Innlent

Algert umferðaröngþveiti í Kópavogi

Algjört umferðaröngþveiti ríkir á tímum í Kópavogi vegna lokunar hluta Nýbýlavegar á meðan framkvæmdir standa þar yfir. Margir villast og dæmi eru um að menn sitji fastir í umferðarhnútum í allt að klukkustund.

Verið er að flytja til háspennustreng og þurfti þess vegna að loka Nýbýlavegi frá Birkigrund að Sæbólsbraut frá gærdeginum og verður lokunin líklega fram á sunnudag. Þá eru framkvæmdir á Dalvegi sem auka enn á slæmt ástand í umferðinni sem beinist inn í nærliggjandi hverfi.

Árni Friðleifsson varðstjóri í umferðardeild Hann segir gatnakerfið í Kópavogi erfitt þar sem mikið sé um botnlangagötur, fjöldi fyrirtækja á svæiðnu sé mikill og gatnakerfið þoli afar illa að umferð sé færð til með þessum hætti. Þetta geti komið slökkviliði og sjúkraflutningafólki mjög illa, en þó séu lögreglumenn til taks til að bregðast við þeim aðstæðum.

Fjöldi ökumanna villtist í nærliggjandi hverfum og dæmi eru um að fólk hafi setið fast í umerð í hverfinu í allt að klukkustund. Forráðamenn Betri byggðar sem berjast gegn tvöföldun íbúafjölda í Kársnesi segja að fjöldi hringina hafi borist frá félagsmönnum sem sátu fastir í umferðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×