Innlent

Allt tiltækt slökkvilið kallað að Lynghálsi 11 í nótt

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað að Lynghálsi 11 á þriðja tímanum í nótt. Mikill eldur logaði þar á vélaverkstæði. Talsverð olía er geymd á staðnum. Að sögn slökkviliðsins voru 6 reykkafarar sendir inn í bygginguna til að kanna aðstæður. Húsnæðið skemmdist mikið ásamt dráttarvél sem var þar inni. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi slasast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×