Fleiri fréttir

Ákærður fyrir þrettán brot

Tuttugu og fjögurra ára maður sem meðal annars er ákærður fyrir rán í verslun á Laugarvatni sagðist við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær ekki hafa beitt ofbeldi eða hótunum þegar hann framdi ránið. Maðurinn er einnig ákærður fyrir fjölda brota svo sem bílþjófnaði, fjársvik, innbrot, skjalafals, umferðarlagabrot og fíkniefnabrot.

Miðborgin á Menningarnótt

Búast má við umferðtöfum í miðborginni og nágrenni vegna dagskrár Menningarnætur á laugardag. Götum verður lokað og er fólk hvatt til að nýta sér almenningsvagna. Menningarnótt er nú haldin í níunda sinn.

Eldur í Ormi og Víglundi

Eldur var tilkynntur í vélsmiðju Orms og Víglundar í Hafnarfirði, rétt fyrir sex í kvöld. Eldur hafði komið upp í þaki hússins en ekki er enn vitað um eldsupptök. Tvö lið slökkviliðsins fóru á staðinn og réðu fljótt og vel niðurlögum eldsins. Ekki er vitað til hvort mikið tjón hefur hlotist af.

Ísland sigrar Ítali

Íslendingar sigruðu landslið Ítala í knattspyrnu í vinnáttuleik þeirra á Laugardalsvelli í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrsta markið og Gylfi Einarsson annað markið þremur mínútum síðar þegar 20 mínútur voru liðnar af leiknum.

Gaman að vera skútuskipstjóri

Skemmtilegasta starf í heimi er að vera skipstjóri á skólaskútu sænska sjóhersins segir Mikael Hjarthammar sem þekkir það af eigin raun. Hann segist hafa gripið tækifæri til að fara til Íslands því hingað sé svo óskaplega gaman að koma.

218 ára afmæli Reykjavíkur

Reykjavíkurborg er 218 ára í dag. Þess sáust þó ekki víða merki í höfuðborginni. Hins vegar var boðið upp á tertu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þar var saman kominn dágóður fjöldi borgarbúa, sem nutu bæði góða veðursins, og annars sem garðurinn hefur uppá að bjóða.

Klink og Bank áfram í Hampiðjunni

Allt útlit er fyrir að listamennirnir í Klink og Bank verði með aðstöðu í gamla Hampiðjuhúsinu í að minnsta kosti eitt ár í viðbót. Reynslan af samstarfinu í þessum suðupotti íslenskrar listar hefur verið afar góð. Listamennirnir segja að það eina sem vanti upp á sé að fá fyrir salti í grautinn af og til.

Virkjunin fljót að greiða upp land

Það tæki Kárahnjúkavirkjun aðeins nokkra mánuði að greiða upp virði þess lands sem fer undir virkjunina, segir Landsvirkjun, ef það er tveggja milljarða króna virði eins og rannsóknir þýsks hagfræðidoktors sýna fram á.

Sagðist verða flokknum erfið

Siv Friðleifsdóttir hótaði því á fundi með þingkonum Framsóknarflokksins í janúar að ef hún missti ráðherrastólinn yrði hún ekki lengur hluti af liðsheildinni í flokknum. Þingflokksfundur hefur verið ákveðinn á morgun.

Mótmæla byggingu blokkar

Andstæðingar íbúðablokka, sem á að reisa á Seltjarnarnesi, saka bæjarstjórnina um sjónhverfingar við kynningu á legu blokkanna. Þeir segja að blokkirnar, sem reisa á á knattspyrnuvelli bæjarins, muni eyðileggja fallegt útsýni.

Uppselt á leikinn

Uppselt var á vináttulandsleik Íslands og Ítalíu í kvöld. 22.204 miðar voru seldir og er þetta aðsóknarmet eins og stefnt var að. Á annað hundrað manns sinnir öryggisgæslu á vellinum. Ítalskir fjölmiðlar gera kröfu um stórsigur hjá sínum mönnum en landsliðsþjálfari Íslands segir að strákarnir okkar eigi eftir að standa í Ítölum.

