Innlent

Kvennaliðið á uppleið, karlaliðið á niðurleið

Kvennalandsliðið í knattspyrnu undirbýr sig af krafti fyrir leik næsta leik sem er gegn Serburm. Stelpurnar mættu fullar af orku á æfingu á sjálfan kvenréttindadaginn.

Íslenska kvennalandsliðið hefur verið að klífa metorðastigann og stelpurnar æfðu á í blíðskaparveðri í dag, þær voru reyndar flestar að týnast inn á völlinn núna síðdegis því þessar stelpur vinna úti margar hverjar og fótboltinn er áhugamál. En áhuginn er það mikill að hann hefur skilað þeim upp í 21. sæti á heimslistanum. Fyrir aftan þær á listanum eru stelpur sem stunda þessa íþrótt að atvinnu.

 

Strákarnir okkar eru á niðurleið, stelpurnar á uppleið, en systurnar Þóra og Ásthildur Helgadætur vilja ekkert bera sig saman við drengina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×