Innlent

Verið að yfirheyra flugdólginn

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Verið er að yfirheyra manninn sem var handtekinn var á Keflavíkurflugvelli í morgun, eftir að flugmenn Lufthansa lentu flugvél félagsins þar vegna óláta í manninum. Maðurinn lét mjög ófriðlega í flugi Lufthansa á leið frá Los Angeles í Bandaríkjunum til Munchen í Þýskalandi. Hann ógnaði farþegum og áhöfn. Lögrega telur miklar líkur á að maðurinn verði lögsóttur og krafinn um skaðabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×