Clintonhjónin til Íslands

Bill og Hillary Clinton koma hingað til lands í heimsókn í næstu viku. Þau koma með þingnefnd sem John McCain fer fyrir. Nefnd bandarískra þungavigtarþingmanna er væntanleg hingað til lands á þriðjudaginn kemur.

Allt gekk upp

Rúmlega 20 þúsund manns sáu Íslendinga vinna stórglæsilegan sigur á landsliði Ítala á Laugardalsvelli. Aðsóknarmetið frá 1968 féll. "Það gekk allt upp," sagði Eggert Magnússon formaður Knattspyrnusambands Íslands. </font /></b />

Mikið magn vopna

Lögreglan í Reykjavík lagði í nótt hald á töluvert magn vopna og skotfæra, sem fundust við húsleit í íbúð í austurhluta Reykjavíkur. Nokkru eftir miðnætti hafði lögreglan afskipti af mönnum sem áður hafa komið við sögu hennar, þar sem þeir voru á ferð í bíl í borginni.

Árni Ragnar Árnason látinn

Árni Ragnar Árnason alþingismaður lést á líknardeild Landspítalans í gær, mánudaginn 16. ágúst, 63 ára að aldri. Árni Ragnar var fyrst kosinn á Alþingi árið 1991 sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi.

Þriggja bíla árekstur

Harður þriggja bíla árekstur varð við gatnamót Kringlumýrabrautar og Miklubrautar á tíunda tímanum í gærkvöldi. Fjórir voru fluttir á slysadeild, þar af þrír úr einum og sama bílnum, en meiðsl þeirra reyndust minniháttar. Hins vegar varð mikið tjón á bílum og þurfti að draga þá af slysstað. Tildrög slyssins eru ókunn.

Eldur í heyrúllum

Slökkviliðið á Egilstöðum réð rétt fyrir klukkan sjö, niðurlögum elds sem upp kom í heyrúllum fyrir utan bæinn Hjaltastaði við Hjaltastaðaþinghá nú í morgunsárið. Eldurinn kom upp skammt fyrir utan fjósið á bænum á sjötta tímanum, en náði ekki að húsum við bæinn. 30 heyrúllur brunnu, en eldurinn olli ekki öðru tjóni.

Dagný Jónsdóttir ekki sammála

Ekki eru allar framsóknarkonur sammála aðferðum hóps kvenna sem birtu í dag heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu. Þar skora þær á þingflokk Framsóknarflokksins um að virða lög flokksins um jafnrétti. Þetta gera þær vegna þeirrar umræðu að Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, muni láta af embætti þegar formaður flokksins tekur við forsætisráðuneytinu í september.

Betra að taka skipin frá Svalbarða

Friðrik Arngrímsson, formaður LÍÚ, segir að ástæðulaust hafi verið að halda skipum á Svalbarðasvæðinu í gær og láta nema þau á brott, úr því að íslensk stjórnvöld ákváðu að fara með málið fyrir dómstóla ef samningar næðust ekki.

Skilur ekki aðferðafræðina

Hjálmar Árnason, þinflokksformaður Framsóknarflokksins skilur ekki hvers vegna hópur framsóknarkvenna kemur skilaboðum sínum á framfæri á síðum dagblaða, fremur en að óska eftir fundi með tiltölulega fámennum þingflokki.

Mörg hundruð fá ekki skólavist

Mörg hundruð nemendur fá ekki vist í framhaldsskólum landsins í haust. Aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla segir ástandið grafalvarlegt og vill að framhaldsskólar séu opnir jafnt nýnemum sem eldri nemum.

Stórstjörnur í Leifsstöð

Íslenskir ferðalangar í Leifsstöð skildu ekkert í látunum þegar ljósmyndarar stukku að tveimur farþegum í tollinum. Í ljós kom að þar voru á ferð Hollywood-stjörnur sem komnar eru hingað til lands til að leika í nýrri mynd Baltasars Kormáks. 

Menningarnæturkort

Menningarnótt verður haldin í Reykjavík á laugardaginn næstkomandi og hefur dagskráin sjaldan verið viðameiri en nú. Hátíðahöldin hefjast klukkan 11 um morguninn og líkur með flugeldasýningu á Hafnarbakkanum klukkan ellefu um kvöldið.Reykjavíkurmaraþon er haldið á sama degi.

