Fleiri fréttir Velferðarsvið segist vinna markvisst að málefnum aldraðra Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er, að fregnum af því að ekki hafi verið brugðist við hjálparbeiðni vegna aldraðra hjóna fyrr en sex dögum eftir að beiðnin var upphaflega lögð fram, sé tekið alvarlega. Velferðarsvið leggi metnað sinn í að veita öldruðum jafnt og öðrum borgarbúum góða þjónustu. 20.6.2007 11:51 Norrænir ráðherrar leggja á ráðin um varnir gegn kynferðisglæpamönnum á Netinu Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra hitti norræna kollega sína í Koli í Finnlandi í dag. Málefni tengd vernd barna og efni refsireglna í því skyni voru helsta umræðuefnið á fundinum. Sérstaklega var rætt um leiðir til að hindra, að netið sé notað til að lokka börn til kynferðislegs sambands og hvernig unnt sé að bregðast við hættum af þessum toga með refsireglum. 20.6.2007 11:17 Alvarlega slasaður eftir vélhjólaslys í Vestmannaeyjum Ökumaður vélhjóls liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild eftir að hann féll af hjóli sínu á Höfðavegi í Vestmannaeyjum laust fyrir miðnætti. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum var maðurinn, sem er á þrítugsaldri, aftastur hópi vélhjólamanna sem voru á leið frá Stórhöfða. 20.6.2007 10:43 Bolvíkingar vilja skoða olíuhreinsunarstöðvar Bæjarráð Bolungarvíkur lýsti í gær yfir vonbrigðum með vinnubrögð við skipulagningu kynnisferðar til olíuhreinsunarstöðva í Hollandi og Þýskalandi. 20.6.2007 10:32 Borgarstjóri búinn að landa einum urriða Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri hefur veitt einn urriða í Elliðaánum í morgun en hann opnaði árnar formlega klukkan sjö. Hefð er fyrir því borgarstjórinn í Reykjavík opni árnar ásamt forkólfum Orkuveitunnar og höfðu þeir landað að minnsta kosti tveimur urriðum þegar síðast fréttist. 20.6.2007 10:21 Markmið um menntun fyrir öll börn fyrir 2015 næst ekki Þúsaldarmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um menntun fyrir öll heimsins börn fyrir árið 2015 næst ekki að óbreyttu, að mati Barnaheilla. Alþjóðasamtökin Barnaheill – Save the Children vara við því í nýrri skýrslu samtakanna að þjóðir heimsins verði að herða róðurinn ætli þær sér að ná markmiðinu. 20.6.2007 10:03 Þjóðarátak gegn vændi Þjóðarátak þarf gegn vændi og mansali á Íslandi, bæði af hálfu stjórnvalda og almennings. Þetta er skoðun Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, þingmanns og borgarfulltrúa, sem raunar lét af því embætti í dag. 19.6.2007 20:06 Nýtt fjögurra stjörnu hótel í miðborg Reykjavíkur Nýtt fjögurra stjörnu hótel mun rísa í Lækjargötu í miðborg Reykjavíkur þar sem Iðnaðarbankinn var áður til húsa. Samningur um byggingu hótelsins var undirritaður á þaki hússins í dag. 19.6.2007 19:48 Ráðherra íhugar lög um kynjakvóta Konur reikna með að konur sætti sig við lægri laun en karlar og konur bjóða körlum hærri laun en konum. Þetta er meðal þess sem viðamikil rannsókn á launamun kynjanna leiðir í ljós. 19.6.2007 19:43 Ráðstefna um ábyrga fiskveiðistjórnun Sendiráð Íslands í London stóð í samvinnu við Landssamband íslenskra útvegsmanna fyrir ráðstefnu um ábyrga fiskveiðistjórnun. Ráðstefnan fór fram í byrjun júní. Markmið hennar var að kynna íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið og ástand fiskistofna við Íslandsstrendur fyrir breskum innflytjendum og seljendum íslenskra sjávarafurða. 