Innlent

Ráðið ræður áfram öllu

Tuttugu og fjögurra manna framkvæmdaráð, sem endurnýjar sig sjálft, mun í reynd stjórna áfram tugmilljarða eignum Samvinnutrygginga, að mati Péturs Blöndal, formanns efnahags- og skattanefndar Alþingis. Hann telur einnig að það geti stangast á við stjórnarskrá að tryggingatakar missi eignarrétt sinn í þessum digru sjóðum við andlát.

Það var ákveðið á aðalfundi eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga á föstudag að leggja félagið niður og færa eignirnar til þeirra sem voru í viðskiptum við félagið. Talað er um 40 þúsund tryggingataka í því sambandi en þeir fá ekki allar eignirnar. Þær eru uppá fimmtíu miljarða sammkvæmt ársskýrslu sem barst fréttastofu í dag en eigið fé er ríflega 21 milljarður.

En tryggingatakarnir fá ekki alla þessa peninga sem hluti í nýja félaginu sem á að heita Gift ehf. Að líkindum mun þriðjungur eignarinnar vera áfram í sjálfseiganrsjóði, Samvinnusjóðnum en þangað hafa runnið eignir þeirra tryggingataka sem hafa látist eða orðið gjaldþrota í gegnum tíðina. Þeir sem sjtórna þessum risavaxna eignarhlut verða áfram 24. manna framkvæmdaráð - ráð sem kýs sig sjálft í reynd - en árlega velur ráðið inn fjóra nýja félaga til fjögurra ára. Þar sitja þekkt nöfn úr Framsóknarflokknum. Finnur Ingólfsson mun sitja í ráðiðinu til 2010 og Valgerður Sverrisdóttir flokkssystir hans og varaformaður flokksins kom inn í ráðið í ár.

Samkævmt upplýsingum fréttastofu mun sama framkvæmdaráð stýra Samvinnusjóðnum áfram og stýra því eign sjóðsins í Gift. Að mati Péturs Blöndal, formanns efnahags- og skattanefndar Alþingis þýðir þetta í reynd að þessi hópur mun áfram stýra öllu félaginu. Tveir, þriðju hlutar félagsins verða dreifðir á 40 þúsund hluthafa.

Það verður við það miðað að þeir af tryggingatökum sem voru á lífi í fyrravor haldi sínum eignarhlut - þessi eingnarréttur erfist sem sagt ekki - samkvæmt samþykktum félagsins. Fréttastofa fór fram á það að sjá þessar samþykktir í dag en Þórólfur Gíslason, stjórnarformaður Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga hafnaði þeirri beiðni. Afnám erfðaréttar með þessum hætt stangast að líkindum á við eignarréttarákvæði stjórnarskrár að mati Péturs Blöndal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×