp á liðlega sjöhundruð milljónir króna, fer að mestu í að byggja menningarhús. 23.8.2007 22:03
Fornleifaskóli fyrir börn í Þingeyjarsveit Fornleifaskóli barna hefur tekið til starfa í Þingeyjarsveit. Mikil vakning er um fornleifar og uppgröft í héraði að sögn heimamanna. 23.8.2007 22:02
Maraþonið gaf 41 milljón Alls nutu um 130 líknar- og góðgerðarfélög góðs af sprikli landsmanna í dag, þegar Glitnir greiddi út áheitin í Reykjavíkurmaraþoninu 2007, alls 41,3 milljónir króna, við hátíðlega athöfn í Háskólabíói í dag. 23.8.2007 19:57
Dæmdir á Vog Hægt verður að skylda dæmda menn í meðferð á Vogi gerist þess þörf. Meðferðin kæmi í stað skilorðsbundinnar refsingar. Vilji menn ekki una þessu, verða þeir að afplána í fangelsi. 23.8.2007 18:55
Reykingabannið veldur meiri drykkjulátum í miðborginni Formaður sambands ungra sjálfstæðismanna telur að reykingabannið hafi neikvæð áhrif á mannlíf í miðborginni. Fólk dvelji lengur heima hjá sér um helgar við drykkju þar sem það getur reykt í friði. Hann segir að lögin banni nú mönnum að reykja og drekka samtímis á almannafæri. 23.8.2007 18:45
Hver einasti Íslendingur skuldar 250 þúsund í yfirdrátt Hver einasti Íslendingur skuldar um tvöhundruð og fimmtíu þúsund krónur í yfirdrátt í bönkum og borgar fimmtíu þúsund krónur á ári í vexti. Heildaryfirdráttur landsmanna hefur aldrei verið hærri. Yfirdráttarlán landsmanna nema nú 75,6 milljörðum króna. 23.8.2007 18:45
Heimsóknum vegna ofbeldisverka fækkar á bráða- og slysadeild Heimsóknir á slysadeild vegna ofbeldisverka hafa dregist saman segir yfirlæknir á Slysa- og bráðadeild. Hann segir að hugafarsbreyting hafi orðið hjá almenningi í framhaldi af mikilli umræðu í fréttum Stöðvar 2 um neikvæð áhrif ofbeldis. 23.8.2007 18:45
Fyrsta skóflustungan tekin á morgun Fyrsta skóflustungan að nýrri háskólabyggingu Háskólans í Reykjavík í Öskjuhlíðinni verður tekin á morgun. Húsið verður fullklárað um 35 þúsund fermetrar að stærð og því ein stærsta bygging höfuðborgarsvæðisins. 23.8.2007 18:29
Níutíu björgunarsveitamenn leita Þjóðverjanna Um níutíu björgunarsveitarmenn taka nú þátt í leitinni að Þjóðverjunum tveimur sem saknað hefur verið undanfarna daga. Leit verður haldið áfram til myrkurs að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, en leitað er við erfiðar aðstæður nærri Svínafellsjökli en þar fundust tjöld mannanna um hádegisbil. 23.8.2007 16:42
Útvarpsstjóri ekur á tvöfalt dýrari bíl en ráðherra Glæsibifreiðin sem Páll Magnússon útvarpsstjóri ekur er meira en tvöfalt dýrari en bifreiðin sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur til umráða. Útvarpsstjóri ekur um á Audi Q7 en ráðherra á Audi A6 frá árinu 2004. 23.8.2007 16:38
Lögga borgar 200 þúsund króna sekt Dómsátt hefur verið gerð í máli varðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem ákærður var fyrir að hafa misnotað stöðu sína og látið aka sér í forgangsakstri út á Keflavíkurflugvöll. Maðurinn þarf að greiða 200 þúsund krónur í sekt fyrir athæfið. 23.8.2007 16:25
Lögreglan varar við skartgripaþjófum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar starfsmenn skartgripaverslana við óprúttnum aðilum sem hafa þegar stolið skartgripum úr einni verslun í Reykjavík og gert tilraun til þjófnaðar í annarri verslun í borginni. Lögregla segir að um sé að ræða karl og konu af austur-evrópskum uppruna „en þau eru bæði dökk yfirlitum,“ eins og segir í tilkynningu. 23.8.2007 16:05
