Innlent

Íbúar við Keilugranda ósáttir við fyrirhugaða byggingu háhýsis

Á fimmta hundrað íbúa í nágrenni við Keilugranda hafa mótmælt fyrirhugaðri byggingu níu hæða húss við Keilugranda eitt. Talsmaður íbúanna segir að háhýsið muni skyggja á aðrar byggingar í kring og umferð á svæðinu stóraukist. Fjöldi íbúða sé langt umfram það sem lagt hafi verið upp með í fyrstu.



Til stendur að byggja níu hæða hús á reitnum við Keilugranda 1 með 130 íbúðir í stað 50 ef breytt deiliskipulag verður samþykkt. Núgildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir að einungis fimmtíu íbúðir verði í húsinu. 437 Íbúar við Rekagranda, Boðagranda, Fjörugranda, Keilugranda og Seilugranda hafa nú afhent borgaryfirvöldum undirskriftalista þar sem fyrirhugaðri byggingu er mótmælt.

Gunnar Finnsson talsmaður íbúa býr á Boðagranda 2 A við hliðina á Keilugranda 1. Hann segir að 9 hæða háhýsi skyggi á húsin í kring og umferð stóraukist ef af byggingu háhýsisins verði. Íbúar á svæðinu séu mjög ósáttir við fyrirhugaða byggingu.

Ekki náðist í Hönnu Birnu Kristjánsdóttur formann Skipulagsráðs borgarinnar fyrir fréttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×