Innlent

Þúsund manns teknir fyrir hraðakstur á Hvolsvelli í sumar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan á Hvolsvelli hefur í nógu að snúast við umferðareftirlit.
Lögreglan á Hvolsvelli hefur í nógu að snúast við umferðareftirlit.

Lögreglan á Hvolsvelli tók 43 ökumenn fyrir of hraðann akstur í sérstöku umferðarátaki í gær. Sá sem hraðast fór ók á tæplega 140 kílómetra hraða á klukkustund. Frá 1. júní síðastliðinn hafa 1050 verið teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Hvolsvallarlögreglunnar, eða að meðaltali um 13 á dag. Flestir þeirra sem hafa verið stöðvaðir eru útlendingar, að sögn lögreglunnar. Fjórar bílveltur urðu í nágrenni við Hvolsvöll í síðustu viku. Allar í nágrenni við Skaftártungu.

Lögreglan á Hvolsvelli átti frumkvæði að því að útbúið var upplýsingablað fyrir erlenda ökumenn á Íslandi. Þar eru upplýsingar um hraðatakmörk á Íslandi og hvaða sektir liggja við hraðabrotum. Þá framleiddi Vegagerðin og setti upp skilti til leiðbeiningar erlendum ökumönnum á vegarköflum þar sem malarvegir taka við af malbiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×