19.6.2007 19:29 Jarðgöng undir Óshlíð boðin út Vegagerðin hefur hafið útboðsferli Óshlíðarganga en stefnt er að því að umferð verði hleypt á þau eftir þrjú ár. 19.6.2007 19:16 Alcan skoðar Keilisnes Ráðamenn Alcan í Straumsvík hafa fundað með sveitarfélaginu Vogum um hvort Keilisnes standi enn til boða undir álver. Bæjarstjórn hefur í framhaldinu boðað til borgarafundar í Vogum annaðkvöld til að heyra sjónarmið íbúanna til málsins. 19.6.2007 19:09 Umfjöllun RÚV um Jónínu Bjartmarz alvarlegt brot á siðareglum Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur kveðið upp þann úrskurð að Ríkisútvarpið og fréttamaður þess, Helgi Seljan, hafi brotið alvarlega gegn siðareglum blaðamanna með umfjöllun sinni um Jónínu Bjartmarz, þáverandi umhverfisráðherra, og um veitingu ríkisborgararéttar til sambýliskonu sonar hennar. 19.6.2007 19:05 Hringurinn gaf barnaspítalanum 50 milljónir Barnaspítali Hringsins sló upp mikilli veislu í dag á 50 ára afmæli sínu. Hringskonur færðu spítalanum 50 milljónir króna í afmælisgjöf. 19.6.2007 18:59 Kvennaliðið á uppleið, karlaliðið á niðurleið Kvennalandsliðið í knattspyrnu undirbýr sig af krafti fyrir leik gegn Serburm. Stelpurnar mættu fullar af orku á æfingu á sjálfan kvenréttindadaginn. 19.6.2007 18:56 750 manna byggð Fleiri umsóknir hafa borist í íbúðir á nýja háskólasvæðinu á varnarsvæðinu en til stóð að ráðstafa í haust. Undir lok ágúst mun 750 manna samfélag verða þar til á skömmum tíma og er það væntanlega fordæmalaust dæmi um tilflutninga íslendinga án þess að hamfarir komi til. 19.6.2007 18:43 Kastljós sendir frá sér athugasemdir vegna úrskurðar siðanefndar Kastljós hefur sent frá sér athugasemdir vegna úrskurðar Siðanefndar fyrr í dag og fara þær hér á eftir: Siðanefnd Blaðamannafélagsins sendi frá sér úrskurð í dag þar sem hún kemst að þeirri niðurstöðu að umfjöllun Kastljóss um veitingu ríkisborgararéttar til unnustu sonar Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra hafi verið 19.6.2007 17:19 Jafnréttisskóli í burðarliðnum Tillaga frá borgarfulltrúum Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um undirbúning að stofnun Jafnréttisskóla var samþykkt samhljóða í borgarstjórn í dag, 19. maí. Í tillögunni segir að borgarstjórn Reykjavíkur samþykki að setja á stofn samráðshóp sem hafi það verkefni að kanna kosti þess að stofna Jafnréttisskóla. 19.6.2007 16:36 Samfylkingin skipar talsmenn Borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar hefur skipað talsmenn í einstökum málaflokkum. Flokkurinn segir þetta vera nýmæli sem miði að því stuðla að markvissum málflutningi Samfylkingarinnar í öllum málaflokkum. 19.6.2007 15:21 Ástand bílstjóranna stöðugt að sögn læknis Bílstjórarnir sem lentu í árekstri í Hörgárdal eftir hádegið í dag eru ekki i lífshættu. Bílstjórarnir, tvær konur, voru fluttar á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri með sjúkrabíl. Önnur þeirra hefur verið lögð inn til frekari rannsókna. Ekki var búið að taka ákvörðun um hvort hin konan yrði lögð inn. 19.6.2007 15:06 Hlaut verðlaun fyrir uppfinningu sína Þuríður Guðmundsdóttir, grasalæknir og ilmolíufræðingur, hlaut nýlega árleg verðlaun European Union Women Inventors & Innovators Network AWARDS (EUWIIN). Þrjátíu og fimm verðlaun eru veitt konum víðs vegar að úr Evrópu í fimm flokkum, fyrir vísindi, tækni, hönnun, margmiðlun og heilsu. Fjórar konur voru tilnefndir frá Íslandi. 19.6.2007 14:47 Bleiku steinarnir afhentir þingmönnum NV kjördæmis Bleiku steinarnir, hvatningarverðlaun Femístafélags Íslands, voru afhentir á Austurvelli í morgun. Að þessu sinni voru steinarnir afhentir þingmönnum Norðvesturkjördæmis, en ástæðan fyrir valinu er sú að engin kona situr nú á þingi fyrir kjördæmið. 