Innlent

Hlaut verðlaun fyrir uppfinningu sína

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Þuríður Guðmundsdóttir, grasalæknir og ilmolíufræðingur, hlaut nýlega árleg verðlaun European Union Women Inventors & Innovators Network AWARDS (EUWIIN). Þrjátíu og fimm verðlaun eru veitt konum víðs vegar að úr Evrópu í fimm flokkum, fyrir vísindi, tækni, hönnun, margmiðlun og heilsu. Fjórar konur voru tilnefndir frá Íslandi. Þuríður er ein þeirra og hlaut hún verðlaun í heilsuflokki fyrir MOA kremið. Þuríður segir að kremið sé arfleið frá ömmu hennar og sé græði og heilunarkrem.

Þuríður fór fyrst að þróa kremið eftir að sonur hennar hlaut alvarleg brunasár fyrir nokkrum árum. Hún segir að það gagnist vel á þurra húð og eftir bruna. Þá hafi það jafnframt gagnast vel á legusár og fótasár. Þuríður hefur þegar hafist handa við að markaðssetja kremið erlendis og er það nú komið á breskan markað. Hún telur að verðlaunin séu mikilvæg fyrir alþjóðlega markaðssetningu.

Að sögn Elínar Jakobssen hjá Lyfjastofnun hefur Móa ekki verið til umfjöllunar hjá stofnuninni. Því er kremið flokkað sem snyrtivara en ekki sem lyf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×