Innlent

Ungur piltur dæmdur fyrir kynferðisbrot

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag ungan pilt í fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þriggja ára frænda sínum. Pilturinn var ákærður fyrir brot gegn þremur ungum frændum sínum. Hann var ósakhæfur í tveimur tilvikanna þar sem hann var ekki orðinn fimmtán ára þegar hann framdi brotin og hafði því ekki náð sakhæfisaldri. Pilturinn var dæmdur til að sæta umsjón í eitt ár héðan í frá og greiða tveimur fórnarlambanna 1,2 milljónir króna í bætur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×