19.6.2007 14:25 Hálendiskort vegagerðarinnar Kjalvegur og Uxahryggjaleið eru færir umferð en Kaldidalur er ófær. Sprengjusandsleið er ennþá lokuð og Fjallabaksleiðir nyrðri og syðri eru ófærar. Leiðin í Herðubreiðalindir og í Öskju hafa verið opnaðar. 19.6.2007 14:08 Ritstjóraskipti á Vísi með haustinu Ritstjóraskipti verða á Vísi með haustinu þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson verður ritstjóri Vísis og Þórir Guðmundsson tekur við starfi varafréttastjóra Stöðvar tvö. 19.6.2007 14:00 Landsbankinn í samstarf við Alþjóðahúsið Alþjóðahúsið og Landsbankinn hafa gert með sér samning sem meðal annars felur í sér að bankinn styrkir húsið um tíu milljónir á þessu ári. Eftir því sem segir í tilkynningu frá bankanum og Alþjóðahúsinu hyggst bankinn einnig bjóða viðskiptavinum sínum sem eru af erlendu bergi brotnir upp á íslensku- og fjármálakennslu í samstarfi við Alþjóðahúsið. 19.6.2007 13:00 Hjallastefnan rekur leikskóla í Reykjanesbæ Í dag skrifa bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ undir samning við Hjallastefnuna ehf. um rekstur leikskólans Akurs við Tjarnabraut sem er nýr 6 deilda leikskóli fyrir 140 börn. Skólinn mun taka til starfa í september og mun hann starfa eftir hugmyndafræði Hjallastefnunnar. 19.6.2007 12:49 Gerir ráð fyrir mjúkri lendingu Búist er við því að landsframleiðslan dragist saman um 0,1 prósent í ár þrátt fyrir stóraukinn útflutning áls í endurskoðaðri þjóðhagsspá sem birt var í morgun. Starfandi forsætisráðherra gerir ráð fyrir mjúkri lendingu í efnahagsmálum. 19.6.2007 12:45 Vestfirðingum verði komið til bjargar Össur Skarphéðinsson, ráðherra byggðamála, segir að Vestfirðingum verði komið til bjargar. Hörð orð gagna á víxl á milli áhrifamanna í Sjálfstæðisflokknum vegna gagnrýni á kvótakerfið. 19.6.2007 12:30 50 milljarða eignir Eignir Samvinnutrygginga, aðallega í verðbréfum, nema ríflega fimmtíu milljörðum króna. Helsta eignin er hlutur í Exista uppá 20 milljarða. 19.6.2007 12:20 Stór hluti launamuns kynjanna innbyggður í hugarfar Konur reikna með að konur sætti sig við lægri laun en karlar og konur bjóða körlum hærri laun en konum. Þetta er meðal þess sem viðamikil rannsókn á launamun kynjanna leiðir í ljós. 19.6.2007 12:18 Kanna hvort Keilisnes standi til boða undir álver Ráðamenn Alcan í Straumsvík hafa fundað með sveitarfélaginu Vogum um hvort Keilisnes standi enn til boða undir álver. Bæjarstjórn hefur í framhaldinu boðað til borgarafundar í Vogum annað kvöld til að heyra sjónarmið íbúanna til málsins. 19.6.2007 12:13 Rannsakar haglabyssuárás sem tilraun til manndráps Lögregla rannsakar mál karlmanns, sem skaut af haglabyssu að eiginkonu sinni í Hnífsdal fyrir tíu dögum, sem tilraun til manndráps. Við slíkum brotum liggur allt að 16 ára fangelsi. Hæstiréttur staðfesti í gær áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum til 3. júlí á grundvelli almannahagsmuna. 19.6.2007 12:03 Varað við hruni í íshellinum í Kverkfjöllum Viðvörunarskilti hefur verið sett upp við íshellinn í Kverkfjöllum eftir að fregnir bárust af hruni úr honum. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að skemmst sé að minnast þess þegar erlendur ferðamaður lést í íshellinum við Hrafntinnusker fyrir um ári síðan þegar hann varð undir hruni úr hellinum. 