Fleiri fréttir

Ferðaþjónustan blómlegust á Íslandi

Hlutfall ferðaþjónustu af landsframleiðslu er langhæst á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Þetta kom fram á norrænu ársþingi hótel- og veitingamanna, sem haldið var 14-17. júní síðastliðinn á Íslandi. Hlutfallið er 4.5% á Íslandi, 3.1% í Noregi, 2.8% í Svíþjóð og 2,4% í Finnlandi og Danmörku.

Bjóða upp á námskeið í afstungum

Á heimasíðu mótorhjólaklúbbsins HSL hefur verið sett upp auglýsing um námskeið þar sem nemendum er kennt að stinga lögregluna af. Í auglýsingunni kemur fram að vegna hækkandi hraðasekta og hertra viðurlaga við ofsaakstri hafi klúbburinn ákveðið að grípa til róttækra aðgerða.

Hraðakstur er dýrt spaug

Sektir vegna hraðaksturs hækkuðu verulega um síðustu mánaðamót. Til dæmis þarf ökumaður sem staðinn er að því að aka á 101 km/klst að greiða þrjátíu þúsund krónur í sekt. Nítján ökumenn voru kærðir vegna hraðaksturs í umdæmi lögreglunnar á Akranesi í síðustu viku.

Færð á vegum

Hítardalsvegur 539 verður lokaður við Melsá í dag og næstu daga vegna ræsagerðar. Fært er um vað á ánni á meðan á framkvæmdum stendur. Þá verður Vatnsfjarðarvegur, vegur númer 633, lokaður við Eyrarfjallsafleggjara í Ísafirði frá kl 14.00 í dag til kl. 20.00 á fimmtudag vegna framkvæmda. Vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum er allur akstur bannaður á mörgum hálendisleiðum sem að jafnaði eru ekki færar nema að sumarlagi. Annars er góð færð um land allt.

Verktakafyrirtæki sakar Eyþór Arnalds um að fara með rangt mál

Fyrirtækið SR-Verktakar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Eyþórs Arnalds, bæjarfulltrúa í Árborg í Kastljósi síðastliðið föstudagskvöld. Þeir segja Eyþór hafa farið vísvitandi með rangt mál í þættinum þegar hann sagði verktakann rífa hús á Selfossi í heimildarleysi.

Vegabætur draga úr slysum

Tveir Íslendingar hafa látist í bílslysum á þessu ári. Á sama tíma í fyrra höfðu sjö látist í umferðarslysum. Lögregla telur að vegabætur hafi dregið úr slysum.

Stuðmenn á útitónleikum við Barnaspítalann á morgun

Barnaspítali Hringsins fagnar 50 ára afmæli á morgun með því að bjóða að bjóða börnum í afmælisveislu frá kl. 12 til 15 á lóðinni við Barnaspítala Hringsins. Þar verður boðið upp á Stuðmanna-tónleika og önnur skemmtiatriði, pylsur, drykki og afmælistertu. Yngstu börnunum býðst að koma með veika bangsa og dúkkur til læknis.

Ræða um framtíðaruppbyggingu Alcan hér á landi

Tveir af æðstu yfirmönnum Alcan eru að koma til landsins til að ræða við ráðamenn um framtíðaruppbyggingu fyrirtækisins hér á landi. Enn er til skoðunar að reisa nýtt álver fyrirtækisins í Þorlákshöfn.

Búið að opna Sæbraut

Lögregla er að ljúka störfum á vettvangi og Sæbraut/Reykjanesbraut hefur verið opnuð fyrir almenna umferð.

Ræða veiðiráðgjöf Hafró við sjávarútvegsráðherra

Forystumenn samtaka sjómanna gengu á fund Einars K. Guðfinnssonar, sjávarútvegsráðherra nú laust fyrir hádegi til þess að ræða veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar sem felur í sér uggvænlegan niðurskurð. Harðnandi gagnrýni er á kvótakerfið í röðum Sjálfstæðismanna.

Vegabréfsáritanir til Íslands gefnar út í Bejing

Deild til útgáfu vegabréfsáritana tók til starfa í sendiráði Íslands í Beijing 15. júní sl. Átján manna kínversk sendinefnd fékk fyrstu áritanirnar, en hún er á leið til Íslands vegna viðræðna um fríverslun landanna. Jóhann Jóhannsson veitir deildinni forstöðu í umboði dóms- og kirkjumálaráðuneytisins.

Mildi að ekki urðu alvarleg slys á fólki

Mildi þykir að ekki urðu alvarleg slys á fólki þegar fullhlaðinn steypubíll valt nærri gatnamótum Sæbrautar og Miklubrautar í morgun. Loka þurfti hluta Sæbrautar vegna slyssins.

Geir sýnilegastur

Á tímabilinu 1. janúar - 24. maí síðastliðinn mældist Geir H. Haarde sýnilegastur í fréttum ljósvakamiðla en Geir hafði áður ekki mælst neitt sérstaklega virkur sem viðmælandi í fréttum.

Lamaðist eftir fyllerí

Héraðsdómur sýknaði fyrir helgi eigendur húsnæðisins að Laugarvegi 22 og Reykjavíkurborg vegna slyss sem átti sér stað þegar ungur maður féll niður stiga á skemmtistaðnum 22 með þeim afleiðingum að hann lamaðist.

Ölvaður ökumaður með barn í bílnum

Ökumaður var stöðvaður fyrir meinta ölvun við akstur á Ísafirði. Sá var stöðvaður um fjögurleytið á föstudeginum og var þá að koma frá því að sækja barn sitt á leikskólann. Þá sluppu kona og tvö börn vel þegar bifreið valt út af veginum til Bíldudals

Aukin krafa um sjálfbærni í sjávarútvegi

Krafa um sjálfbærni í sjávarútvegi eykst sífellt og því mikilvægt að íslensk fyrirtæki taki virkan þátt í þróun á því sviði. Þetta kom fram á alþjóðlegum vinnufundi Matís, sem fram fór á Sauðárkróki. Fjölmörg sóknarfæri eru til staðar í sjálfbærri þróun í sjávarútvegi en nauðsynlegt er að Íslendingar haldi vöku sinni svo þeir eigi þess kost að vera framarlega í umræðu um slík mál í alþjóðlegu tilliti.

Sæbraut enn lokuð vegna umferðarslyss

Sæbraut er enn lokuð til suðurs frá Kleppsmýrarvegi að Miklubraut vegna umferðarslyss, sem varð þegar steypubíll valt í morgun. Mun lokunin standa til hádegis. Umferð er beint annað.

Brennandi bíll í Heiðmörk

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan sjö í kvöld eftir að eldur kviknaði í bifreið í Heiðmörk. Engan sakaði.

Hátíðarhöld í blíðviðri

Víðast hvar um landið viðraði vel til hátíðarhalda en í Reykjavík hafa hátíðarhöldin staðið yfir frá því í morgun og halda áfram fram undir miðnætti. Sautjándi júní heilsaði víðast hvar með blíðskaparveðri. Um það bil 20 þúsund manns lögðu leið sína í miðborg Reykjavíkur í tilefni dagsins.

Klessukeyrði ofursportbíl

Ökumaður sem ók útaf vegi og endaði á umferðarskilti þurfti á áfallahjálp að halda þrátt fyrir að bílinn sé lítið skemmdur og engin meiðsl orðið á fólki. Ástæðan; bíllinn sem hann ók er 550 hestafla ofursportbíll sem kostaði einar 30 milljónir króna. Aðeins 4000 slíkir kaggar eru til í heiminum og þessi var sérsmíðaður fyrir Brimborg.

Mótmælendur handteknir við Þjóðleikhúsið

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók um klukkan hálf fimm í dag fimm einstaklinga fyrir brot á fánalögum. Hópurinn var búinn að setja upp stóra eftirmynd af íslenska þjóðfánanum á Þjóðleikhúsið þar sem stjóriðjustefnu stjórnvalda var mótmælt. Á fánanum var skjöldur með merkjum fyrirtækjanna Alcoa, Alcan og Norðuráls.

Hærri sektir draga ekki enn úr hraða

Þrátt fyrir hert viðurlög við hraðakstri hafði lögreglan í nógu að snúast við að stöðva ökumenn á ofsahraða um helgina. Þótt ökumenn geti átt á hættu að ökutæki þeirra verði gerð upptæk er hraðinn enn mikill.

Eldveggur kom í veg fyrir enn meira tjón

Milljónatjón varð í eldsvoða í iðnaðarhúsi á Selfossi í gærkvöldi en gríðarlegar skemmdir urðu á bifreiðaverkstæði sem starfrækt var húsinu. Smurstofa í sama húsi slapp hins vegar að mestu leyti. Eldveggur í húsinu kom í veg fyrir enn stærra tjón.

