Innlent

Glæsileg aðstaða í notkun að Hlíðarenda með vígslu Vodafone-vallarins

Valsmenn gengu fylktu liði úr Hlíðahverfinu yfir á óðal sitt að Hlíðarenda í dag til að fagna nýjum og einkar glæsilegum mannvirkjum sem þar voru vígð. Mikið fjör var í höfuðstöðvum Vals enda hafa margir lagt mikið á sig til að gera aðstöðuna eins glæsilega og raun ber vitni. Nýju mannvirkin eru býsna ólík gömlu útihúsunum að Hlíðarenda.

Miklar framkvæmdir hafa verið að Hlíðarenda undanfarið og er íþrótta- og félagsaðstaðan nú ein sú besta hérlendis. Stúka knattspyrnuvallarins nýja tekur um tólf hundruð manns í eldrauð sæti.

Ekki er aðstaðan síðri innandyra. Keppnishúsið að Hlíðarenda var rifið annað mun stærra og glæsilegra var reist í þess stað.

Það var mikið fjör í krökkum á öllum aldri í dag sem komu til að fagna þessum merku tímamótum í sögu Vals

Valshjartað sló af miklum þrótti hjá öldnum kempum í dag og framtíðar stjörnur valsliðsins leyfðu kappinu að fara á fullt í tilefni dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×