19.6.2007 11:09 Búist við samdrætti í landsframleiðslu í ár Búist er við því að landsframleiðslan dragist saman um 0,1 prósent í ár þrátt fyrir stóraukinn útflutning áls í endurskoðaðri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. Stóriðjuframkvæmdir og kvótaúthlutun fyrir næsta ár eru meðal þess sem veldur óvissu í spánni. 19.6.2007 10:46 Hátt í hundrað manns yfir hraðamörkum Lögreglan á Selfossi kærði 93 ökmenn fyrir að aka of hratt í umdæminu, í vikunni sem leið. Einn ökumaður var grunaður um að aka undir áhrifum áfengis og annar var grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. 19.6.2007 10:17 Egill og 365 ná sáttum Egill Helgason og 365 hafa komist að samkomulagi um starfslok Egils hjá félaginu. Eins og kunnugt er stjórnaði Egill umræðuþættinum Silfri Egils á Stöð 2 en ákvað að söðla um og ráða sig til Ríkisútvarpsins. 19.6.2007 10:14 Þvaglekar kvenna Þvagleki er ekki uppáhalds umræðuefni fólks en hann hrjáir marga, sérstaklega konur, og er skilgreindur þannig: Ástand þar sem ósjálfráður og sannanlegur leki á þvagi orsakar bæði félagsleg og hreinlætisleg vandamál fyrir viðkomandi einstakling. 18.6.2007 20:14 Sömdu við einkaaðila vegna biðraða Langar biðraðir við leiktæki í Hljómskálagarðinum urðu til þess að borgin ákvað að semja við einkaaðila um að starfrækja leiktæki í Lækjargötu. 18.6.2007 19:28 Einkatímar hjá reyndum hryðjuverkamönnum í umferðinni Ökuníðingum er boðið uppá námskeið, til að læra að komast undan laganna vörðum, á vefsíðunni HLS.is. Þar kemur fram að tilefnið sé hærri sektir og hert viðurlög við hraðakstri vélhjóla. Boðið er upp á hópnámskeið sem og einkatíma hjá reyndum hryðjuverkamönnum í umferðinni. 18.6.2007 19:16 Ráðið ræður áfram öllu Tuttugu og fjögurra manna framkvæmdaráð, sem endurnýjar sig sjálft, mun í reynd stjórna áfram tugmilljarða eignum Samvinnutrygginga, að mati Péturs Blöndal, formanns efnahags- og skattanefndar Alþingis. Hann telur einnig að það geti stangast á við stjórnarskrá að tryggingatakar missi eignarrétt sinn í þessum digru sjóðum við andlát. 18.6.2007 19:03 Virkjanagróði gerir Ásahrepp að einu ríkasta sveitarfélagi landsins Þrjár virkjanir á hálendinu gera fámennan sveitahrepp í Rangárvallasýslu að einu ríkasta sveitarfélagi landsins. Skattprósentan þar er sú lægsta á landinu og hreppurinn býður íbúum sínum auk þess upp á margskyns hlunnindi. Við virkjun Urriðafoss verður þessi hreppur enn ríkari. 18.6.2007 18:55 Bílslysum fækkar hlutfallslega í Reykjavík Umferðaróhöppum og umferðarslysum hefur fækkað um 45 prósent í höfuðborginni frá árinu 2000 ef hliðsjón er höfð af fjölgun ökutækja. Tveir hafa látist í umferðinni í ár en á sama tíma í fyrra höfðu 7 látist í umferðarslysum. 18.6.2007 18:39 Dæmdur fyrir nauðgun Hæstiréttur dæmdi í dag Stefán Hjaltested Ófeigsson í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot. Hann þröngvaði konu með ofbeldi til samræðis og annarra kynferðismaka. 18.6.2007 17:47 Dæmdur fyrir tilraun til manndráps Hæstiréttur dæmdi í dag Arnar Val Valsson í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Arnar stakk mann með hnífi í bakið, þann 14. maí 2006 með þeim afleiðingum að hann hlaut lífshættulegan áverka. 18.6.2007 16:50 Ungur piltur dæmdur fyrir kynferðisbrot Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag ungan pilt í fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þriggja ára frænda sínum. Pilturinn var ákærður fyrir brot gegn þremur ungum frændum sínum. Hann var ósakhæfur í tveimur tilvikanna. 18.6.2007 16:35 Sjá næstu 50 fréttir
