Innlent

Ástand bílstjóranna stöðugt að sögn læknis

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Konurnar eru ekki í lífshættu. Myndin er úr safni.
Konurnar eru ekki í lífshættu. Myndin er úr safni. MYND/N4

Bílstjórarnir sem lentu í árekstri í Hörgárdal eftir hádegið í dag eru ekki i lífshættu. Bílstjórarnir, tvær konur, voru fluttar á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri með sjúkrabíl. Önnur þeirra hefur verið lögð inn til frekari rannsókna. Ekki var búið að taka ákvörðun um hvort hin konan yrði lögð inn.

Magnús Stefánsson, staðgengill lækningaforstjóra, taldi líklegt að hún yrði ekki innlögð. Hann sagði að ástand kvennanna væri stöðugt.

Áreksturinn varð í Hörgardal, rétt fyrir klukkan eitt í dag. Tveir bílar sem voru að koma úr gagnstæðri átt skullu saman á þjóðveginum við bæinn Vindheima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×