Innlent

Þriggja bíla árekstur

Harður þriggja bíla árekstur varð við gatnamót Kringlumýrabrautar og Miklubrautar á tíunda tímanum í gærkvöldi. Fjórir voru fluttir á slysadeild, þar af þrír úr einum og sama bílnum, en meiðsl þeirra reyndust minniháttar. Hins vegar varð mikið tjón á bílum og þurfti að draga þá af slysstað. Tildrög slyssins eru ókunn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×