Velferðarsvið segist vinna markvisst að málefnum aldraðra Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er, að fregnum af því að ekki hafi verið brugðist við hjálparbeiðni vegna aldraðra hjóna fyrr en sex dögum eftir að beiðnin var upphaflega lögð fram, sé tekið alvarlega. Velferðarsvið leggi metnað sinn í að veita öldruðum jafnt og öðrum borgarbúum góða þjónustu. 20.6.2007 11:51
Norrænir ráðherrar leggja á ráðin um varnir gegn kynferðisglæpamönnum á Netinu Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra hitti norræna kollega sína í Koli í Finnlandi í dag. Málefni tengd vernd barna og efni refsireglna í því skyni voru helsta umræðuefnið á fundinum. Sérstaklega var rætt um leiðir til að hindra, að netið sé notað til að lokka börn til kynferðislegs sambands og hvernig unnt sé að bregðast við hættum af þessum toga með refsireglum. 20.6.2007 11:17
Alvarlega slasaður eftir vélhjólaslys í Vestmannaeyjum Ökumaður vélhjóls liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild eftir að hann féll af hjóli sínu á Höfðavegi í Vestmannaeyjum laust fyrir miðnætti. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum var maðurinn, sem er á þrítugsaldri, aftastur hópi vélhjólamanna sem voru á leið frá Stórhöfða. 20.6.2007 10:43
Bolvíkingar vilja skoða olíuhreinsunarstöðvar Bæjarráð Bolungarvíkur lýsti í gær yfir vonbrigðum með vinnubrögð við skipulagningu kynnisferðar til olíuhreinsunarstöðva í Hollandi og Þýskalandi. 20.6.2007 10:32
Borgarstjóri búinn að landa einum urriða Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri hefur veitt einn urriða í Elliðaánum í morgun en hann opnaði árnar formlega klukkan sjö. Hefð er fyrir því borgarstjórinn í Reykjavík opni árnar ásamt forkólfum Orkuveitunnar og höfðu þeir landað að minnsta kosti tveimur urriðum þegar síðast fréttist. 20.6.2007 10:21
Markmið um menntun fyrir öll börn fyrir 2015 næst ekki Þúsaldarmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um menntun fyrir öll heimsins börn fyrir árið 2015 næst ekki að óbreyttu, að mati Barnaheilla. Alþjóðasamtökin Barnaheill – Save the Children vara við því í nýrri skýrslu samtakanna að þjóðir heimsins verði að herða róðurinn ætli þær sér að ná markmiðinu. 20.6.2007 10:03
Þjóðarátak gegn vændi Þjóðarátak þarf gegn vændi og mansali á Íslandi, bæði af hálfu stjórnvalda og almennings. Þetta er skoðun Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, þingmanns og borgarfulltrúa, sem raunar lét af því embætti í dag. 19.6.2007 20:06
Nýtt fjögurra stjörnu hótel í miðborg Reykjavíkur Nýtt fjögurra stjörnu hótel mun rísa í Lækjargötu í miðborg Reykjavíkur þar sem Iðnaðarbankinn var áður til húsa. Samningur um byggingu hótelsins var undirritaður á þaki hússins í dag. 19.6.2007 19:48
Ráðherra íhugar lög um kynjakvóta Konur reikna með að konur sætti sig við lægri laun en karlar og konur bjóða körlum hærri laun en konum. Þetta er meðal þess sem viðamikil rannsókn á launamun kynjanna leiðir í ljós. 19.6.2007 19:43
Ráðstefna um ábyrga fiskveiðistjórnun Sendiráð Íslands í London stóð í samvinnu við Landssamband íslenskra útvegsmanna fyrir ráðstefnu um ábyrga fiskveiðistjórnun. Ráðstefnan fór fram í byrjun júní. Markmið hennar var að kynna íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið og ástand fiskistofna við Íslandsstrendur fyrir breskum innflytjendum og seljendum íslenskra sjávarafurða. 19.6.2007 19:29
