Innlent

Gruna ekki eigendur nektardansstaða um að vera ábyrgir fyrir vændi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stefán Eiríksson og Hörður Jóhannesson, yfirmenn lögreglunnar í Reykjavík.
Stefán Eiríksson og Hörður Jóhannesson, yfirmenn lögreglunnar í Reykjavík.
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglan hafi ekki sérstaka ástæðu til að gruna eigendur nektardansstaða á Íslandi um að hafa milligöngu um vændi nektardansmeyja.

Í samtali við Vísi sagði Stefán að lögregla hefði upplýsingar um það að stúlkur sem kæmu hingað til að dansa stunduðu vændi. Þá bentu upplýsingar frá lögreglu á öðrum Norðurlöndum til þess að skipulögð glæpasamtök hafi milligöngu um að útvega íslenskum dansstöðum nektardansmeyjar. Hins vegar lægju ekki fyrir upplýsingar um það að eigendur dansstaðanna væru milligöngumenn um vændið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×