Innlent

Hefur reist gaddavírsgirðingu til að loka af drukkna nátthrafna í miðborginni

Oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn segir að miðborgin sé ekki einungis fyrir menn í stroknum skyrtum og pússuðum skóm en borgarfulltrúar Samfylkingarinnar stóðu vaktina með lögreglunni í miðborginni í nótt. Íbúi í miðborginni hefur reist girðingu til að verjast ágangi drukkinna nátthrafna.

Dagur B. Eggertsson fór með flokksystkinum sínum í miðborgina til að sjá hvort ekki myndu blasa við þau vandamál sem margir hafa fullyrt að séu í miðborginni um helgar.

Dagur segir að lögreglan hafi gert tilraun í nótt með að vera sýnilegri en áður á gatnamótum þar sem fólk hefur safnast fyrir.

Dagur segir að lögreglan hafi unnið mjög faglega og hann hafi styrkst í þeirri afstöðu að sýnileg löggæsla hafi mjög jákvæð áhrif á mannlífið.

Íbúar í miðborginni eru margir hverjir orðnir afar þreyttir á ástandinu og einna þeirra sem býr við hlið Kaffibarsins hefur snúið vörn í sókn. Girðing með gaddavír hefur verið reist við húsið. Árni Einarsson íbúi við Laugarveg segir að girðingin hafi verið reist til að hindra gesti Kaffibarsins við að vaða inn á einkalóð við íbúðarhús.

Árni segir að ráp drukkins fólks milli veitingastaða að næturlagi sé mikið vandamál í borginni auk langra biðraða utan við staðina.

Árni segir að ekki eigi að fækka stöðum heldur sé mikilvægara að horfa í hversu lengi sé hleypt inná veitingastaðina. Það sé meira virði að skoða en hversu lengi staðirnir séu hafðir opnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×