Íslendingar vel í stakk búnir að mæta áföllum

Í hátíðarræðu sinni í dag ræddi Geir H Haarde forsætisráðherra dökka skýrslu Hafrannsóknarstofnunar sem leggur til verulegan samdrátt í þorskveiðum á næsta ári og það var að heyra á honum að ríkisstjórnin ætli að hlusta á sérfræðingana, vegna þess að ráðherrann sagði Íslendinga þola áföll nú betur en oft áður.

Sólveig Arnarsdóttir var fjallkonan

Hátíðarhöldin hófust með hefðbundnum hætti í höfuðborginni í morgun, þegar forseti borgarstjórnar lagði blómsveig að leiði sjálfstæðishetjunnar Jóns Sigurðssonar í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu.

Raggi Bjarna er borgarlistamaður Reykjavíkur

Stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason var í dag útnefndur Borgarlistamaður Reykjavíkur. Útnefningin fór fram í Höfða og við það tækifæri tók Ragnar gamlan slagara við góðar undirtektir Borgarstjóra og annarra gesta.

Mikið um hættulega framúrakstra

Mikil umferð er á þjóðveginum milli Akureyrar og Reykjavíkur og hefur lögreglan í Borgarnesi tekið fjölmarga fyrir hraðakstur. Einn var tekinn á 146 kílómetra hraða fyrir norðan Borgarnes laust fyrir klukkan fimm í dag. Að sögn lögreglunnar er mikið um framúrakstra á hættulegum stöðum.

Góð þátttaka í þjóðhátíðarfagnaði á Hvanneyri

Stór hluti íbúa Hvanneyris tók þátt í þjóðhátíðardagskrá sem ungmennafélagið Íslendingur stóð fyrir þar í bæ. Hápunktur hátíðarhaldanna var þegar flugvél flaug yfir svæðið og kastaði niður sælgæti til barnanna.

Mikill mannfjöldi í miðbæ Reykjavíkur

Mörg þúsund manns eru nú saman komin í miðbæ Reykjavíkur til að fagna þjóðhátíðardegi landsmanna. Allt hefur gengið slysalaust fyrir sig að sögn lögreglu.

Ástandið að róast á Akureyri

Allt það lögreglulið sem sérstaklega var kallað út á Akureyri í gærkvöldi vegna aukins viðbúnaðar lögregluyfirvalda var sent heim í morgun. Rólegt hefur verið í bænum í dag en þar hófst fyrir skömmu þjóðhátíðardagskrá á Ráðhústorginu.

Mikið tjón í bruna á Selfossi

Mikið eignatjón varð þegar kviknaði í verksmiðjuhúsnæði við Gagnheiði á Selfossi um hálf níuleytið í gærkvöldi. Allt tiltækt slökkvilið Selfoss var kallað út og naut það einnig aðstoðar slökkviliðsmanna frá Hveragerði.

Hátíðarhöld í blíðskaparveðri í Reykjavík

Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í ávarpi á Austurvelli í morgun að íslenska þjóðin væri nú betur í stakk búin en áður til að takast á við áföll í efnahagslífinu og vísaði þar til tillaga Hafrannsóknarstofnunar um verulegan samdrátt í þorskveiðum á næsta ári.

Fluttur til Reykjavíkur eftir útafakstur

Flytja þurfti tvítugan karlmann með sjúkrabíl til Reykjavíkur eftir að bíll sem hann ók fór útaf veginum undir Ólafsvíkurenni á Snæfellsnesi um klukkan hálf sjö í morgun. Ökumaður þykir hafa sloppið vel miðað við aðstæður.

Sofnaði undir stýri

Bílvelta varð skömmu fyrir klukkan sjö í morgun á hringveginum um 50 kílómetra austan við Mývatn. Ökumaður bifreiðarinnar sofnaði undir stýri með fyrrgreindum afleiðingum. Einn farþegi var í bílnum en engan sakaði.

Ólæti á Akureyri

Erilsamt var hjá lögreglunni á Akueyri aðra nóttina í röð, en einn lögreglumanna orðaði það svo að miðbærinn hefði verið eins og vígvöllur. Að sögn lögreglunnar á Akureyri máttu tíu manns gista fangageymslur hennar í nótt vegna ýmissa brota.

Bílaverkstæði á Selfossi í ljósum logum

Allt tiltækt slökkvilið á Selfossi var kallað út laust eftir klukkan hálfníu í kvöld vegna bruna í verksmiðjuhúsnæði við Gagnheiði á Selfossi. Í húsinu er bílaverkstæði og þar inni geymdir gaskútar. Óttast var að þeir kynnu að springa og var því ákveðið að rýma svæðið í kringum húsið.

Sjá næstu 50 fréttir