Innlent

Landsbankinn í samstarf við Alþjóðahúsið

Frá undirritun samningsins.
Frá undirritun samningsins.

Alþjóðahúsið og Landsbankinn hafa gert með sér samning sem meðal annars felur í sér að bankinn styrkir húsið um tíu milljónir á þessu ári. Eftir því sem segir í tilkynningu frá bankanum og Alþjóðahúsinu hyggst bankinn einnig bjóða viðskiptavinum sínum sem eru af erlendu bergi brotnir upp á íslensku- og fjármálakennslu í samstarfi við Alþjóðahúsið.

Þá hyggst Landsbankinn fá sérfræðinga Alþjóðahússins í lið með sér til að undirbúa og flytja fyrirlestra fyrir starfsmenn Landsbankans um þjónustu í fjölmenningarumhverfi.

Enn fremur verður Landsbankinn bakhjarl viðurkenningar Alþjóðahússins til þeirra sem hafa sinnt lofsverðu starfi í málefnum innflytjenda. Viðurkenningin hefur verið veitt síðasta virka dag desembermánaðar nokkur undanliðin ár en frá og með desember 2007 verður viðurkenningin kennd við Thor Jensen og Landsbankinn bakhjarl hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×