Innlent

Samfylkingin skipar talsmenn

Dagur B. Eggertsson verður talsmaður flokksins um stjórn borgarinnar, fjármál og önnur málefni sem heyra undir borgarráð.
Dagur B. Eggertsson verður talsmaður flokksins um stjórn borgarinnar, fjármál og önnur málefni sem heyra undir borgarráð. MYND/Valgarður

Borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar hefur skipað talsmenn í einstökum málaflokkum. Flokkurinn segir þetta vera nýmæli sem miði að því stuðla að markvissum málflutningi Samfylkingarinnar í öllum málaflokkum, þannig að „ábyrgð, forysta og verkaskipting innan borgarstjórnarflokksins í stefnumótun og upplýsingamiðlun sé skýr," eins og segir í tilkynningu frá borgarstjórnarflokknum.

Auk málsvarshlutverksins verður hlutverk talsmanna flokksins „að leiða stefnumótun, kynningarstarf og uppbyggingu tengslanets flokksins á viðkomandi sviðum. Hið nýja skipulag á þannig að auðvelda almenningi og flokksfólki að koma ábendingum sínum á framfæri og taka þátt í stefnumótun í borgarmálum auk þess að auka samskipti og gagnkvæmt traust milli kjörinna fulltrúa Samfylkingarinnar og almennings, hagsmunaaðila, félagasamtaka og almenns flokksfólks."

Talsmenn Samfylkingarinnar verða sem hér segir:

Dagur B. Eggertsson er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík og verður talsmaður flokksins um stjórn borgarinnar, fjármál og önnur málefni sem heyra undir borgarráð. Dagur er jafnframt talsmaður í skipulags- og samgöngumál, orkumálum og málefnum Árbæjarhverfis.

Björk Vilhelmsdóttir verður talsmaður í velferðarmálum, málefnum Faxaflóahafna og Laugardalshverfis.

Oddný Sturludóttir verður talsmaður menntamálum og menningarmálum og málefnum miðborgarinnar.

Sigrún Elsa Smáradóttir verður talsmaður í leikskólamálum, framkvæmdamálum og málefnum Háaleitishverfis.

Dofri Hermansson verður talsmaður í umhverfismálum og málefnum Grafarvogshverfis.

Stefán Jóhann Stefánsson verður talsmaður í íþrótta- og tómstundamálum, innkaupamálum og málefnum Breiðholtshverfis.

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir verður talsmaður í mannréttindamálum.

Stefán Benediktsson verður talsmaður í málefnum HlíðahverfisFelix

Bergsson verður talsmaður í málefnum Vesturbæjarhverfis.Gunnar H.

Gunnarsson verður talsmaður í málefnum Kjalarness.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×