Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júlí 2025 12:11 Hildur segir fjölda stjórnarandstöðuþingmanna í salnum ekki skipta máli, þar sem meirihlutinn haldi á dagksrárvaldinu. Vísir/Anton Brink Aðeins þrír þingmenn greiddu atkvæði með dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar við upphaf þingfundar og var hún því kolfelld. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir dagskrárvaldið hjá meirihlutanum, óháð fjölda stjórnarandstöðuþingmanna. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun, þegar atkvæði voru greidd um tillögu stjórnarandstöðunnar um að fjármálaáætlun yrði sett á dagskrá þingsins í dag. Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins segir tillöguna hafa verið lagða fram vegna fordæmalausrar stöðu í þinginu. „Kominn 8. júlí og ekki lausn í sjónmáli, þrátt fyrir að við höfum lagt ýmislegt á okkur til þess að svo megi verða. Þá leggjum við til að þingið þó sjái sóma sinn í að afgreiða fjármálaáætlun. Það er lögbundið að gera það og skiptir ofboðslega miklu máli,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hefðu getað samþykkt ef þau vildu Tillagan var felld með 33 atkvæðum stjórnarliða, gegn þremur. Var enginn í salnum hjá ykkur? „Jú við þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna vorum þarna. Við vitum sem er að það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni. Ef þau hafa áhuga á að samþykkja tillöguna, þá er hún samþykkt, burtséð frá því hversu mörg við erum í salnum.“ Þá virðast þinglok ekki í sjónmáli, þar sem viðræður um mörg mál séu í algjörum hnút. „Fyrir utan veiðigjöldin eru þetta til dæmis almannatryggingar, víxlverkun örorku og svo auðvitað eru strandveiðarnar því marki brenndar að hér er verið að fara á svig við kerfið eins og það liggur fyrir. Frumvarpið fer gegn vísindalegri ráðgjöf og ógnar sjálfbærni veiða með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ segir Hildur. Hafi teygt sig langt í átt til sátta Í samningaviðræðum um þinglok vegi veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra þungt. „Ég ætla ekki að fara í smáatriði um samtölin við samningaborðið en við höfum leitað lausna og teygt okkur langt og sátta í veiðigjaldamálinu.“ Felur það í sér mögulega afgreiðslu málsins á þessu þingi? „Já, já.“ „Við erum einfaldlega að sinna okkar hlutverki hér í stjórnarandstöðu, sem er að draga línu í sandinn þegar mál eru ekki lagasetningarlega tæk, þrátt fyrir metnað ríkisstjórnar.“ Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun, þegar atkvæði voru greidd um tillögu stjórnarandstöðunnar um að fjármálaáætlun yrði sett á dagskrá þingsins í dag. Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins segir tillöguna hafa verið lagða fram vegna fordæmalausrar stöðu í þinginu. „Kominn 8. júlí og ekki lausn í sjónmáli, þrátt fyrir að við höfum lagt ýmislegt á okkur til þess að svo megi verða. Þá leggjum við til að þingið þó sjái sóma sinn í að afgreiða fjármálaáætlun. Það er lögbundið að gera það og skiptir ofboðslega miklu máli,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hefðu getað samþykkt ef þau vildu Tillagan var felld með 33 atkvæðum stjórnarliða, gegn þremur. Var enginn í salnum hjá ykkur? „Jú við þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna vorum þarna. Við vitum sem er að það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni. Ef þau hafa áhuga á að samþykkja tillöguna, þá er hún samþykkt, burtséð frá því hversu mörg við erum í salnum.“ Þá virðast þinglok ekki í sjónmáli, þar sem viðræður um mörg mál séu í algjörum hnút. „Fyrir utan veiðigjöldin eru þetta til dæmis almannatryggingar, víxlverkun örorku og svo auðvitað eru strandveiðarnar því marki brenndar að hér er verið að fara á svig við kerfið eins og það liggur fyrir. Frumvarpið fer gegn vísindalegri ráðgjöf og ógnar sjálfbærni veiða með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ segir Hildur. Hafi teygt sig langt í átt til sátta Í samningaviðræðum um þinglok vegi veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra þungt. „Ég ætla ekki að fara í smáatriði um samtölin við samningaborðið en við höfum leitað lausna og teygt okkur langt og sátta í veiðigjaldamálinu.“ Felur það í sér mögulega afgreiðslu málsins á þessu þingi? „Já, já.“ „Við erum einfaldlega að sinna okkar hlutverki hér í stjórnarandstöðu, sem er að draga línu í sandinn þegar mál eru ekki lagasetningarlega tæk, þrátt fyrir metnað ríkisstjórnar.“
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira