Innlent

Hátt í hundrað manns yfir hraðamörkum

Lögreglan á Selfossi kærði 93 ökmenn fyrir að aka of hratt í umdæminu, í vikunni sem leið. Einn ökumaður var grunaður um að aka undir áhrifum áfengis og annar var grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna.

Þá slasaðist ungur drengur á léttu bifhjóli þegar hann missti vald á því með þeim afleiðingum að hann lenti á ljósastaur. Drengurinn slasaðist talsvert, opið lærbeinsbrot og handleggsbrot.

Að undanförnu hefur lögreglunni borist kvartanir íbúa Hveragerðis um akstur ungra drengja á bifhjólum og torfæruhjólum um götur og tún Hveragerðis. Um er að ræða ógætilegan akstur og hefur lögreglan haft afskipti af nokkrum ökumönnum. Lögreglan vill beina því til foreldra og forráðamanna að koma því til leiðar að ungmenni þeirra sem hafa ökuréttindi séu til fyrirmyndar í umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×