Innlent

36 milljónir til Íraks

Íslensk stjórnvöld ætla að leggja jafnvirði 36 milljóna íslenskra króna í fjölþjóðlegan sjóð sem fjármagnar verkefni vegna enduruppbyggingar í Írak. Gert er ráð fyrir að hægt sé að verja fjármununum til ýmissa verkefna, m.a. á sviði heilbrigðismála og menntamála, auk þess sem hægt er að veita fénu til aðstoðar Sameinuðu þjóðanna við undirbúning kosninga í landinu sem gert er ráð fyrir að fari fram á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×