Innlent

Aron Pálmi kominn til landsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Aron Pálmi í leifsstöð ásamt Einari S. Einarssyni og Sæmundi Pálssyni, félögum úr RJF hópnum.
Aron Pálmi í leifsstöð ásamt Einari S. Einarssyni og Sæmundi Pálssyni, félögum úr RJF hópnum. Mynd/ Stöð 2

Aron Pálmi Ágústsson sem setið hefur í fangelsi í Texas fyllki í Bandaríkjunum í 10 ár, eða frá því hann var 13 ára, kom til landsins klukkan hálf sjö í morgun ásamt þremur móðursystrum sínum og fjölskyldum þeirra. Aron var þreyttur eftir langt ferðalag en sagðist í samtali við fréttastofu vera ánægður með að vera kominn til landsins eftir langan tíma.

Rúmur áratugur er síðan Aron Pálmi kom til landsins síðast. Hann hyggst dvelja hjá móðursystur sinni fyrst um sinn þangað til hann finnur sér íbúð og stefnir á áframhaldandi háskólanám við Háskóla Íslands í vetur. RJF stuðnings- og baráttuhópur Arons Pálma sem barist hefur fyrir komu hans hingað til lands síðustu tvö ár tók vel á móti Aroni í morgun og var honum veittur íslenski fáninn að gjöf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×