Innlent

Eldur á Stuðlum

Slökkviliðið sýndi mikið snarræði á Stuðlum í dag.
Slökkviliðið sýndi mikið snarræði á Stuðlum í dag. Mynd/ Stöð 2

Nú er að mestu búið að slökkva eldinn sem kviknaði á meðferðarheimilinu Stuðlum í Grafarvogi á þriðja tímanum. Samkvæmt heimildum Vísis voru þrír fluttir á slysadeild með reykeitrun, einn starfsmaður og tveir unglingar. Fólkið festist inni í húsinu þegar eldsvoðinn varð og sýndu reykkafarar slökkviliðsins mikið snarræði þegar þeir fóru inn í húsið og björguðu þeim. Ekki er vitað um eldsupptök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×