Innlent

Vestmannaeyjabær kynnir mótvægisaðgerðir

Velta Vestmannaeyjabæjar minnkar um ellefu milljarða króna á næstu þremur árum vegna skerðingar á aflaheimildum. Bæjarstjórnin kynnti í dag tillögur um að gjörbreyta fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunar.

Tillögurnar eru 21 talsins. Þar af eru 14 þeirra sértækar fyrir Vestmannaeyjar, en 7 gilda fyrir fyrir þá er málið brennur á.

Þær kalla á gjörbreytt fyrirkomulag ýmissa atriða fiskveiðistjórnunar auk sértækra aðgerða heima í héraði.

Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjun vill sjá atlögu að byggðakvóta, línuívilnun, bótum vegna rækju og skelja. Hann segir rangt að vera með íþyngjandi aðgerðir.

Meðal þeirra sértæku aðgerða sem Elliði boðar eru stórskipahöfn, upptökumannvirki, þorskrannsóknir og fjölgun ýmissa starfa fyrir menntað fólk og ómenntað.

Ekki liggur fyrir hversu mörg störf gætu tapast vegna þessarar skerðingar. Þó er ljóst að miðað við 4000 tonna skerðingu á aflaheimildum fækkar störum sjómanna um 34 auk enn fleiri starfa í landvinnslu og þjónustu.

Þá mun velta samfélagsins vera 11 þúsund miljón krónum minni á næstu þrem árum vegna þessarar skerðingar á aflaheimildum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×