Innlent

Sólgleraugun og mannbroddarnir tilheyra ekki Þjóðverjunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mikil leit stendur yfir að Þjóðverjunum.
Mikil leit stendur yfir að Þjóðverjunum. Mynd/ Landsbjörg

Björgunarsveitamenn fundu sólgleraugu og mannbrodda í morgun sem hugsanlegt var talið að tilheyrðu Þjóðverjunum sem leitað er að á Vatnajökli. Síðar í dag kom svo í ljós að svo var ekki.

Ólöf Baldursdóttir upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir að 110 manns taki þátt í leitinni í dag. Leitað verði fram í myrkur og ákvörðun um framhaldið tekin í dagslok. Í morgun fundu leitarmenn fótspor við Hafrafellshrygg sem gætu verið eftir þýsku ferðamennina tvo.



 

 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×