Vilja sjá kælisbréf borgarstjóra Samfylkingin krefst þess að borgarstjóri leggi fram bréf sem hann skrifaði til ÁTVR á dögunum þar sem hann mæltist til að bjórkælir búðarinnar yrði tekinn úr sambandi. Flokkurinn kallar einnig eftir upplýsingum um hvort borgarstjóri hafi staðið í fleiri bréfaskiptum við dagvöruverslanir í miðborginni. 23.8.2007 15:58
Fengu rabarbara- og njólavendi við heimkomuna „Ég man það eftir leikinn að við öfunduðum mjög Keflvíkingana sem voru að fara í Evrópukeppnina beint og þurftu ekki að fara heim. Við vorum alla vega sex sem framlengdum dvölina til þess að lenda ekki í ljósmyndurunum heima. En Akureyringarnir, þeir fóru beint heim. Það var tekið á móti þeim á Akureyrarflugvelli með búketta, rabarbara og njóla," segir Jóhannes Atlason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, sem tók þátt í sögulegum leik Íslendinga og Dana á Idrætsparken fyrir sléttum 40 árum. 23.8.2007 15:44
Dæmd fyrir innflutning á 1 kg af kóki Tveir Hollendingar voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir innflutning á rúmu kílógrammi af kókaíni. Henry De Weever var dæmdur í 16 mánaða fangelsi en .Appolonia Safira Djasmin í 14 mánuði. 23.8.2007 15:35
Íslendingur handtekinn í Namibíu fyrir drykkjulæti Íslenskur maður var handtekinn fyrir drykkjulæti í Namibíu á þriðjudaginn var. Maðurinn mun vera atvinnulaus og án landvistarleyfis og verður honum að öllum líkindum vísað úr landi. 23.8.2007 15:28
Samkeppniseftirlitið sektar Sund Samkeppniseftirlitið hefur sektað félagið Sund um eina milljón króna vegna þess að fyrirtækið svaraði ekki ítrekaðri beiðni stofnunarinnar um gögn. Eftirlitið sendi Sundum bréf þann 15. maí þar sem óskað var eftir gögnum í tengslum við viðskipti með hlutabréf í Glitni sem mikið hafði verið fjallað um í fjölmiðlum. 23.8.2007 15:22
Ríkissjóður gaf Seðlabanka sínum 44 milljarða króna Í nýju vefriti fjármálaráðuneytisins er að finna tölur um afkomu ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins og samanburð við síðasta ár. Þar er að finna sláandi mun á hreinum lánsfjárjöfnuði sem helgast að stórum hluta af því að ríkissjóður gaf Seðlabankanum 44 milljarða króna til að styrkja gjaldeyrisforða sinn. 23.8.2007 15:17
Fleiri konur vildu reyna aftur Næstum helmingi fleiri konur en karlar óska þess að þær hefðu fundið sér annan lífsförunaut, samkvæmt nýrri könnun sem birt hefur verið í Bretlandi. Og það er ekki það eina sem þær iðrast. Konurnar virðast óánægðari en karlmennirnir með næstum alla stóru áfangana í lífi sínu. 23.8.2007 14:45
Segir stöðu Vegagerðarinnar jákvæða um 630 milljónir Staða Vegagerðarinnar gagnvart ríkisstjóði er jákvæð um 630 milljónir króna. Þetta segir Vegagerðin í tilkynningu sem send er vegna umræðu um Grímseyjarferjumálið og ásakana þess efnis að Vegagerðin hafi farið fram úr fjárheimildum sínum. 23.8.2007 14:40
Óttast að skólabílar hrúgist inn í íbúðahverfi Nágrannar skóla hafa nokkrar áhyggjur af þeim þönkum borgaryfirvalda að setja upp stöðumæla á bílastæðum skólanna. Þeir sjá framá að við það muni bílar nemenda hrúgast inn í nærrliggjandi íbúðahverfi. Mörg dæmi eru um að það hafi gerst þegar bílastæðum skóla hefur verið lokað tímabundið vegna einhverra framkvæmda. 23.8.2007 14:08
