Innlent

Formaður skipulagsráðs vísar ásökunum íbúa við Keilugranda á bug

Formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar vísar því alfarið á bug að borgaryfirvöld hafi gengið á bak orða sinna vegna byggingar níu hæða háhýsis við Keilugranda eitt. Mikil óánægja ríkir meðal íbúa á svæðinu vegna fyrirhugaðrar byggingar.



Á fimmta hundrað íbúa í nágrenni við Keilugranda hafa mótmælt fyrirhugaðri byggingu níu hæða húss á reitnum Keilugranda eitt og afhent borgaryfirvöldum undirskriftalista. Gunnar Finnsson talsmaður íbúanna sem býr við hliðina á reitnum segir að háhýsið muni skyggja á aðrar byggingar í kring og umferð stóraukist. Til stendur að byggja húsið á Keilugranda eitt með 130 íbúðir í stað 50 með breyttu deili-og aðalskipulagi. Núgildandi skipulag gerir einungis ráð fyrir 50 íbúðum á svæðinu. Gunnar segir borgaryfirvöld hafa gengið á bak orða sinna í málinu.



Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar vísar því alfarið á bug og telur borgaryfirvöld hafa reynt að koma til móts við óskir íbúanna nú þegar með lækkun bygginganna frá því sem upphaflega hafi verið stefnt að og þær færðar fjær götunni. Hún segir að mótmæli íbúa verði tekin til skoðunar áður skoðunar áður en nýtt deili- og aðalskipulag verði samþykkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×