Jarðgöng undir Óshlíð boðin út Vegagerðin hefur hafið útboðsferli Óshlíðarganga en stefnt er að því að umferð verði hleypt á þau eftir þrjú ár. 19.6.2007 19:16
Alcan skoðar Keilisnes Ráðamenn Alcan í Straumsvík hafa fundað með sveitarfélaginu Vogum um hvort Keilisnes standi enn til boða undir álver. Bæjarstjórn hefur í framhaldinu boðað til borgarafundar í Vogum annaðkvöld til að heyra sjónarmið íbúanna til málsins. 19.6.2007 19:09
Umfjöllun RÚV um Jónínu Bjartmarz alvarlegt brot á siðareglum Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur kveðið upp þann úrskurð að Ríkisútvarpið og fréttamaður þess, Helgi Seljan, hafi brotið alvarlega gegn siðareglum blaðamanna með umfjöllun sinni um Jónínu Bjartmarz, þáverandi umhverfisráðherra, og um veitingu ríkisborgararéttar til sambýliskonu sonar hennar. 19.6.2007 19:05
Hringurinn gaf barnaspítalanum 50 milljónir Barnaspítali Hringsins sló upp mikilli veislu í dag á 50 ára afmæli sínu. Hringskonur færðu spítalanum 50 milljónir króna í afmælisgjöf. 19.6.2007 18:59
Kvennaliðið á uppleið, karlaliðið á niðurleið Kvennalandsliðið í knattspyrnu undirbýr sig af krafti fyrir leik gegn Serburm. Stelpurnar mættu fullar af orku á æfingu á sjálfan kvenréttindadaginn. 19.6.2007 18:56
750 manna byggð Fleiri umsóknir hafa borist í íbúðir á nýja háskólasvæðinu á varnarsvæðinu en til stóð að ráðstafa í haust. Undir lok ágúst mun 750 manna samfélag verða þar til á skömmum tíma og er það væntanlega fordæmalaust dæmi um tilflutninga íslendinga án þess að hamfarir komi til. 19.6.2007 18:43
Kastljós sendir frá sér athugasemdir vegna úrskurðar siðanefndar Kastljós hefur sent frá sér athugasemdir vegna úrskurðar Siðanefndar fyrr í dag og fara þær hér á eftir: Siðanefnd Blaðamannafélagsins sendi frá sér úrskurð í dag þar sem hún kemst að þeirri niðurstöðu að umfjöllun Kastljóss um veitingu ríkisborgararéttar til unnustu sonar Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra hafi verið 19.6.2007 17:19
Jafnréttisskóli í burðarliðnum Tillaga frá borgarfulltrúum Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um undirbúning að stofnun Jafnréttisskóla var samþykkt samhljóða í borgarstjórn í dag, 19. maí. Í tillögunni segir að borgarstjórn Reykjavíkur samþykki að setja á stofn samráðshóp sem hafi það verkefni að kanna kosti þess að stofna Jafnréttisskóla. 19.6.2007 16:36
Samfylkingin skipar talsmenn Borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar hefur skipað talsmenn í einstökum málaflokkum. Flokkurinn segir þetta vera nýmæli sem miði að því stuðla að markvissum málflutningi Samfylkingarinnar í öllum málaflokkum. 19.6.2007 15:21
Ástand bílstjóranna stöðugt að sögn læknis Bílstjórarnir sem lentu í árekstri í Hörgárdal eftir hádegið í dag eru ekki i lífshættu. Bílstjórarnir, tvær konur, voru fluttar á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri með sjúkrabíl. Önnur þeirra hefur verið lögð inn til frekari rannsókna. Ekki var búið að taka ákvörðun um hvort hin konan yrði lögð inn. 19.6.2007 15:06
Hlaut verðlaun fyrir uppfinningu sína Þuríður Guðmundsdóttir, grasalæknir og ilmolíufræðingur, hlaut nýlega árleg verðlaun European Union Women Inventors & Innovators Network AWARDS (EUWIIN). Þrjátíu og fimm verðlaun eru veitt konum víðs vegar að úr Evrópu í fimm flokkum, fyrir vísindi, tækni, hönnun, margmiðlun og heilsu. Fjórar konur voru tilnefndir frá Íslandi. 19.6.2007 14:47
