Innlent

Dæmdur fyrir tilraun til manndráps

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hæstiréttur íslands
Hæstiréttur íslands MYND/Vísir

Hæstiréttur dæmdi í dag Arnar Val Valsson í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Arnar stakk mann með hnífi í bakið, þann 14. maí 2006 með þeim afleiðingum að hann hlaut lífshættulegan áverka.

Brotið var framið í Hafnarfirði og taldi Arnar sig eiga óuppgerðar sakir við fórnarlambið. Arnar var einnig dæmdur fyrir þjófnað og tilraun til nytjastuldar. Arnar játaði brot sín. Arnari er gert að greiða fórnarlambinu 1.576.190 kr. í skaðabætur og auk þess allan saka- og áfrýjunarkostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×