Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júlí 2025 12:11 Hildur segir fjölda stjórnarandstöðuþingmanna í salnum ekki skipta máli, þar sem meirihlutinn haldi á dagksrárvaldinu. Vísir/Anton Brink Aðeins þrír þingmenn greiddu atkvæði með dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar við upphaf þingfundar og var hún því kolfelld. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir dagskrárvaldið hjá meirihlutanum, óháð fjölda stjórnarandstöðuþingmanna. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun, þegar atkvæði voru greidd um tillögu stjórnarandstöðunnar um að fjármálaáætlun yrði sett á dagskrá þingsins í dag. Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins segir tillöguna hafa verið lagða fram vegna fordæmalausrar stöðu í þinginu. „Kominn 8. júlí og ekki lausn í sjónmáli, þrátt fyrir að við höfum lagt ýmislegt á okkur til þess að svo megi verða. Þá leggjum við til að þingið þó sjái sóma sinn í að afgreiða fjármálaáætlun. Það er lögbundið að gera það og skiptir ofboðslega miklu máli,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hefðu getað samþykkt ef þau vildu Tillagan var felld með 33 atkvæðum stjórnarliða, gegn þremur. Var enginn í salnum hjá ykkur? „Jú við þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna vorum þarna. Við vitum sem er að það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni. Ef þau hafa áhuga á að samþykkja tillöguna, þá er hún samþykkt, burtséð frá því hversu mörg við erum í salnum.“ Þá virðast þinglok ekki í sjónmáli, þar sem viðræður um mörg mál séu í algjörum hnút. „Fyrir utan veiðigjöldin eru þetta til dæmis almannatryggingar, víxlverkun örorku og svo auðvitað eru strandveiðarnar því marki brenndar að hér er verið að fara á svig við kerfið eins og það liggur fyrir. Frumvarpið fer gegn vísindalegri ráðgjöf og ógnar sjálfbærni veiða með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ segir Hildur. Hafi teygt sig langt í átt til sátta Í samningaviðræðum um þinglok vegi veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra þungt. „Ég ætla ekki að fara í smáatriði um samtölin við samningaborðið en við höfum leitað lausna og teygt okkur langt og sátta í veiðigjaldamálinu.“ Felur það í sér mögulega afgreiðslu málsins á þessu þingi? „Já, já.“ „Við erum einfaldlega að sinna okkar hlutverki hér í stjórnarandstöðu, sem er að draga línu í sandinn þegar mál eru ekki lagasetningarlega tæk, þrátt fyrir metnað ríkisstjórnar.“ Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun, þegar atkvæði voru greidd um tillögu stjórnarandstöðunnar um að fjármálaáætlun yrði sett á dagskrá þingsins í dag. Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins segir tillöguna hafa verið lagða fram vegna fordæmalausrar stöðu í þinginu. „Kominn 8. júlí og ekki lausn í sjónmáli, þrátt fyrir að við höfum lagt ýmislegt á okkur til þess að svo megi verða. Þá leggjum við til að þingið þó sjái sóma sinn í að afgreiða fjármálaáætlun. Það er lögbundið að gera það og skiptir ofboðslega miklu máli,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hefðu getað samþykkt ef þau vildu Tillagan var felld með 33 atkvæðum stjórnarliða, gegn þremur. Var enginn í salnum hjá ykkur? „Jú við þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna vorum þarna. Við vitum sem er að það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni. Ef þau hafa áhuga á að samþykkja tillöguna, þá er hún samþykkt, burtséð frá því hversu mörg við erum í salnum.“ Þá virðast þinglok ekki í sjónmáli, þar sem viðræður um mörg mál séu í algjörum hnút. „Fyrir utan veiðigjöldin eru þetta til dæmis almannatryggingar, víxlverkun örorku og svo auðvitað eru strandveiðarnar því marki brenndar að hér er verið að fara á svig við kerfið eins og það liggur fyrir. Frumvarpið fer gegn vísindalegri ráðgjöf og ógnar sjálfbærni veiða með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ segir Hildur. Hafi teygt sig langt í átt til sátta Í samningaviðræðum um þinglok vegi veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra þungt. „Ég ætla ekki að fara í smáatriði um samtölin við samningaborðið en við höfum leitað lausna og teygt okkur langt og sátta í veiðigjaldamálinu.“ Felur það í sér mögulega afgreiðslu málsins á þessu þingi? „Já, já.“ „Við erum einfaldlega að sinna okkar hlutverki hér í stjórnarandstöðu, sem er að draga línu í sandinn þegar mál eru ekki lagasetningarlega tæk, þrátt fyrir metnað ríkisstjórnar.“
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira