Fleiri fréttir Ferðaþjónustan blómlegust á Íslandi Hlutfall ferðaþjónustu af landsframleiðslu er langhæst á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Þetta kom fram á norrænu ársþingi hótel- og veitingamanna, sem haldið var 14-17. júní síðastliðinn á Íslandi. Hlutfallið er 4.5% á Íslandi, 3.1% í Noregi, 2.8% í Svíþjóð og 2,4% í Finnlandi og Danmörku. 18.6.2007 14:32 Bjóða upp á námskeið í afstungum Á heimasíðu mótorhjólaklúbbsins HSL hefur verið sett upp auglýsing um námskeið þar sem nemendum er kennt að stinga lögregluna af. Í auglýsingunni kemur fram að vegna hækkandi hraðasekta og hertra viðurlaga við ofsaakstri hafi klúbburinn ákveðið að grípa til róttækra aðgerða. 18.6.2007 14:31 Hraðakstur er dýrt spaug Sektir vegna hraðaksturs hækkuðu verulega um síðustu mánaðamót. Til dæmis þarf ökumaður sem staðinn er að því að aka á 101 km/klst að greiða þrjátíu þúsund krónur í sekt. Nítján ökumenn voru kærðir vegna hraðaksturs í umdæmi lögreglunnar á Akranesi í síðustu viku. 18.6.2007 14:27 Norræni menningarsjóðurinn styrkir útgáfu finnskrar þjóðlagatónlistar Norræni menningasjóðurinn hefur ákveðið að styrkja bókarútgáfu á finnskri þjóðlagatónlist með 85.000 dönskum krónum. 18.6.2007 14:13 Færð á vegum Hítardalsvegur 539 verður lokaður við Melsá í dag og næstu daga vegna ræsagerðar. Fært er um vað á ánni á meðan á framkvæmdum stendur. Þá verður Vatnsfjarðarvegur, vegur númer 633, lokaður við Eyrarfjallsafleggjara í Ísafirði frá kl 14.00 í dag til kl. 20.00 á fimmtudag vegna framkvæmda. Vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum er allur akstur bannaður á mörgum hálendisleiðum sem að jafnaði eru ekki færar nema að sumarlagi. Annars er góð færð um land allt. 18.6.2007 14:01 Verktakafyrirtæki sakar Eyþór Arnalds um að fara með rangt mál Fyrirtækið SR-Verktakar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Eyþórs Arnalds, bæjarfulltrúa í Árborg í Kastljósi síðastliðið föstudagskvöld. Þeir segja Eyþór hafa farið vísvitandi með rangt mál í þættinum þegar hann sagði verktakann rífa hús á Selfossi í heimildarleysi. 18.6.2007 13:38 Vegabætur draga úr slysum Tveir Íslendingar hafa látist í bílslysum á þessu ári. Á sama tíma í fyrra höfðu sjö látist í umferðarslysum. Lögregla telur að vegabætur hafi dregið úr slysum. 18.6.2007 13:14 Landhelgisgæslan æfði með lögreglusérsveitum Landhelgisgæslan æfði nýlega með sérsveit Ríkislögreglustjórans og Delta sveit norsku lögreglunnar. Þessi viðamikla æfing var haldin í Hvalfirði. 18.6.2007 13:12 Þjóðhátíðardeginum fagnað í kæfandi hita Íslendingar í Torrevieja á Spáni stormuðu í skrúðgöngu í kæfandi hita í gær og fögnuðu afmæli lýðveldisins. 18.6.2007 13:08 Stuðmenn á útitónleikum við Barnaspítalann á morgun Barnaspítali Hringsins fagnar 50 ára afmæli á morgun með því að bjóða að bjóða börnum í afmælisveislu frá kl. 12 til 15 á lóðinni við Barnaspítala Hringsins. Þar verður boðið upp á Stuðmanna-tónleika og önnur skemmtiatriði, pylsur, drykki og afmælistertu. Yngstu börnunum býðst að koma með veika bangsa og dúkkur til læknis. 18.6.2007 13:08 Ræða um framtíðaruppbyggingu Alcan hér á landi Tveir af æðstu yfirmönnum Alcan eru að koma til landsins til að ræða við ráðamenn um framtíðaruppbyggingu fyrirtækisins hér á landi. Enn er til skoðunar að reisa nýtt álver fyrirtækisins í Þorlákshöfn. 18.6.2007 12:45 Búið að opna Sæbraut Lögregla er að ljúka störfum á vettvangi og Sæbraut/Reykjanesbraut hefur verið opnuð fyrir almenna umferð. 18.6.2007 12:37 Ræða veiðiráðgjöf Hafró við sjávarútvegsráðherra Forystumenn samtaka sjómanna gengu á fund Einars K. Guðfinnssonar, sjávarútvegsráðherra nú laust fyrir hádegi til þess að ræða veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar sem felur í sér uggvænlegan niðurskurð. Harðnandi gagnrýni er á kvótakerfið í röðum Sjálfstæðismanna. 18.6.2007 12:26 Vegabréfsáritanir til Íslands gefnar út í Bejing Deild til útgáfu vegabréfsáritana tók til starfa í sendiráði Íslands í Beijing 15. júní sl. Átján manna kínversk sendinefnd fékk fyrstu áritanirnar, en hún er á leið til Íslands vegna viðræðna um fríverslun landanna. Jóhann Jóhannsson veitir deildinni forstöðu í umboði dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. 18.6.2007 12:19 Mildi að ekki urðu alvarleg slys á fólki Mildi þykir að ekki urðu alvarleg slys á fólki þegar fullhlaðinn steypubíll valt nærri gatnamótum Sæbrautar og Miklubrautar í morgun. Loka þurfti hluta Sæbrautar vegna slyssins. 18.6.2007 12:13 Geir sýnilegastur Á tímabilinu 1. janúar - 24. maí síðastliðinn mældist Geir H. Haarde sýnilegastur í fréttum ljósvakamiðla en Geir hafði áður ekki mælst neitt sérstaklega virkur sem viðmælandi í fréttum. 18.6.2007 11:43 Lamaðist eftir fyllerí Héraðsdómur sýknaði fyrir helgi eigendur húsnæðisins að Laugarvegi 22 og Reykjavíkurborg vegna slyss sem átti sér stað þegar ungur maður féll niður stiga á skemmtistaðnum 22 með þeim afleiðingum að hann lamaðist. 18.6.2007 11:22 Ölvaður ökumaður með barn í bílnum Ökumaður var stöðvaður fyrir meinta ölvun við akstur á Ísafirði. Sá var stöðvaður um fjögurleytið á föstudeginum og var þá að koma frá því að sækja barn sitt á leikskólann. Þá sluppu kona og tvö börn vel þegar bifreið valt út af veginum til Bíldudals 18.6.2007 11:00 Aukin krafa um sjálfbærni í sjávarútvegi Krafa um sjálfbærni í sjávarútvegi eykst sífellt og því mikilvægt að íslensk fyrirtæki taki virkan þátt í þróun á því sviði. Þetta kom fram á alþjóðlegum vinnufundi Matís, sem fram fór á Sauðárkróki. Fjölmörg sóknarfæri eru til staðar í sjálfbærri þróun í sjávarútvegi en nauðsynlegt er að Íslendingar haldi vöku sinni svo þeir eigi þess kost að vera framarlega í umræðu um slík mál í alþjóðlegu tilliti. 18.6.2007 10:06 Sæbraut enn lokuð vegna umferðarslyss Sæbraut er enn lokuð til suðurs frá Kleppsmýrarvegi að Miklubraut vegna umferðarslyss, sem varð þegar steypubíll valt í morgun. Mun lokunin standa til hádegis. Umferð er beint annað. 18.6.2007 10:00 Brennandi bíll í Heiðmörk Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan sjö í kvöld eftir að eldur kviknaði í bifreið í Heiðmörk. Engan sakaði. 17.6.2007 20:18 Hátíðarhöld í blíðviðri Víðast hvar um landið viðraði vel til hátíðarhalda en í Reykjavík hafa hátíðarhöldin staðið yfir frá því í morgun og halda áfram fram undir miðnætti. Sautjándi júní heilsaði víðast hvar með blíðskaparveðri. Um það bil 20 þúsund manns lögðu leið sína í miðborg Reykjavíkur í tilefni dagsins. 17.6.2007 19:09 Klessukeyrði ofursportbíl Ökumaður sem ók útaf vegi og endaði á umferðarskilti þurfti á áfallahjálp að halda þrátt fyrir að bílinn sé lítið skemmdur og engin meiðsl orðið á fólki. Ástæðan; bíllinn sem hann ók er 550 hestafla ofursportbíll sem kostaði einar 30 milljónir króna. Aðeins 4000 slíkir kaggar eru til í heiminum og þessi var sérsmíðaður fyrir Brimborg. 17.6.2007 19:03 Mótmælendur handteknir við Þjóðleikhúsið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók um klukkan hálf fimm í dag fimm einstaklinga fyrir brot á fánalögum. Hópurinn var búinn að setja upp stóra eftirmynd af íslenska þjóðfánanum á Þjóðleikhúsið þar sem stjóriðjustefnu stjórnvalda var mótmælt. Á fánanum var skjöldur með merkjum fyrirtækjanna Alcoa, Alcan og Norðuráls. 17.6.2007 18:54 Hærri sektir draga ekki enn úr hraða Þrátt fyrir hert viðurlög við hraðakstri hafði lögreglan í nógu að snúast við að stöðva ökumenn á ofsahraða um helgina. Þótt ökumenn geti átt á hættu að ökutæki þeirra verði gerð upptæk er hraðinn enn mikill. 17.6.2007 18:30 Eldveggur kom í veg fyrir enn meira tjón Milljónatjón varð í eldsvoða í iðnaðarhúsi á Selfossi í gærkvöldi en gríðarlegar skemmdir urðu á bifreiðaverkstæði sem starfrækt var húsinu. Smurstofa í sama húsi slapp hins vegar að mestu leyti. Eldveggur í húsinu kom í veg fyrir enn stærra tjón. 17.6.2007 18:30 Íslendingar vel í stakk búnir að mæta áföllum Í hátíðarræðu sinni í dag ræddi Geir H Haarde forsætisráðherra dökka skýrslu Hafrannsóknarstofnunar sem leggur til verulegan samdrátt í þorskveiðum á næsta ári og það var að heyra á honum að ríkisstjórnin ætli að hlusta á sérfræðingana, vegna þess að ráðherrann sagði Íslendinga þola áföll nú betur en oft áður. 17.6.2007 18:30 Sólveig Arnarsdóttir var fjallkonan Hátíðarhöldin hófust með hefðbundnum hætti í höfuðborginni í morgun, þegar forseti borgarstjórnar lagði blómsveig að leiði sjálfstæðishetjunnar Jóns Sigurðssonar í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu. 17.6.2007 18:30 Raggi Bjarna er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason var í dag útnefndur Borgarlistamaður Reykjavíkur. Útnefningin fór fram í Höfða og við það tækifæri tók Ragnar gamlan slagara við góðar undirtektir Borgarstjóra og annarra gesta. 17.6.2007 18:30 Mikið um hættulega framúrakstra Mikil umferð er á þjóðveginum milli Akureyrar og Reykjavíkur og hefur lögreglan í Borgarnesi tekið fjölmarga fyrir hraðakstur. Einn var tekinn á 146 kílómetra hraða fyrir norðan Borgarnes laust fyrir klukkan fimm í dag. Að sögn lögreglunnar er mikið um framúrakstra á hættulegum stöðum. 17.6.2007 17:59 Góð þátttaka í þjóðhátíðarfagnaði á Hvanneyri Stór hluti íbúa Hvanneyris tók þátt í þjóðhátíðardagskrá sem ungmennafélagið Íslendingur stóð fyrir þar í bæ. Hápunktur hátíðarhaldanna var þegar flugvél flaug yfir svæðið og kastaði niður sælgæti til barnanna. 17.6.2007 16:56 Mikill mannfjöldi í miðbæ Reykjavíkur Mörg þúsund manns eru nú saman komin í miðbæ Reykjavíkur til að fagna þjóðhátíðardegi landsmanna. Allt hefur gengið slysalaust fyrir sig að sögn lögreglu. 17.6.2007 16:41 Tíu hlutu heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu Forseti Íslands sæmdi tíu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkorðu í dag. Athöfnin fór fram á Bessastöðum. 17.6.2007 15:07 Ragnar Bjarnason kjörinn borgarlistarmaður Reykjavíkur Ragnar Bjarnason, tónlistarmaður, var í dag kjörinn borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2007. Það var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, sem afhenti Ragnari heiðursviðurkenninguna í Höfða. 17.6.2007 14:56 Ástandið að róast á Akureyri Allt það lögreglulið sem sérstaklega var kallað út á Akureyri í gærkvöldi vegna aukins viðbúnaðar lögregluyfirvalda var sent heim í morgun. Rólegt hefur verið í bænum í dag en þar hófst fyrir skömmu þjóðhátíðardagskrá á Ráðhústorginu. 17.6.2007 14:39 Umferð í átt að miðbæ Reykjavíkur tekin að þyngjast Höfuðborgarbúar streyma nú í átt að miðbæ Reykjavíkur en þar er að hefjast fjölskyldu- og hátíðardagskrá. Lögreglan gerir ráð fyrir að þúsundir manna muni taka þátt í hátíðarhöldunum. 17.6.2007 14:19 Vatnsfjarðarvegur lokaður við Eyrarfjallsafleggjara Vatnsfjarðarvegur, númer 633, verður lokaður við Eyrarfjallsafleggjara frá morgundeginum til næstkomandi fimmtudags vegna framkvæmda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 17.6.2007 12:59 Mikið tjón í bruna á Selfossi Mikið eignatjón varð þegar kviknaði í verksmiðjuhúsnæði við Gagnheiði á Selfossi um hálf níuleytið í gærkvöldi. Allt tiltækt slökkvilið Selfoss var kallað út og naut það einnig aðstoðar slökkviliðsmanna frá Hveragerði. 17.6.2007 12:25 Steinunn Valdís Óskarsdóttir hættir í borgarstjórn Steinunn Valdís Óskarsdóttir fyrrverandi borgarstjóri og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar hefur sagt af sér sem borgarfulltrúi og ætlar að alfarið að helga sig þingmennsku. 17.6.2007 12:22 Hátíðarhöld í blíðskaparveðri í Reykjavík Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í ávarpi á Austurvelli í morgun að íslenska þjóðin væri nú betur í stakk búin en áður til að takast á við áföll í efnahagslífinu og vísaði þar til tillaga Hafrannsóknarstofnunar um verulegan samdrátt í þorskveiðum á næsta ári. 17.6.2007 12:16 Forsætisráðherra boðar niðurskurð í aflaheimildum í þjóðhátíðarræðu Geir H. Haarde, forsætisráðherra, talaði um kvótakerfið og úthlutun aflaheimilda í þjóðhátíðarræðu sinni á Austurvelli. Sagði hann nauðsynlegt að fundin yrði leið til að sætta sjónarmið fiskifræðinga og útgerðarmanna. 17.6.2007 11:14 Fluttur til Reykjavíkur eftir útafakstur Flytja þurfti tvítugan karlmann með sjúkrabíl til Reykjavíkur eftir að bíll sem hann ók fór útaf veginum undir Ólafsvíkurenni á Snæfellsnesi um klukkan hálf sjö í morgun. Ökumaður þykir hafa sloppið vel miðað við aðstæður. 17.6.2007 11:03 Sofnaði undir stýri Bílvelta varð skömmu fyrir klukkan sjö í morgun á hringveginum um 50 kílómetra austan við Mývatn. Ökumaður bifreiðarinnar sofnaði undir stýri með fyrrgreindum afleiðingum. Einn farþegi var í bílnum en engan sakaði. 17.6.2007 10:46 Ólæti á Akureyri Erilsamt var hjá lögreglunni á Akueyri aðra nóttina í röð, en einn lögreglumanna orðaði það svo að miðbærinn hefði verið eins og vígvöllur. Að sögn lögreglunnar á Akureyri máttu tíu manns gista fangageymslur hennar í nótt vegna ýmissa brota. 17.6.2007 09:49 Bílaverkstæði á Selfossi í ljósum logum Allt tiltækt slökkvilið á Selfossi var kallað út laust eftir klukkan hálfníu í kvöld vegna bruna í verksmiðjuhúsnæði við Gagnheiði á Selfossi. Í húsinu er bílaverkstæði og þar inni geymdir gaskútar. Óttast var að þeir kynnu að springa og var því ákveðið að rýma svæðið í kringum húsið. 16.6.2007 21:19 Sjá næstu 50 fréttir
Ferðaþjónustan blómlegust á Íslandi Hlutfall ferðaþjónustu af landsframleiðslu er langhæst á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Þetta kom fram á norrænu ársþingi hótel- og veitingamanna, sem haldið var 14-17. júní síðastliðinn á Íslandi. Hlutfallið er 4.5% á Íslandi, 3.1% í Noregi, 2.8% í Svíþjóð og 2,4% í Finnlandi og Danmörku. 18.6.2007 14:32
Bjóða upp á námskeið í afstungum Á heimasíðu mótorhjólaklúbbsins HSL hefur verið sett upp auglýsing um námskeið þar sem nemendum er kennt að stinga lögregluna af. Í auglýsingunni kemur fram að vegna hækkandi hraðasekta og hertra viðurlaga við ofsaakstri hafi klúbburinn ákveðið að grípa til róttækra aðgerða. 18.6.2007 14:31
Hraðakstur er dýrt spaug Sektir vegna hraðaksturs hækkuðu verulega um síðustu mánaðamót. Til dæmis þarf ökumaður sem staðinn er að því að aka á 101 km/klst að greiða þrjátíu þúsund krónur í sekt. Nítján ökumenn voru kærðir vegna hraðaksturs í umdæmi lögreglunnar á Akranesi í síðustu viku. 18.6.2007 14:27
Norræni menningarsjóðurinn styrkir útgáfu finnskrar þjóðlagatónlistar Norræni menningasjóðurinn hefur ákveðið að styrkja bókarútgáfu á finnskri þjóðlagatónlist með 85.000 dönskum krónum. 18.6.2007 14:13
Færð á vegum Hítardalsvegur 539 verður lokaður við Melsá í dag og næstu daga vegna ræsagerðar. Fært er um vað á ánni á meðan á framkvæmdum stendur. Þá verður Vatnsfjarðarvegur, vegur númer 633, lokaður við Eyrarfjallsafleggjara í Ísafirði frá kl 14.00 í dag til kl. 20.00 á fimmtudag vegna framkvæmda. Vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum er allur akstur bannaður á mörgum hálendisleiðum sem að jafnaði eru ekki færar nema að sumarlagi. Annars er góð færð um land allt. 18.6.2007 14:01
Verktakafyrirtæki sakar Eyþór Arnalds um að fara með rangt mál Fyrirtækið SR-Verktakar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Eyþórs Arnalds, bæjarfulltrúa í Árborg í Kastljósi síðastliðið föstudagskvöld. Þeir segja Eyþór hafa farið vísvitandi með rangt mál í þættinum þegar hann sagði verktakann rífa hús á Selfossi í heimildarleysi. 18.6.2007 13:38
Vegabætur draga úr slysum Tveir Íslendingar hafa látist í bílslysum á þessu ári. Á sama tíma í fyrra höfðu sjö látist í umferðarslysum. Lögregla telur að vegabætur hafi dregið úr slysum. 18.6.2007 13:14
Landhelgisgæslan æfði með lögreglusérsveitum Landhelgisgæslan æfði nýlega með sérsveit Ríkislögreglustjórans og Delta sveit norsku lögreglunnar. Þessi viðamikla æfing var haldin í Hvalfirði. 18.6.2007 13:12
Þjóðhátíðardeginum fagnað í kæfandi hita Íslendingar í Torrevieja á Spáni stormuðu í skrúðgöngu í kæfandi hita í gær og fögnuðu afmæli lýðveldisins. 18.6.2007 13:08
Stuðmenn á útitónleikum við Barnaspítalann á morgun Barnaspítali Hringsins fagnar 50 ára afmæli á morgun með því að bjóða að bjóða börnum í afmælisveislu frá kl. 12 til 15 á lóðinni við Barnaspítala Hringsins. Þar verður boðið upp á Stuðmanna-tónleika og önnur skemmtiatriði, pylsur, drykki og afmælistertu. Yngstu börnunum býðst að koma með veika bangsa og dúkkur til læknis. 18.6.2007 13:08
Ræða um framtíðaruppbyggingu Alcan hér á landi Tveir af æðstu yfirmönnum Alcan eru að koma til landsins til að ræða við ráðamenn um framtíðaruppbyggingu fyrirtækisins hér á landi. Enn er til skoðunar að reisa nýtt álver fyrirtækisins í Þorlákshöfn. 18.6.2007 12:45
Búið að opna Sæbraut Lögregla er að ljúka störfum á vettvangi og Sæbraut/Reykjanesbraut hefur verið opnuð fyrir almenna umferð. 18.6.2007 12:37
Ræða veiðiráðgjöf Hafró við sjávarútvegsráðherra Forystumenn samtaka sjómanna gengu á fund Einars K. Guðfinnssonar, sjávarútvegsráðherra nú laust fyrir hádegi til þess að ræða veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar sem felur í sér uggvænlegan niðurskurð. Harðnandi gagnrýni er á kvótakerfið í röðum Sjálfstæðismanna. 18.6.2007 12:26
Vegabréfsáritanir til Íslands gefnar út í Bejing Deild til útgáfu vegabréfsáritana tók til starfa í sendiráði Íslands í Beijing 15. júní sl. Átján manna kínversk sendinefnd fékk fyrstu áritanirnar, en hún er á leið til Íslands vegna viðræðna um fríverslun landanna. Jóhann Jóhannsson veitir deildinni forstöðu í umboði dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. 18.6.2007 12:19
Mildi að ekki urðu alvarleg slys á fólki Mildi þykir að ekki urðu alvarleg slys á fólki þegar fullhlaðinn steypubíll valt nærri gatnamótum Sæbrautar og Miklubrautar í morgun. Loka þurfti hluta Sæbrautar vegna slyssins. 18.6.2007 12:13
Geir sýnilegastur Á tímabilinu 1. janúar - 24. maí síðastliðinn mældist Geir H. Haarde sýnilegastur í fréttum ljósvakamiðla en Geir hafði áður ekki mælst neitt sérstaklega virkur sem viðmælandi í fréttum. 18.6.2007 11:43
Lamaðist eftir fyllerí Héraðsdómur sýknaði fyrir helgi eigendur húsnæðisins að Laugarvegi 22 og Reykjavíkurborg vegna slyss sem átti sér stað þegar ungur maður féll niður stiga á skemmtistaðnum 22 með þeim afleiðingum að hann lamaðist. 18.6.2007 11:22
Ölvaður ökumaður með barn í bílnum Ökumaður var stöðvaður fyrir meinta ölvun við akstur á Ísafirði. Sá var stöðvaður um fjögurleytið á föstudeginum og var þá að koma frá því að sækja barn sitt á leikskólann. Þá sluppu kona og tvö börn vel þegar bifreið valt út af veginum til Bíldudals 18.6.2007 11:00
Aukin krafa um sjálfbærni í sjávarútvegi Krafa um sjálfbærni í sjávarútvegi eykst sífellt og því mikilvægt að íslensk fyrirtæki taki virkan þátt í þróun á því sviði. Þetta kom fram á alþjóðlegum vinnufundi Matís, sem fram fór á Sauðárkróki. Fjölmörg sóknarfæri eru til staðar í sjálfbærri þróun í sjávarútvegi en nauðsynlegt er að Íslendingar haldi vöku sinni svo þeir eigi þess kost að vera framarlega í umræðu um slík mál í alþjóðlegu tilliti. 18.6.2007 10:06
Sæbraut enn lokuð vegna umferðarslyss Sæbraut er enn lokuð til suðurs frá Kleppsmýrarvegi að Miklubraut vegna umferðarslyss, sem varð þegar steypubíll valt í morgun. Mun lokunin standa til hádegis. Umferð er beint annað. 18.6.2007 10:00
Brennandi bíll í Heiðmörk Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan sjö í kvöld eftir að eldur kviknaði í bifreið í Heiðmörk. Engan sakaði. 17.6.2007 20:18
Hátíðarhöld í blíðviðri Víðast hvar um landið viðraði vel til hátíðarhalda en í Reykjavík hafa hátíðarhöldin staðið yfir frá því í morgun og halda áfram fram undir miðnætti. Sautjándi júní heilsaði víðast hvar með blíðskaparveðri. Um það bil 20 þúsund manns lögðu leið sína í miðborg Reykjavíkur í tilefni dagsins. 17.6.2007 19:09
