Innlent

Egill og 365 ná sáttum

Egill Helgason og 365 hafa komist að samkomulagi um starfslok Egils hjá félaginu. Eins og kunnugt er stjórnaði Egill umræðuþættinum Silfri Egils á Stöð 2 en ákvað að söðla um og ráða sig til Ríkisútvarpsins.

Forsvarsmenn 365 töldu Egil hafa brotið gegn samningi sem hann hafði gert við 365 og létu lögmenn sína fara yfir málið. Nú hefur hins vegar náðst sú niðurstaða að Egill hefur viðurkennt að ákveðnar líkur séu á því að samningur teljist hafa komist á í skilningi laga vegna samskipta hans og forsvarsmanna 365, eins og segir í tilkynningu vegna málsins.

Með þessu er Egill laus undan samningsskyldum sínum við 365 og heldur til annarra starfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×