Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Auðun Georg Ólafsson skrifar 8. júlí 2025 13:26 Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Ívar Fannar „Auschwitz var ekki mannúðarborg, við skulum orða það þannig,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Fram kom í fréttum í morgun að Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, hafi fyrirskipað hernum að undirbúa flóttamannabúðir, eða „mannúðarborg“ eins og hann kallar það, á rústum Rafah-borgar á Gasa. Hleypa á um það bil 600 þúsund íbúum inn í búðirnar, að stærstum hluta fólki á vergangi á al-Mawasi svæðinu. Íbúarnir yrðu látnir fara í gegnum öryggiseftirlit og yrði ekki leyft að yfirgefa búðirnar þegar inn væri komið. Katz sagði lokamarkmiðið að hýsa alla íbúa Gasa í búðunum, þar til þeir yrðu að lokum fluttir á brott frá svæðinu. „Þetta er auðvitað klárt dæmi um það sem kallað hefur verið þjóðernishreinsanir, sem er stríðsglæpur,“ segir Guðmundur. „Það er ekki ljóst hvert þetta fólk á að fara og hver á að taka við þeim. Það er ekki víst að nágrannar Palestínu vilji fá þetta fólk til sín. Þar að auki vill þetta fólk ekki fara, það vill búa í Palestínu sem er þeirra land og þar vill það búa. Eins og ég segi, þetta er dæmi um þjóðernishreinsanir sem ber að fordæma.“ Fordæmalaust Guðmundur segir svipaða atburði oft hafa gerst í veraldarsögunni eins og þegar Ottómanveldið leystist upp og breyttist í Tyrkland. Þá urðu miklar þjóðernishreinsanir á mótum Tyrklands og Grikklands. „Þetta er í sjálfu sér allt öðruvísi því þetta gerist í skugga stríðs þar sem Ísrael er að beita Palestínumenn ótrúlegu ofbeldi. Þarna er enginn sem vill taka við þeim og þetta fólk vill ekki fara. Þannig að það er erfitt að finna sérstök dæmi úr sögunni lík þessu, allavega ekki nýlega. Þetta tíðkast ekki. Við gætum kannski hugsað okkur að eitthvað þessu líkt gæti gerst á mörkum Úkraínu og Rússlands en þar hafa auðvitað orðið miklir flutningar fólks sem flýja undan stríðsátökum. Þetta er allt öðruvísi, þarna á að smala fólki saman og senda það síðan eitthvert og enginn veit hvert.“ Þótti kjaftæði fyrir ekki svo löngu Íhaldssamir stjórnmálamenn í Ísrael hafa fagnað mjög hugmyndum Donald Trump Bandaríkjaforseta um að flytja íbúa Gasa á brott og hefja þar uppbyggingu á einhvers konar ferðamannaparadís. Sérfræðingar segja þær hins vegar fel í sér gróf mannréttindabrot. Þeirra á meðal er Michael Sfard, einn af helstu mannréttindalögfræðingum Ísraels, sem segir áætlanir Katz hreinlega drög að glæpum gegn mannkyninu. Guðmundur tekur í svipaðan streng. „Ísraelsríki er byggt á þeirri hugmynd að allt það land sem kallast núna Palestína sé í raun eign Ísraelsmanna eða gyðinga og aðrir séu þar bara einhvern veginn fyrir. Ráðherrar í núverandi ríkisstjórn Ísraels hafa lengi boðað að þeir vilji leggja undir sig allt þetta land. Ekki er þá ljóst hvað eigi að gera við allt það fólk sem þarna býr. Þetta er þá ein mynd þessarar „lokalausnar“ eða endlösung sem ýmsir innan hægri afla Ísraels hafa verið að boða og heimurinn er að horfa upp á núna. Fram að árás Hamas hér fyrir nokkru þá töldust svona hugmyndir vera svo miklar öfgaskoðanir að menn höfnuðu þeim almennt sem einhverju kjaftæði. Núna er þetta orðin viðtekin skoðun hjá sumum og hefur Trump, Bandaríkjaforseti, viðhaft svipaða orðræðu. Það ber að taka það alvarlega þegar valdamesti maður heims tjáir sig með þessum hætti.“ Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Hernaður Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira
