Innlent

Þvaglekar kvenna

Þvagleki er ekki uppáhalds umræðuefni fólks en hann hrjáir marga, sérstaklega konur, og er skilgreindur þannig: Ástand þar sem ósjálfráður og sannanlegur leki á þvagi orsakar bæði félagsleg og hreinlætisleg vandamál fyrir viðkomandi einstakling.

Tíðni þvagleka er mjög há á meðal íslenskra kvenna, hærri en mælist í flestum erlendum könnunum. Heildarkostnaður af völdum þvagleka á Íslandi er áætlaður minnst þúsund milljónir króna á ári.

Þvagleki hrjáir konur á öllum aldri, hvort sem þær hafa fætt börn eða ekki, og hvort sem þær eru aldraðar eða ungar.

Það er ekki eingöngu of mikil vatnsdrykkja sem er hluti af vandamálinu, heldur líka of mikil kaffi- og kókdrykkja en koffein hefur þvagræsandi áhrif og veldur tíðari þvagframleiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×