Innlent

Mikið magn vopna

Lögreglan í Reykjavík lagði í nótt hald á mikið magn vopna og skotfæra, sem fundust við húsleit í íbúð í austurhluta Reykjavíkur. Nokkru eftir miðnætti í gærkvöld hafði lögreglan afskipti af mönnum sem áður hafa komið við sögu hennar, þar sem þeir voru á ferð í bíl í borginni. Í kjölfarið var gerð húsleit í íbúð sem mennirnir tengjast í austurhluta Reykjavíkur. Við leitina  fundust meðal annars tvær afsagaðar haglabyssur, rifill og mikið magn skotfæra. Auk þess fundust í íbúðinni axir, hnífar, sveðjur og fjöldi barefla af ýmsu tagi. Við leitina fannst einnig ætlað þýfi, en að sögn lögreglu skiptir vermæti þess hundruðum þúsunda króna. Þá fundust einnig efni sem talið er að séu fíkniefni, en það mál er í nánari rannsókn hjá lögreglunni. Þrír karlmenn á þrítugsaldri eru í haldi lögreglu vegna málsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×