Tvær íslenskar kvikmyndir á hátíð

Tvær íslenskar kvikmyndir taka þátt í kvikmyndahátíðinni í Edinborg sem hefst 18. ágúst og er ein af virtari kvikmyndahátíðum heims. Myndirnar sem um ræðir eru heimildarmyndin, Love is in the Air, í leikstjórn Ragnars Bragasonar og stuttmyndin, Síðasti bærinn, sem Rúnar Rúnarsson leikstýrir.

Þrír á spítala eftir árekstur

Harður árekstur varð á Akureyri fyrr í dag, þegar flutningabíll á leið vestur eftir Strandgötu lenti á fólksbíl, sem var á leið norður eftir Glerárgötu. Þrír voru fluttir á slysadeild, en meiðsl þeirra reyndust ekki alvarleg. </font /></font />

Ítalirnir mættir

Landslið Ítalíu er komið til Íslands en það leikur við íslenska liðið á Laugardalsvelli annað kvöld.

Skútur sænska hersins í höfninni

Tvær skútur sænska hersins liggja um þessar mundir í Reykjavíkurhöfn. Skúturnar eru æfingaskip sænska herflotans og eru það nýnemar flotans sem sigla skipunum og eru slíkar heimsóknir liður í hefðbundnum æfingum í siglingatækni.

Taka undir áskorun í auglýsingu

Framkvæmdastjórn Landssambands Framsóknarkvenna tekur undir áskorun 40 kvenna sem auglýstu í Fréttablaðinu í morgun og kröfðust þess að konum í ríkisstjórn yrði ekki fækkað þegar ráðherralið Framsóknar breytist þann 15. september næstkomandi.

Sala dagvöru eykst

Sala á dagvöru var 6,9 prósentustigum hærri á föstu verðlagi í júlí í ár en í sama mánuði árið 2003 samkvæmt nýrri smásöluvísitölu Samtaka Verslunar og þjónustu og IMG-Gallups. Smásala áfengis jókst um heil 17% og sala lyfjaverslana um 6,2% í júlímánuði á milli ára.

Nýr forstjóri LSH

Jóhannes M. Gunnarsson, skurðlæknir hefur verið settur forstjóri Landsspítala Háskólasjúkrahúss frá 1. september, en þá hefst 8 mánaða námsleyfi Magnúsar Péturssonar, forstjóra LSH.

36 milljónir til Íraks

Íslensk stjórnvöld ætla að leggja jafnvirði 36 milljóna íslenskra króna í fjölþjóðlegan sjóð sem fjármagnar verkefni vegna enduruppbyggingar í Írak.

Hýsa mikið magn ólöglegra skráa

Full ástæða er til að telja að hérlend fyrirtæki og stofnanir hýsi mikið magn ólöglegra kvikmynda- og tónlistarskráa, að sögn Hallgríms Kristinssonar, framkvæmdastjóra Samtaka myndrétthafa á Íslandi.

Scheving hlýtur lýðheilsuverðlaun

Magnús Scheving hlýtur Norrænu lýðheilsuverðlaunin í ár. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra afhenti verðlaunin nú síðdegis á Egilsstöðum á fundi heilbrigðis-og félagsmálaráðherra Norðurlanda.

Hver að verða síðastur í berjamó

Mikið er um aðalbláber, en lítið um bláber og krækiber. Mikill þurrkur kann að spila inn í sprettu, sem þó varð snemma mikil í ár. Birkifeti herjar á berjalyng og skilur eftir sig heilu breiðurnar af skorpnu lyngi.

Framkvæmdaleyfi tekið fyrir

Framkvæmdaleyfi til handa Landsvirkjun vegna lagningar Fljótsdalslína 3 og 4 verður tekið fyrir á fundi umhverfisráðs Austur-Héraðs á Egilsstöðum í dag. Kallað var eftir viðbótarupplýsingum frá Landsvirkjun vegna máls bóndans á Eyrarteigi í Skriðdal sem telur íbúðarhús sitt verðlaust vegna nálægðar við línustæðið.

