Innlent

Ítalirnir mættir

Landslið Ítalíu er komið til Íslands en það leikur við íslenska liðið á Laugardalsvelli annað kvöld. Atli Már Gylfason hjá Víkrfréttum, hitti á kappana í Leifsstöð og smellti af þeim nokkrar myndir. Annars gengur undirbúningur fyrir landsleikinn vel að sögn Geirs Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra KSÍ. Geir segir að enn sé stefnt að því að fá 20 þúsund manns á leikinn og slá þar með aðsóknarmet á knattspyrnuleik hér á landi. Í hádeginu í dag höfðu um 13 þúsund miðar selst á leikinn og vonast forsvarsmenn KSÍ til þess að sú tala verði komin upp í 15-16 þúsund í lok dagsins. Svo er bara að vona að íslenska liðið sjái til þess að allur þessi fjöldi fólks fari ekki fýluferð á völlin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×