Innlent

Stór hluti launamuns kynjanna innbyggður í hugarfar

Konur reikna með að konur sætti sig við lægri laun en karlar og konur bjóða körlum hærri laun en konum. Þetta er meðal þess sem viðamikil rannsókn á launamun kynjanna leiðir í ljós.

Niðurstöðurnar voru kynntar á blaðamannafundi í Háskólanum í Reykjavík, í dag á kvenréttindadaginn 19. júní. Þar kemur fram að bæði karlar og konur í hlutverki stjórnenda ráðleggja konum að sætta sig við 11 til 12 prósentum lægri laun en körlum standa til boða.

Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að stór hlutur launamuns kynjanna sé innbyggður í hugarfar okkar og væntingar. Nánar verður fjallað um þetta í kvöldfréttum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×