Innlent

Hringurinn gaf barnaspítalanum 50 milljónir

Barnaspítali Hringsins sló upp mikilli veislu í dag á 50 ára afmæli sínu. Hringskonur færðu spítalanum 50 milljónir króna í afmælisgjöf.

 

Forvígismenn barnaspítala Hringsins fögnuðu í dag 50 ára afmæli sínu í blíðskaparveðri á landsspítalalóðinni en þennan dag árið 1957 var barnadeild opnuð við Landspítalann fyrir tilstuðlan Kvenfélagsins Hringsins.

Kvenfélagið hefur farið mikinn upp á síðkastið við að safna fé til styrktar spítalanum og afraksturinn var afhentur í dag, fimmtíu milljónir króna

 

Í tilefni dagsins var staðið fyrir mikilli afmælisveislu og auðvitað var öllum börnum boðið á spítalann í dag þar sem borðin svignuðu undan kræsingum. Á meðan krakkanir léku sér á lóðinni var hægt að láta lækna spítalans líta á bangsa og brúður.

 

Ýmsir gestir koma á afmælishátíðina, og hinir síungu Stuðmenn stigu á stokk og léku, ekki endilega fyrir dansi í þetta skiptið, heldur mjaðmahnykkjum eins og Egill Ólafsson orðaði það.

 

Krakkarnir voru ánægðir með Stuðmenn og líka með afmælið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×