Hleypa á um það bil 600 þúsund íbúum inn í búðirnar, að stærstum hluta fólki á vergangi á al-Mawasi svæðinu. Íbúarnir yrðu látnir fara í gegnum öryggiseftirlit og yrði ekki leyft að yfirgefa búðirnar þegar inn væri komið. Katz sagði lokamarkmiðið að hýsa alla íbúa Gasa í búðunum, þar til þeir yrðu að lokum fluttir á brott frá svæðinu. „Þetta er auðvitað klárt dæmi um það sem kallað hefur verið þjóðernishreinsanir, sem er stríðsglæpur,“ segir Guðmundur. „Það er ekki ljóst hvert þetta fólk á að fara og hver á að taka við þeim. Það er ekki víst að nágrannar Palestínu vilji fá þetta fólk til sín. Þar að auki vill þetta fólk ekki fara, það vill búa í Palestínu sem er þeirra land og þar vill það búa. Eins og ég segi, þetta er dæmi um þjóðernishreinsanir sem ber að fordæma.“ Fordæmalaust Guðmundur segir svipaða atburði oft hafa gerst í veraldarsögunni eins og þegar Ottómanveldið leystist upp og breyttist í Tyrkland. Þá urðu miklar þjóðernishreinsanir á mótum Tyrklands og Grikklands. „Þetta er í sjálfu sér allt öðruvísi því þetta gerist í skugga stríðs þar sem Ísrael er að beita Palestínumenn ótrúlegu ofbeldi. Þarna er enginn sem vill taka við þeim og þetta fólk vill ekki fara. Þannig að það er erfitt að finna sérstök dæmi úr sögunni lík þessu, allavega ekki nýlega. Þetta tíðkast ekki. Við gætum kannski hugsað okkur að eitthvað þessu líkt gæti gerst á mörkum Úkraínu og Rússlands en þar hafa auðvitað orðið miklir flutningar fólks sem flýja undan stríðsátökum. Þetta er allt öðruvísi, þarna á að smala fólki saman og senda það síðan eitthvert og enginn veit hvert.“ Þótti kjaftæði fyrir ekki svo löngu Íhaldssamir stjórnmálamenn í Ísrael hafa fagnað mjög hugmyndum Donald Trump Bandaríkjaforseta um að flytja íbúa Gasa á brott og hefja þar uppbyggingu á einhvers konar ferðamannaparadís. Sérfræðingar segja þær hins vegar fel í sér gróf mannréttindabrot. Þeirra á meðal er Michael Sfard, einn af helstu mannréttindalögfræðingum Ísraels, sem segir áætlanir Katz hreinlega drög að glæpum gegn mannkyninu. Guðmundur tekur í svipaðan streng. „Ísraelsríki er byggt á þeirri hugmynd að allt það land sem kallast núna Palestína sé í raun eign Ísraelsmanna eða gyðinga og aðrir séu þar bara einhvern veginn fyrir. Ráðherrar í núverandi ríkisstjórn Ísraels hafa lengi boðað að þeir vilji leggja undir sig allt þetta land. Ekki er þá ljóst hvað eigi að gera við allt það fólk sem þarna býr. Þetta er þá ein mynd þessarar „lokalausnar“ eða endlösung sem ýmsir innan hægri afla Ísraels hafa verið að boða og heimurinn er að horfa upp á núna. Fram að árás Hamas hér fyrir nokkru þá töldust svona hugmyndir vera svo miklar öfgaskoðanir að menn höfnuðu þeim almennt sem einhverju kjaftæði. Núna er þetta orðin viðtekin skoðun hjá sumum og hefur Trump, Bandaríkjaforseti, viðhaft svipaða orðræðu. Það ber að taka það alvarlega þegar valdamesti maður heims tjáir sig með þessum hætti.“
Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Hernaður Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira