Innlent

Þjóðarátak gegn vændi

Þjóðarátak þarf gegn vændi og mansali á Íslandi, bæði af hálfu stjórnvalda og almennings. Þetta er skoðun Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, þingmanns og borgarfulltrúa, sem raunar lét af því embætti í dag.

Í gær sýndum við upptökur úr falinni myndavél útsendara Íslands í dag sem fór á nektardansstað með það í huga að kanna hvort vændi væri þar í boði.

Starfsstúlkur staðarins voru varkárar en ýjuðu þó að því að hægt væri að kaupa kynlíf fyrir rétta upphæð.

Steinunn Valdís var ekki ánægð með það sem hún sá í gær, enda barðist hún ákaflega gegn nektardansstöðum, bæði sem borgarstjóri og borgarfulltrúi.

Steinunn sat hjá Katrínu Rut Bessadóttur, fréttamanni Íslands í dag, í bleikum Grasagarði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×