Vindmylla sem stingur í augu

Tvítug vindmylla grotnar niður í Grímsey. Sumum er hún þyrnir í augum, meðan aðrir líta á hana sem minnisvarða. Myllan er gömul tilraun Raunvísindastofnunar til að hita vatn með vindorku. Óljóst virðist hver ber ábyrgð á mannvirkinu.

Gamla landssímahúsið rifið

Stórvirkar vinnuvélar jafna nú gamla Landssímahúsið, við jörðu. Húsið sem var byggt árið 1942 og stendur við Sölvhólsgötu 11 í Reykjavík, hýsti Landssímann lengst af. Síðustu ár hafa Þjóðleikhúsið, Listaháskólinn og Lögreglan haft það til afnota.

Njála á tölvutæku formi

Nýrri útgáfu Brennu Njálssögu er ætlað að glæða áhuga ungs fólks á þessari vinsælustu sögu Íslendingasagnanna. Í henni sameinast bók, bíó og kennsluforrit. Þessari nýju útgáfu Brennu Njálssögu fylgir geisladiskur fyrir tölvur.

Útför fyrrverandi lögreglustjóra

Útför Sigurjóns Sigurðssonar, fyrrverandi lögreglustjóra, var gerð frá Hallgrímskirkju í dag. Lögreglumenn stóðu heiðursvörð og fóru fyrir líkfylgd. Sigurjón var lögreglustjóri í Reykjavík í 38 ár, frá 1947 til ársloka 1985.

Hagsmunir Íslendinga miklir

Sjávarútvegsráðherra segir hagsmuni Íslendinga vegna síldveiða á Svalbarðasvæðinu skipta milljörðum. Ríkisstjórnin samþykkti í dag að hefja undirbúning að því að vísa deilunni við Norðmenn til Alþjóðadómstólsins í Haag.

Kárahnjúkasvæðið milljarða virði

Landið sem fer undir Kárahnjúkavirkjun er að minnsta kosti tveggja milljarða króna virði. Þetta er niðurstaða þýsks hagfræðidoktors sem rannsakað hefur málið. Náttúruverndarsamtök hafa dregið í efa arðsemi Kárahnjúkavirkjunar og bent á að tekjur mætti hafa af ferðaþjónustu á þeim fallegu stöðum sem hverfa undir vatn

Vill ekki tjá sig um uppsagnir

Eimskipafélagið hefur eignast Skipafélag Færeyja. Viðskiptin eru metin á rúma tvo milljarða króna. Forstjóri Eimskipa segir mikil samlegðaráhrif og hagræðingu fylgja samruna fyrirtækjanna, en vill ekki tjá sig um uppsagnir á næstunni.

Mennirnir aldrei komið við sögu

Lögreglan í Reykjavík lagði hald á mikið af vopnum, skotfærum og bareflum, við húsleit í íbúð í austurhluta Reykjavíkur í nótt. Þrír menn á þrítugsaldri eru í haldi lögreglu vegna málsins, en athygli vekur að enginn þeirra hefur áður komið við sögu lögreglu.

Breyttar áherslur í Evrópumálum

Halldór Ásgrímsson, verðandi forsætisráðherra, segir að aðild Íslands að Evrópusambandinu verði áfram skoðuð með opnum huga. Hann segir að forsætisráðuneytið hafi ávallt frumkvæði í stórum málum. Áherslumunur formanna Sjálfstæðistæðisflokks og Framsóknarflokks í afstöðu til aðildar Íslands að Evrópusambandinu hefur ekki farið leynt.

Meirihluti vill að Siv hætti

Mikill meirihluti þingflokks Framsóknarflokksins er þess fylgjandi að Siv Friðleifsdóttir verði látin taka pokann sinn þegar Framsókn lætur ráðherrastól umhverfismála af hendi til Sjálfstæðisflokksins. Hópur framsóknarkvenna berst fyrir stöðu Sivjar og formaður landssamtaka Framsóknarkvenna segir mikla ólgu innan flokksins.

Sjá næstu 50 fréttir