Bleiku steinarnir afhentir þingmönnum NV kjördæmis Bleiku steinarnir, hvatningarverðlaun Femístafélags Íslands, voru afhentir á Austurvelli í morgun. Að þessu sinni voru steinarnir afhentir þingmönnum Norðvesturkjördæmis, en ástæðan fyrir valinu er sú að engin kona situr nú á þingi fyrir kjördæmið. 19.6.2007 14:25
Hálendiskort vegagerðarinnar Kjalvegur og Uxahryggjaleið eru færir umferð en Kaldidalur er ófær. Sprengjusandsleið er ennþá lokuð og Fjallabaksleiðir nyrðri og syðri eru ófærar. Leiðin í Herðubreiðalindir og í Öskju hafa verið opnaðar. 19.6.2007 14:08
Ritstjóraskipti á Vísi með haustinu Ritstjóraskipti verða á Vísi með haustinu þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson verður ritstjóri Vísis og Þórir Guðmundsson tekur við starfi varafréttastjóra Stöðvar tvö. 19.6.2007 14:00
Landsbankinn í samstarf við Alþjóðahúsið Alþjóðahúsið og Landsbankinn hafa gert með sér samning sem meðal annars felur í sér að bankinn styrkir húsið um tíu milljónir á þessu ári. Eftir því sem segir í tilkynningu frá bankanum og Alþjóðahúsinu hyggst bankinn einnig bjóða viðskiptavinum sínum sem eru af erlendu bergi brotnir upp á íslensku- og fjármálakennslu í samstarfi við Alþjóðahúsið. 19.6.2007 13:00
Hjallastefnan rekur leikskóla í Reykjanesbæ Í dag skrifa bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ undir samning við Hjallastefnuna ehf. um rekstur leikskólans Akurs við Tjarnabraut sem er nýr 6 deilda leikskóli fyrir 140 börn. Skólinn mun taka til starfa í september og mun hann starfa eftir hugmyndafræði Hjallastefnunnar. 19.6.2007 12:49
Gerir ráð fyrir mjúkri lendingu Búist er við því að landsframleiðslan dragist saman um 0,1 prósent í ár þrátt fyrir stóraukinn útflutning áls í endurskoðaðri þjóðhagsspá sem birt var í morgun. Starfandi forsætisráðherra gerir ráð fyrir mjúkri lendingu í efnahagsmálum. 19.6.2007 12:45
Vestfirðingum verði komið til bjargar Össur Skarphéðinsson, ráðherra byggðamála, segir að Vestfirðingum verði komið til bjargar. Hörð orð gagna á víxl á milli áhrifamanna í Sjálfstæðisflokknum vegna gagnrýni á kvótakerfið. 19.6.2007 12:30
50 milljarða eignir Eignir Samvinnutrygginga, aðallega í verðbréfum, nema ríflega fimmtíu milljörðum króna. Helsta eignin er hlutur í Exista uppá 20 milljarða. 19.6.2007 12:20
Stór hluti launamuns kynjanna innbyggður í hugarfar Konur reikna með að konur sætti sig við lægri laun en karlar og konur bjóða körlum hærri laun en konum. Þetta er meðal þess sem viðamikil rannsókn á launamun kynjanna leiðir í ljós. 19.6.2007 12:18
Kanna hvort Keilisnes standi til boða undir álver Ráðamenn Alcan í Straumsvík hafa fundað með sveitarfélaginu Vogum um hvort Keilisnes standi enn til boða undir álver. Bæjarstjórn hefur í framhaldinu boðað til borgarafundar í Vogum annað kvöld til að heyra sjónarmið íbúanna til málsins. 19.6.2007 12:13
Rannsakar haglabyssuárás sem tilraun til manndráps Lögregla rannsakar mál karlmanns, sem skaut af haglabyssu að eiginkonu sinni í Hnífsdal fyrir tíu dögum, sem tilraun til manndráps. Við slíkum brotum liggur allt að 16 ára fangelsi. Hæstiréttur staðfesti í gær áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum til 3. júlí á grundvelli almannahagsmuna. 19.6.2007 12:03
Varað við hruni í íshellinum í Kverkfjöllum Viðvörunarskilti hefur verið sett upp við íshellinn í Kverkfjöllum eftir að fregnir bárust af hruni úr honum. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að skemmst sé að minnast þess þegar erlendur ferðamaður lést í íshellinum við Hrafntinnusker fyrir um ári síðan þegar hann varð undir hruni úr hellinum. 19.6.2007 11:09
