Innlent

Konan sem leitað var að við Kverkfjöll er fundin

Konan sem leitað var að í Kverkfjöllum er fundin. Hún kom að Sigurðarskála um fjögurleytið í dag. Hátt í þrjátíu björgunarsveitarmenn leituðu að 25 ára gamalli ísraelskri konu sem var saknað í rúman sólarhring. Konan fór frá Sigurðarskála í Kverkfjöllum við norðausturbrún Vatnajökuls og hugðist ganga austur í Hvergil. Konan stefndi á að vera kominn þangað um hádegisbil í gær en hafði ekki skilað sér um tvöleytið í dag. Var þá farið að svipast um eftir henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×