Ónýttar fjárlagaheimildir nema hátt í 20 milljörðum Nú er lokið fundi fjárlaganefndar um Grímseyjarferjuna og viðtölum við fulltrúa fjármálaráðuneytisins. Gunnar Svavarsson formaður nefndarinnar segir að m.a. hafi verið rætt um ónýttar fjárlagaheimildir sem fluttar eru á milli ára og nema nú hátt í 20 milljörðum króna. Raunar er talan mun hærri ef lífeyrisskuldbindingar eru teknar með eða um 28 milljarðar króna. 23.8.2007 14:04
Sérveitarmaður og sporhundur taka þátt í leitinni Sérsveitarmaður frá lögreglunni og sérþjálfað björgunarsveitarfólk ásamt sporhundi frá höfuðborgarsvæðinu er á leið til Vatnajökuls til þess að taka þátt í leitinni að Þjóðverjunum tveimur sem saknað hefur verið undanfarna daga. 23.8.2007 13:56
Borgin vill annað "Byrgi" Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að borgaryfirvöld vilji að komið sé á fót öðru "Byrgi" í nágrenni borgarinnar. Nú standi yfir viðræður við félagsmálaráðuneytið um að það fé sem rann til Byrgisins á sínum tíma verði áfram nýtt undir svipaða starfsemi. Borgin er einnig að leita að öðru húsnæði fyrir útigangsmenn til viðbótar við þau sem fyrir eru. 23.8.2007 13:18
Vinna að útbreiðslu og lögleiðingu pókers Nýstofnað Pókersamband Íslands opnaði formlega í dag heimasíðu sína en sambandið vinnur að útbreiðslu pókers og lögleiðingur mótapókers. Forseti sambandsins segir inni í myndinni að sækja um aðild að ÍSÍ. 23.8.2007 13:01
Ríkisútvarpið greiðir 200 þúsund krónur á mánuði fyrir bifreið útvarpsstjóra Páll Magnússon útvarpsstjóri ekur um á rúmlega níu milljón króna Audi Q7 drossíu. Bílinn tók hann á rekstrarleigu í apríl á síðasta ári. Eftir að Ríkisútvarpinu var breytt í hlutafélag yfirtók fyrirtækið skuldbindingar vegna bílsins. Í dag greiðir Ríkisútvarpið 202 þúsund krónur á mánuði miðað við tveggja ára rekstraleigu. 23.8.2007 12:53
Eiga sömu rök við um nektardansstaði í borginni og í Kópavogi? Borgarráð samþykkti í morgun að beina því til lögreglustjóra hvort þær ástæður sem lágu að baki sviptingu heimilda til nektarsýninga á Goldfinger eigi einnig við um nektardansstaði í Reykjavík. 23.8.2007 12:45
Búið að bora fjörutíu prósent Héðinsfjarðarganga Bergþéttingu er að ljúka í Héðinsfjarðargöngum og styttist í að menn komist á beinu brautina. Búið er að grafa tæp 40 prósent af göngunum. 23.8.2007 12:18
Reynt áfram að koma Grímseyjarferjunni á flot Haldið verður áfram að reyna að koma Grímseyjarferjunni á flot segir Vegamálastjóri. Hann sat fyrir svörum á fundi fjárlaganefndar í morgun þar sem farið var yfir málefni ferjunnar. 23.8.2007 12:14
Fundu tjöld Þjóðverjanna sem leitað er að á Svínafellsjökli Þyrla frá Landheglisgæslunni fann nú á tólfta tímanum tjöld ofarlega í Svínafellsjökli og björgunarsveitarmenn, sem eru komnir á vettvang, staðfesta að þau tilheyri þýsku ferðamönnunum, sem leitað er að. Ekkert hefur hinsvegar sést til þeirra. 23.8.2007 11:31
LÍÚ vil að sjávarútvegsráðherra sendi rannsóknarskip strax til Grænlands Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ segir að senda eigi hafrannsóknarskip strax til Grænlands til að kanna ástand þorskstofnsins þar. Fram hefur komið í fréttum í vikunni að Hafrannsóknarstofnun eigi ekki fé til að fjármagna slíkan leiðangur. Friðrik bendir á að rannsóknarskipið Árni Friðriksson liggi nú við bryggju og verði þar allan næsta mánuð. 23.8.2007 10:56