Búist við samdrætti í landsframleiðslu í ár Búist er við því að landsframleiðslan dragist saman um 0,1 prósent í ár þrátt fyrir stóraukinn útflutning áls í endurskoðaðri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. Stóriðjuframkvæmdir og kvótaúthlutun fyrir næsta ár eru meðal þess sem veldur óvissu í spánni. 19.6.2007 10:46
Hátt í hundrað manns yfir hraðamörkum Lögreglan á Selfossi kærði 93 ökmenn fyrir að aka of hratt í umdæminu, í vikunni sem leið. Einn ökumaður var grunaður um að aka undir áhrifum áfengis og annar var grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. 19.6.2007 10:17
Egill og 365 ná sáttum Egill Helgason og 365 hafa komist að samkomulagi um starfslok Egils hjá félaginu. Eins og kunnugt er stjórnaði Egill umræðuþættinum Silfri Egils á Stöð 2 en ákvað að söðla um og ráða sig til Ríkisútvarpsins. 19.6.2007 10:14
Þvaglekar kvenna Þvagleki er ekki uppáhalds umræðuefni fólks en hann hrjáir marga, sérstaklega konur, og er skilgreindur þannig: Ástand þar sem ósjálfráður og sannanlegur leki á þvagi orsakar bæði félagsleg og hreinlætisleg vandamál fyrir viðkomandi einstakling. 18.6.2007 20:14
Sömdu við einkaaðila vegna biðraða Langar biðraðir við leiktæki í Hljómskálagarðinum urðu til þess að borgin ákvað að semja við einkaaðila um að starfrækja leiktæki í Lækjargötu. 18.6.2007 19:28
Einkatímar hjá reyndum hryðjuverkamönnum í umferðinni Ökuníðingum er boðið uppá námskeið, til að læra að komast undan laganna vörðum, á vefsíðunni HLS.is. Þar kemur fram að tilefnið sé hærri sektir og hert viðurlög við hraðakstri vélhjóla. Boðið er upp á hópnámskeið sem og einkatíma hjá reyndum hryðjuverkamönnum í umferðinni. 18.6.2007 19:16
Ráðið ræður áfram öllu Tuttugu og fjögurra manna framkvæmdaráð, sem endurnýjar sig sjálft, mun í reynd stjórna áfram tugmilljarða eignum Samvinnutrygginga, að mati Péturs Blöndal, formanns efnahags- og skattanefndar Alþingis. Hann telur einnig að það geti stangast á við stjórnarskrá að tryggingatakar missi eignarrétt sinn í þessum digru sjóðum við andlát. 18.6.2007 19:03
Virkjanagróði gerir Ásahrepp að einu ríkasta sveitarfélagi landsins Þrjár virkjanir á hálendinu gera fámennan sveitahrepp í Rangárvallasýslu að einu ríkasta sveitarfélagi landsins. Skattprósentan þar er sú lægsta á landinu og hreppurinn býður íbúum sínum auk þess upp á margskyns hlunnindi. Við virkjun Urriðafoss verður þessi hreppur enn ríkari. 18.6.2007 18:55
Bílslysum fækkar hlutfallslega í Reykjavík Umferðaróhöppum og umferðarslysum hefur fækkað um 45 prósent í höfuðborginni frá árinu 2000 ef hliðsjón er höfð af fjölgun ökutækja. Tveir hafa látist í umferðinni í ár en á sama tíma í fyrra höfðu 7 látist í umferðarslysum. 18.6.2007 18:39
Dæmdur fyrir nauðgun Hæstiréttur dæmdi í dag Stefán Hjaltested Ófeigsson í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot. Hann þröngvaði konu með ofbeldi til samræðis og annarra kynferðismaka. 18.6.2007 17:47
Dæmdur fyrir tilraun til manndráps Hæstiréttur dæmdi í dag Arnar Val Valsson í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Arnar stakk mann með hnífi í bakið, þann 14. maí 2006 með þeim afleiðingum að hann hlaut lífshættulegan áverka. 18.6.2007 16:50
Ungur piltur dæmdur fyrir kynferðisbrot Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag ungan pilt í fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þriggja ára frænda sínum. Pilturinn var ákærður fyrir brot gegn þremur ungum frændum sínum. Hann var ósakhæfur í tveimur tilvikanna. 18.6.2007 16:35