Innlent

50 milljarða eignir

Eignir Samvinnutrygginga, aðallega í verðbréfum, nema ríflega fimmtíu milljörðum króna. Helsta eignin er hlutur í Exista uppá 20 milljarða.

Það á að leysa upp Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga og skila eignum til þeirra sem voru með tryggingar hjá félaginu. Erfingjar þeirra sem hafa látist fá ekkert og gjaldþrota fyrirtæki misstu einnig sinn rétt auk þeirra sem skiptu um tryggingafélag.

Það eru líkur á því að miklar eignir, ef til vill þriðjungur, verði eftir í Samvinnusjóðnum. Hann verður áfram undir stjórn 24 manna fulltrúaráðs sem virðist endurnýja sig innanfrá. Árlega kýs ráðið sjálft sex nýja meðlimi í ráðið til fjögurra ára.

Nýja hlutafélagið um eignir Samvinnugtrygginga mun heita Gift - annað hvort með vísan til íslenka orðsins yfir gæfu eða enska orðsins yfir gjöf - nema hvort tveggja sé. Eignir eru yfir fimmtíu milljarðar en skuldbingingar á móti eru hátt í þrjátíu. Þetta eru aðallega eignir í verðbréfum.

Hlestu eignir eru þessar: Tæplega 20 milljarðar í Exista, hátt í 9 milljarðar í Icelandair. Tæplega 7,2 milljarðar í Straumi, - 4,5 í Landsbankanum og tæplega 2,5milljarður í Kaupþing banka. Loks eru eignir í Glitni uppá þrettán hundurð milljónir.

Fyrir utan þetta eru svo eignir í systurfélaginu Andvöku. Langstærsti eignarhluturinn þar er ríflega fjögurra milljarða hlutur í Exista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×