Innlent

Norrænir ráðherrar leggja á ráðin um varnir gegn kynferðisglæpamönnum á Netinu

Málefni tengd vernd barna og efni refsireglna í því skyni voru helsta umræðuefnið á fundinum í Finnlandi.
Málefni tengd vernd barna og efni refsireglna í því skyni voru helsta umræðuefnið á fundinum í Finnlandi. MYND/Pjetur

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra hitti norræna kollega sína í Koli í Finnlandi í dag. Málefni tengd vernd barna og efni refsireglna í því skyni voru helsta umræðuefnið á fundinum. Sérstaklega var rætt um leiðir til að hindra, að netið sé notað til að lokka börn til kynferðislegs sambands og hvernig unnt sé að bregðast við hættum af þessum toga með refsireglum.

Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu kemur fram að ákveðið hafi verið að ríkislögreglustjórar landanna skyldu ræða sameiginlegar aðgerðir Norðurlanda gegn misnotkun á netinu gegn börnum á næsta fundi sínum og leggja til grundvallar skýrslu frá norska dómsmálaráðuneytinu um varnarráðstafanir í þágu barna. Ráðherrarnir stefna að aukafundi um málið í desember í Ósló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×