Innlent

Jarðgöng undir Óshlíð boðin út

Vegagerðin hefur hafið útboðsferli Óshlíðarganga en stefnt er að því að umferð verði hleypt á þau eftir þrjú ár.

Jarðgöngin verða milli Hnífsdals og Bolungarvíkur og verða 5,1 kílómetri að lengd, en þau eiga að leysa af hinn illræmda veg um Óshlíð. Áætlað er að þau muni kosta þrjá og hálfan til fjóra milljarða króna. Vegagerðin hefur nú auglýst á evrópska efnahagssvæðinu eftir verktökum sem áhuga hafa á að keppa um verkefnið en bjóðendur verða valdir í forvali. Verkið verður svo boðið út í haust og stefnt að því að tilboð verði opnuð upp úr næstu áramótum, að sögn Hreins Haraldssonar, framkvæmdastjóra þróunarsvið Vegagerðarinnar. Ef allt gengur eftir hefjast framkvæmdir næsta vor og stefnt að því að þeim ljúki með opnun ganganna sumarið 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×