Klessukeyrði ofursportbíl Ökumaður sem ók útaf vegi og endaði á umferðarskilti þurfti á áfallahjálp að halda þrátt fyrir að bílinn sé lítið skemmdur og engin meiðsl orðið á fólki. Ástæðan; bíllinn sem hann ók er 550 hestafla ofursportbíll sem kostaði einar 30 milljónir króna. Aðeins 4000 slíkir kaggar eru til í heiminum og þessi var sérsmíðaður fyrir Brimborg. 17.6.2007 19:03
Mótmælendur handteknir við Þjóðleikhúsið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók um klukkan hálf fimm í dag fimm einstaklinga fyrir brot á fánalögum. Hópurinn var búinn að setja upp stóra eftirmynd af íslenska þjóðfánanum á Þjóðleikhúsið þar sem stjóriðjustefnu stjórnvalda var mótmælt. Á fánanum var skjöldur með merkjum fyrirtækjanna Alcoa, Alcan og Norðuráls. 17.6.2007 18:54
Hærri sektir draga ekki enn úr hraða Þrátt fyrir hert viðurlög við hraðakstri hafði lögreglan í nógu að snúast við að stöðva ökumenn á ofsahraða um helgina. Þótt ökumenn geti átt á hættu að ökutæki þeirra verði gerð upptæk er hraðinn enn mikill. 17.6.2007 18:30
Eldveggur kom í veg fyrir enn meira tjón Milljónatjón varð í eldsvoða í iðnaðarhúsi á Selfossi í gærkvöldi en gríðarlegar skemmdir urðu á bifreiðaverkstæði sem starfrækt var húsinu. Smurstofa í sama húsi slapp hins vegar að mestu leyti. Eldveggur í húsinu kom í veg fyrir enn stærra tjón. 17.6.2007 18:30
Íslendingar vel í stakk búnir að mæta áföllum Í hátíðarræðu sinni í dag ræddi Geir H Haarde forsætisráðherra dökka skýrslu Hafrannsóknarstofnunar sem leggur til verulegan samdrátt í þorskveiðum á næsta ári og það var að heyra á honum að ríkisstjórnin ætli að hlusta á sérfræðingana, vegna þess að ráðherrann sagði Íslendinga þola áföll nú betur en oft áður. 17.6.2007 18:30
Sólveig Arnarsdóttir var fjallkonan Hátíðarhöldin hófust með hefðbundnum hætti í höfuðborginni í morgun, þegar forseti borgarstjórnar lagði blómsveig að leiði sjálfstæðishetjunnar Jóns Sigurðssonar í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu. 17.6.2007 18:30
Raggi Bjarna er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason var í dag útnefndur Borgarlistamaður Reykjavíkur. Útnefningin fór fram í Höfða og við það tækifæri tók Ragnar gamlan slagara við góðar undirtektir Borgarstjóra og annarra gesta. 17.6.2007 18:30
Mikið um hættulega framúrakstra Mikil umferð er á þjóðveginum milli Akureyrar og Reykjavíkur og hefur lögreglan í Borgarnesi tekið fjölmarga fyrir hraðakstur. Einn var tekinn á 146 kílómetra hraða fyrir norðan Borgarnes laust fyrir klukkan fimm í dag. Að sögn lögreglunnar er mikið um framúrakstra á hættulegum stöðum. 17.6.2007 17:59
Góð þátttaka í þjóðhátíðarfagnaði á Hvanneyri Stór hluti íbúa Hvanneyris tók þátt í þjóðhátíðardagskrá sem ungmennafélagið Íslendingur stóð fyrir þar í bæ. Hápunktur hátíðarhaldanna var þegar flugvél flaug yfir svæðið og kastaði niður sælgæti til barnanna. 17.6.2007 16:56
Mikill mannfjöldi í miðbæ Reykjavíkur Mörg þúsund manns eru nú saman komin í miðbæ Reykjavíkur til að fagna þjóðhátíðardegi landsmanna. Allt hefur gengið slysalaust fyrir sig að sögn lögreglu. 17.6.2007 16:41
Tíu hlutu heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu Forseti Íslands sæmdi tíu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkorðu í dag. Athöfnin fór fram á Bessastöðum. 17.6.2007 15:07
Ragnar Bjarnason kjörinn borgarlistarmaður Reykjavíkur Ragnar Bjarnason, tónlistarmaður, var í dag kjörinn borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2007. Það var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, sem afhenti Ragnari heiðursviðurkenninguna í Höfða. 17.6.2007 14:56
Ástandið að róast á Akureyri Allt það lögreglulið sem sérstaklega var kallað út á Akureyri í gærkvöldi vegna aukins viðbúnaðar lögregluyfirvalda var sent heim í morgun. Rólegt hefur verið í bænum í dag en þar hófst fyrir skömmu þjóðhátíðardagskrá á Ráðhústorginu. 17.6.2007 14:39
Umferð í átt að miðbæ Reykjavíkur tekin að þyngjast Höfuðborgarbúar streyma nú í átt að miðbæ Reykjavíkur en þar er að hefjast fjölskyldu- og hátíðardagskrá. Lögreglan gerir ráð fyrir að þúsundir manna muni taka þátt í hátíðarhöldunum. 17.6.2007 14:19
Vatnsfjarðarvegur lokaður við Eyrarfjallsafleggjara Vatnsfjarðarvegur, númer 633, verður lokaður við Eyrarfjallsafleggjara frá morgundeginum til næstkomandi fimmtudags vegna framkvæmda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 17.6.2007 12:59
Mikið tjón í bruna á Selfossi Mikið eignatjón varð þegar kviknaði í verksmiðjuhúsnæði við Gagnheiði á Selfossi um hálf níuleytið í gærkvöldi. Allt tiltækt slökkvilið Selfoss var kallað út og naut það einnig aðstoðar slökkviliðsmanna frá Hveragerði. 17.6.2007 12:25
Steinunn Valdís Óskarsdóttir hættir í borgarstjórn Steinunn Valdís Óskarsdóttir fyrrverandi borgarstjóri og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar hefur sagt af sér sem borgarfulltrúi og ætlar að alfarið að helga sig þingmennsku. 17.6.2007 12:22
Hátíðarhöld í blíðskaparveðri í Reykjavík Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í ávarpi á Austurvelli í morgun að íslenska þjóðin væri nú betur í stakk búin en áður til að takast á við áföll í efnahagslífinu og vísaði þar til tillaga Hafrannsóknarstofnunar um verulegan samdrátt í þorskveiðum á næsta ári. 17.6.2007 12:16
Forsætisráðherra boðar niðurskurð í aflaheimildum í þjóðhátíðarræðu Geir H. Haarde, forsætisráðherra, talaði um kvótakerfið og úthlutun aflaheimilda í þjóðhátíðarræðu sinni á Austurvelli. Sagði hann nauðsynlegt að fundin yrði leið til að sætta sjónarmið fiskifræðinga og útgerðarmanna. 17.6.2007 11:14
Fluttur til Reykjavíkur eftir útafakstur Flytja þurfti tvítugan karlmann með sjúkrabíl til Reykjavíkur eftir að bíll sem hann ók fór útaf veginum undir Ólafsvíkurenni á Snæfellsnesi um klukkan hálf sjö í morgun. Ökumaður þykir hafa sloppið vel miðað við aðstæður. 17.6.2007 11:03
Sofnaði undir stýri Bílvelta varð skömmu fyrir klukkan sjö í morgun á hringveginum um 50 kílómetra austan við Mývatn. Ökumaður bifreiðarinnar sofnaði undir stýri með fyrrgreindum afleiðingum. Einn farþegi var í bílnum en engan sakaði. 17.6.2007 10:46
Ólæti á Akureyri Erilsamt var hjá lögreglunni á Akueyri aðra nóttina í röð, en einn lögreglumanna orðaði það svo að miðbærinn hefði verið eins og vígvöllur. Að sögn lögreglunnar á Akureyri máttu tíu manns gista fangageymslur hennar í nótt vegna ýmissa brota. 17.6.2007 09:49
Bílaverkstæði á Selfossi í ljósum logum Allt tiltækt slökkvilið á Selfossi var kallað út laust eftir klukkan hálfníu í kvöld vegna bruna í verksmiðjuhúsnæði við Gagnheiði á Selfossi. Í húsinu er bílaverkstæði og þar inni geymdir gaskútar. Óttast var að þeir kynnu að springa og var því ákveðið að rýma svæðið í kringum húsið. 16.6.2007 21:19